Yfirvöld Síle þvinga svör úr kirkjunni Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2018 14:17 Kardínálinn Ricardo Ezzati Andrello, hefur verið sakaður um að hylma yfir barnaníð. Vísir/AP Lögreglan í Síle hefur fundið upplýsingar um 30 misnotkunarmál, aftur til ársins 2007, sem kaþólska kirkjan rannsakaði sjálf og án þess að tilkynna þau til lögreglu. Upplýsingar þessar fundust í nokkrum húsleitum sem lögreglan hefur framkvæmt á undanförnum vikum vegna barnaníðshneykslis sem valdið gífurlegum usla innan kirkjunnar þar í landi. Í síðasta mánuði voru tveir erindrekar Frans páfa að halda fyrirlestur fyrir presta og starfsmenn kirkjunnar, þegar fregnir bárust af því að lögreglan væri að ráðast til atlögu gegn kirkjunni. Fyrirlestur erindrekana fjallaði um það hvernig rannsaka ætti ásakanir um misnotkun og barnaníð innan kirkjunnar. Páfinn sendi þá á vettvang eftir að í ljós kom að á undanförnum áratugum hefði kaþólska kirkjan í Síle þaggað slík mál og rannsakað þau innanhúss. Kirkjan hefur verið sökuð um að hylma yfir með níðingum um árabil og er talið mögulegt að hundruð barna hafi orðið fyrir barðinu á þeim.Samræmdar aðgerðir Þegar áðurnefndur fyrirlestur hafði staðið yfir í um eina og hálfa klukkustund hlupu aðstoðarmenn presta inn í salinn og sögðu frá því að til stæði að gera húsleit á skrifstofum kirkjunnar. Í samræmdum aðgerðum víða um landið var lögreglan að leita að upplýsingum um mál sem voru ekki tilkynnt til lögreglu. Síðan þá hafa minnst fimm húsleitir til viðbótar verið framkvæmdar. Eins og áður hefur komið fram fundust upplýsingar um 30 mál.Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja þetta einhverjar ströngustu aðgerðir gegn kirkjunni sem farið hefur verið í í heiminum. Vert er þó að taka fram að samkvæmt lögum Síle, er starfsmönnum kirkjunnar ekki skylt að tilkynna ásakanir um misnotkun til lögreglu. Saksóknarinn Emiliano Arias, sem leiðir rannsókn lögreglunnar, sagði Reuters að prestar hefðu reynt að eyða hluta upplýsinganna. Arias, sem hefur reynslu af því að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi, segist vilja handtaka og ákæra alla þá sem hafi brotið á börnum og einnig alla þá sem hafi hjálpað við að hylma yfir það. Fyrstu ásakanirnar litu dagsins ljós árið 2010 en fyrr á árinu buðu allir 34 biskupar landsins páfanum afsagnarbréf sín. Var það í fyrsta sinn í sögu kirkjunnar að allir biskupar heillar þjóðar bjóðist til þess að segja af sér. Hingað til hefur páfi samþykkt afsagnir fimm þeirra.Sjá einnig: Allir biskupar í Chile bjóða afsögn sínaSérfræðingar segja að þrátt fyrir að brotin séu sögð hafa náð áratugi aftur í tímann, hafi þau verið mikið milli tannanna á fólki Síle í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar.Fór fram hjá Vatíkaninu Arias biðlaði til kirkjunnar um áðurnefndar upplýsingar og skjöl. Honum var hins vegar tilkynnt að hann þyrfti að fara í gegnum Vatíkanið þar sem upplýsingarnar nytu verndar Páfagarðs. Kirkjan segir það hafa verið gert til að vernda fórnarlömb en gagnrýnendur segja þessari aðferð beitt víða um heim og í gegnum tíðina hafi hún verið notuð til að binda hendur opinberra rannsakenda. „Við erum ekki að tala um svik eða þjófnað,“ sagði Arias við Reuters. „Við erum að tala um glæpi gegn börnum.“ Þess vegna ákvað hann að hunsa Vatíkanið og fá þess í stað dómara til að samþykkja húsleitir.Hér má sjá umfjöllun AP frá því í febrúar þar sem rætt var við mann sem steig fram og sakaði presta í Síle um að hafa misnotað sig. Chile Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira
Lögreglan í Síle hefur fundið upplýsingar um 30 misnotkunarmál, aftur til ársins 2007, sem kaþólska kirkjan rannsakaði sjálf og án þess að tilkynna þau til lögreglu. Upplýsingar þessar fundust í nokkrum húsleitum sem lögreglan hefur framkvæmt á undanförnum vikum vegna barnaníðshneykslis sem valdið gífurlegum usla innan kirkjunnar þar í landi. Í síðasta mánuði voru tveir erindrekar Frans páfa að halda fyrirlestur fyrir presta og starfsmenn kirkjunnar, þegar fregnir bárust af því að lögreglan væri að ráðast til atlögu gegn kirkjunni. Fyrirlestur erindrekana fjallaði um það hvernig rannsaka ætti ásakanir um misnotkun og barnaníð innan kirkjunnar. Páfinn sendi þá á vettvang eftir að í ljós kom að á undanförnum áratugum hefði kaþólska kirkjan í Síle þaggað slík mál og rannsakað þau innanhúss. Kirkjan hefur verið sökuð um að hylma yfir með níðingum um árabil og er talið mögulegt að hundruð barna hafi orðið fyrir barðinu á þeim.Samræmdar aðgerðir Þegar áðurnefndur fyrirlestur hafði staðið yfir í um eina og hálfa klukkustund hlupu aðstoðarmenn presta inn í salinn og sögðu frá því að til stæði að gera húsleit á skrifstofum kirkjunnar. Í samræmdum aðgerðum víða um landið var lögreglan að leita að upplýsingum um mál sem voru ekki tilkynnt til lögreglu. Síðan þá hafa minnst fimm húsleitir til viðbótar verið framkvæmdar. Eins og áður hefur komið fram fundust upplýsingar um 30 mál.Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja þetta einhverjar ströngustu aðgerðir gegn kirkjunni sem farið hefur verið í í heiminum. Vert er þó að taka fram að samkvæmt lögum Síle, er starfsmönnum kirkjunnar ekki skylt að tilkynna ásakanir um misnotkun til lögreglu. Saksóknarinn Emiliano Arias, sem leiðir rannsókn lögreglunnar, sagði Reuters að prestar hefðu reynt að eyða hluta upplýsinganna. Arias, sem hefur reynslu af því að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi, segist vilja handtaka og ákæra alla þá sem hafi brotið á börnum og einnig alla þá sem hafi hjálpað við að hylma yfir það. Fyrstu ásakanirnar litu dagsins ljós árið 2010 en fyrr á árinu buðu allir 34 biskupar landsins páfanum afsagnarbréf sín. Var það í fyrsta sinn í sögu kirkjunnar að allir biskupar heillar þjóðar bjóðist til þess að segja af sér. Hingað til hefur páfi samþykkt afsagnir fimm þeirra.Sjá einnig: Allir biskupar í Chile bjóða afsögn sínaSérfræðingar segja að þrátt fyrir að brotin séu sögð hafa náð áratugi aftur í tímann, hafi þau verið mikið milli tannanna á fólki Síle í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar.Fór fram hjá Vatíkaninu Arias biðlaði til kirkjunnar um áðurnefndar upplýsingar og skjöl. Honum var hins vegar tilkynnt að hann þyrfti að fara í gegnum Vatíkanið þar sem upplýsingarnar nytu verndar Páfagarðs. Kirkjan segir það hafa verið gert til að vernda fórnarlömb en gagnrýnendur segja þessari aðferð beitt víða um heim og í gegnum tíðina hafi hún verið notuð til að binda hendur opinberra rannsakenda. „Við erum ekki að tala um svik eða þjófnað,“ sagði Arias við Reuters. „Við erum að tala um glæpi gegn börnum.“ Þess vegna ákvað hann að hunsa Vatíkanið og fá þess í stað dómara til að samþykkja húsleitir.Hér má sjá umfjöllun AP frá því í febrúar þar sem rætt var við mann sem steig fram og sakaði presta í Síle um að hafa misnotað sig.
Chile Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira