Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Víkingur 4-1 | Valur rúllaði yfir Víking Þór Símon Hafþórsson á Origo-vellinum að Hlíðarenda skrifar 22. júlí 2018 19:30 vísir/bára Valur og Víkingur mættust í Pepsi deild karla í knattspyrnu í dag í 13. umferð deildarinnar. Leikurinn byrjaði herfilega fyrir Víkinga er Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði liðsins, varð að fara útaf vegna meiðsla. Stuttu seinna meiddist framherji liðsins, Rick Ten Voorde, og á meðan þeir undirbjuggu skiptinguna hans skoraði Valur fyrsta mark leiksins. Dion Acoff hafði verið áberandi fyrstu mínútur leiksins í sóknarleik Vals átti þá fasta og lága fyrirgjöf á fjærstöngina sem Andri Adolphsson nældi í og smellti boltanum í netið. Stuttu seinna komst landsliðsmaðurinn, Birkir Már Sævarsson, inn í vítateig Víkings og hin rólegasti smellti hann knettinum í fjærhornið framhjá Andreas Larsen í marki Víkings. Staðan var 2-0 í hálfleik og erfitt að sjá einhverja leið fyrir Víkinga til að koma sér aftur í leikinn. Andri Adolphsson sem skoraði fyrsta mark leiksins undirstrikaði þá staðreynd enn frekar á 65. mínútu er hann kom sér af hörku inn í vítateiginn og náði á endanum að koma boltanum fyrir sig og þruma honum í nærhornið og staðan orðin 3-0. Víkingar áttu ekki margar rósir í kvöld í sóknarleiknum en Nikolaj Hansen náði þó að þefa upp eina á 80. mínútu er hann kloppaði Bjarna Ólaf áður en hann rúllaði boltanum í fjærhornið framhjá Antoni og minnkaði þar með muninn í 3-1. Sú gleði endist þó ekki lengi en Kristinn Ingi, eða Stjáni Stuð eins og hann er þekktur á Hlíðarenda, gulltryggði 4-1 sigur Valsmanna er hann nýtti hraðann sinn til að pota boltanum framhjá Andreas Larsen sem reyndi hvað hann gat að ná fyrstur til boltans. Lokatölur 4-1 og Valsmenn hafa nú ekki tapað í 8 leikjum í röð í Pepsi deildinni, sjö sigurleikir og eitt jafntefli, en liðið trónir nú á toppnum. Afhverju vann Valur? Valur er einfaldlega sterkara lið og það færðu leikmenn liðsins sér í nyt til hins ýtrasta. Víkingar voru óheppnir að missa tvo stóra bita, sérstaklega Sölva Geir, útaf og Valur sýndi klærnar og rándýrseðlið sem skilaði liðinu Íslandsmeistaratitlinum síðasta sumar og toppsætinu í dag. Það eru einfaldlega mun meiri gæði í Valsliðinu en við vissum það svosem fyrir leik. Hverjir stóðu upp úr? Andri Adolphsson skoraði tvö mörk, Dion var allt í öllu í sókn Vals þó svo að hann sé tvíeggja sverð því hann er alveg jafn líklegur til að leggja upp/skora og hann er að taka rangari ákvörðun en var talið mögulegt. Allt Valsliðið skilaði sínu. Þetta var enginn stjörnuleikur hjá þeim í heildina en þeir skiluðu þremur stigunum heim af mikilli yfirvegun. Hvað gekk illa? Það gekk hreinlega allt á afturfótunum í upphafi leiks hjá gestunum. Það er lítið hægt að setja út á skipulag og þjálfara þegar það riðlast til af jafn miklum krafti gegn jafn góðu liði og Val. Þegar þú ert búinn með tvær skiptingar eftir 20 mínútur má afskaplega lítið út af bregða. Þó má benda sérstaklega á Arnþór Inga, leikmann Víkinga, sem fór í glæfralegar tæklingar á gulu spjaldi og var heppinn að fá ekki reisupassan frá Helga dómara. Þessar tæklingar neyddu Loga til þess að skipta honum útaf eftir 50 mínútna leik og þar með klára síðustu skiptingu Víkings. Svona kjánalegheit eru ekki í boði þegar liðið er í jafn miklum vandræðum. Hvað er framundan? Valur spilar næst útileik í Evrópukeppninni gegn Santa Coloma frá Andorru en Víkingar spila gegn Stjörnunni á Víkingsvelli.Ólafur Jóhannesson: Evrópukeppni er bara skemtmun „Fyrst og fremst ánægður með að við spiluðum góðan leik og fengum þrjú stig. Það er það sem við vorum að sækjast eftir,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir 4-1 sigurinn á Víkingi í dag. Frá pöllunum séð var þetta býsna þægilegt fyrir Val en Ólafur þvertekur fyrir það þó svo að hann taki undir að Valur hafi haft undirtökin frá fyrstu mínútu. „Það er enginn leikur þægilegur. Það eru allir erfiðir og við verðum alltaf að hafa fyrir þessu. Víkingar hafa byrjað leikina sína vel þannig við reyndum að vera grimmir og koma marki á þá snemma og það gekk sem betur fer,“ sagði Ólafur sem segir vonbrigðin eftir grátlega tapið gegn Rosenborg í undankeppni Meistaradeildar Evrópu komi ekki til með að hafa áhrif á þá í deildinni. „Evrópukeppni er bara skemmtun. Hún hefur engin áhrif á okkur í deildinni.“ Halldór Smári: Hræðilegt Halldór Smári Sigurðsson tók við fyrirliðabandinu af Sölva Geir er hann fór meiddur útaf í tapinu gegn Val í dag. Hann fer ekki fögrum orðum um leik sinna manna. „Þetta var hræðilegt. Höfum ekki góðar minningar af þessum velli. Höfum oft lent illa í því hérna. Og í dag var þetta svipað og það hefur verið. Áttum aldrei möguleika frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu,“ sagði Halldór sem vill ekki nota meiðslin tvö í fyrri hálfleik sem neina afsökun. „Það auðveldar ekki málið að missa þá útaf en við eigum að vera betri varnarlega en að fá á okkur fjögur mörk.“ Víkingar voru fyrir þennan leik búnir að vinna þrjá leiki í röð í deildinni en hafa nú dottið út í bikarnum gegn Víkingi Ólafsvík og tapa svo stórt í dag. Eru þessir tveir leikir búnir að draga menn aftur á jörðina? „Menn mega ekki fara fram úr sér þó þeir vinni þrjá leiki í röð. Tapið gegn Ólafsvík var slæmt og þetta ofan á það var ekki gott. En við erum búnir að spila mikið undanfarið og menn orðnir þreyttir eins og kannski sást í dag.“ Andri Adolphsson: Frábært að skora fjögur „Frábært að skora fjögur mörk. Þetta var mjög flottur leikur hjá okkur í dag,“ sagði Andri Adolphsson sem skoraði tvö af fjórum mörkum Vals í dag. Víkingar misstu sem fyrr segir tvo menn út af í fyrri hálfleik en Andri segist hafa lítið velt því fyrir sér. „Ég tók ekki mikið eftir því. Við hugsuðum um okkur sjálfa. Reyna að spila okkar leik og skapa færi. Það gekk vel, við skoruðum fjögur mörk.“ Andri segir ekki tímabært að fara fram úr sér og dettur í gömlu góðu klisjuna til að undirstrika það: „Við reynum að taka einn leik í einu og sjá hvert það skilar okkur,“ sagði Andri orðrétt og segir liðið af sjálfsögðu stefna á að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn. „Við stefnum á það og það er mikið af góðum liðum í kringum okkur og þetta kemur bara í ljós.“ Logi Ólafsson: Við óskum Kára góðs gengis Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, þurfti að horfa upp á lið sitt fá skell í dag gegn toppliði Vals í kvöld er hans menn töpuðu 4-1. Ekki nóg með það heldur fóru tveir menn Víkings út af vellinum meiddir áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður. „Við verðum fyrir áfalli og missum tvo menn útaf og það gerði okkur erfiðara fyrir. Við höfðum svo bara ekki trú á því hvað við ætluðum að gera í kvöld. Valur gat nánast gert hvað sem þeir vildu,“ sagði Logi sem segir leikmennin tvo, fyrirliðan Sölva Geir Ottesen og framherjan Rick Ten Voorde, draghalta. „Þeir eru draghaltir báðir. Við urðum svo að nota menn í seinni sem voru bara á öðrum fætinum. Bjarni Páll Linnet sem berst eins og grenjandi ljón gat t.d. ekki gengið eftir leikinn,“ sagði Logi en sagði sína menn þó hafa gefið sig alla í leikinn þrátt fyrir að skorta trú. „Okkur skorti trú og getu en ég get ekki sakað menn um að hafa ekki verið að reyna. En það eru atriði í leiknum þar sem maður sá vantrúna miðað við hvaða valmöguleikar voru valdir.“ Rétt fyrir leikinn í dag kom tilkynning úr herbúðum Vals þar staðfest var að Kári Árnason hefði fengið leyfi til að ræða við tyrknestk lið. „Það kom upp núna rétt fyrir helgi. Hann er með þetta í samningi sínum og þetta er bara gott fyrir hann. En þetta er annað áfall á þessum degi sem hefur ekki reynst okkur hliðhollur,“ sagði Logi en Kári kom til liðsins stuttu fyrir HM og átti að geta byrjað að leika með uppeldisfélaginu sínu eftir stórmótið í Rússlandi. Við fengum hinsvegar aldrei að sjá hann í Víkingsbúningnum í sumar. „Hann var meiddur í upphafi þannig þetta er leiðinlegt en ég ítreka að þetta er gott fyrir hann og við óskum honum bara góðs gengis.“ Aðspurður hvort Víkingar komi til með að styrkja sig í kaupglugganum kvaðst Logi vera opinn fyrir því. „Við munum skoða það.“ Pepsi Max-deild karla
Valur og Víkingur mættust í Pepsi deild karla í knattspyrnu í dag í 13. umferð deildarinnar. Leikurinn byrjaði herfilega fyrir Víkinga er Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði liðsins, varð að fara útaf vegna meiðsla. Stuttu seinna meiddist framherji liðsins, Rick Ten Voorde, og á meðan þeir undirbjuggu skiptinguna hans skoraði Valur fyrsta mark leiksins. Dion Acoff hafði verið áberandi fyrstu mínútur leiksins í sóknarleik Vals átti þá fasta og lága fyrirgjöf á fjærstöngina sem Andri Adolphsson nældi í og smellti boltanum í netið. Stuttu seinna komst landsliðsmaðurinn, Birkir Már Sævarsson, inn í vítateig Víkings og hin rólegasti smellti hann knettinum í fjærhornið framhjá Andreas Larsen í marki Víkings. Staðan var 2-0 í hálfleik og erfitt að sjá einhverja leið fyrir Víkinga til að koma sér aftur í leikinn. Andri Adolphsson sem skoraði fyrsta mark leiksins undirstrikaði þá staðreynd enn frekar á 65. mínútu er hann kom sér af hörku inn í vítateiginn og náði á endanum að koma boltanum fyrir sig og þruma honum í nærhornið og staðan orðin 3-0. Víkingar áttu ekki margar rósir í kvöld í sóknarleiknum en Nikolaj Hansen náði þó að þefa upp eina á 80. mínútu er hann kloppaði Bjarna Ólaf áður en hann rúllaði boltanum í fjærhornið framhjá Antoni og minnkaði þar með muninn í 3-1. Sú gleði endist þó ekki lengi en Kristinn Ingi, eða Stjáni Stuð eins og hann er þekktur á Hlíðarenda, gulltryggði 4-1 sigur Valsmanna er hann nýtti hraðann sinn til að pota boltanum framhjá Andreas Larsen sem reyndi hvað hann gat að ná fyrstur til boltans. Lokatölur 4-1 og Valsmenn hafa nú ekki tapað í 8 leikjum í röð í Pepsi deildinni, sjö sigurleikir og eitt jafntefli, en liðið trónir nú á toppnum. Afhverju vann Valur? Valur er einfaldlega sterkara lið og það færðu leikmenn liðsins sér í nyt til hins ýtrasta. Víkingar voru óheppnir að missa tvo stóra bita, sérstaklega Sölva Geir, útaf og Valur sýndi klærnar og rándýrseðlið sem skilaði liðinu Íslandsmeistaratitlinum síðasta sumar og toppsætinu í dag. Það eru einfaldlega mun meiri gæði í Valsliðinu en við vissum það svosem fyrir leik. Hverjir stóðu upp úr? Andri Adolphsson skoraði tvö mörk, Dion var allt í öllu í sókn Vals þó svo að hann sé tvíeggja sverð því hann er alveg jafn líklegur til að leggja upp/skora og hann er að taka rangari ákvörðun en var talið mögulegt. Allt Valsliðið skilaði sínu. Þetta var enginn stjörnuleikur hjá þeim í heildina en þeir skiluðu þremur stigunum heim af mikilli yfirvegun. Hvað gekk illa? Það gekk hreinlega allt á afturfótunum í upphafi leiks hjá gestunum. Það er lítið hægt að setja út á skipulag og þjálfara þegar það riðlast til af jafn miklum krafti gegn jafn góðu liði og Val. Þegar þú ert búinn með tvær skiptingar eftir 20 mínútur má afskaplega lítið út af bregða. Þó má benda sérstaklega á Arnþór Inga, leikmann Víkinga, sem fór í glæfralegar tæklingar á gulu spjaldi og var heppinn að fá ekki reisupassan frá Helga dómara. Þessar tæklingar neyddu Loga til þess að skipta honum útaf eftir 50 mínútna leik og þar með klára síðustu skiptingu Víkings. Svona kjánalegheit eru ekki í boði þegar liðið er í jafn miklum vandræðum. Hvað er framundan? Valur spilar næst útileik í Evrópukeppninni gegn Santa Coloma frá Andorru en Víkingar spila gegn Stjörnunni á Víkingsvelli.Ólafur Jóhannesson: Evrópukeppni er bara skemtmun „Fyrst og fremst ánægður með að við spiluðum góðan leik og fengum þrjú stig. Það er það sem við vorum að sækjast eftir,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir 4-1 sigurinn á Víkingi í dag. Frá pöllunum séð var þetta býsna þægilegt fyrir Val en Ólafur þvertekur fyrir það þó svo að hann taki undir að Valur hafi haft undirtökin frá fyrstu mínútu. „Það er enginn leikur þægilegur. Það eru allir erfiðir og við verðum alltaf að hafa fyrir þessu. Víkingar hafa byrjað leikina sína vel þannig við reyndum að vera grimmir og koma marki á þá snemma og það gekk sem betur fer,“ sagði Ólafur sem segir vonbrigðin eftir grátlega tapið gegn Rosenborg í undankeppni Meistaradeildar Evrópu komi ekki til með að hafa áhrif á þá í deildinni. „Evrópukeppni er bara skemmtun. Hún hefur engin áhrif á okkur í deildinni.“ Halldór Smári: Hræðilegt Halldór Smári Sigurðsson tók við fyrirliðabandinu af Sölva Geir er hann fór meiddur útaf í tapinu gegn Val í dag. Hann fer ekki fögrum orðum um leik sinna manna. „Þetta var hræðilegt. Höfum ekki góðar minningar af þessum velli. Höfum oft lent illa í því hérna. Og í dag var þetta svipað og það hefur verið. Áttum aldrei möguleika frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu,“ sagði Halldór sem vill ekki nota meiðslin tvö í fyrri hálfleik sem neina afsökun. „Það auðveldar ekki málið að missa þá útaf en við eigum að vera betri varnarlega en að fá á okkur fjögur mörk.“ Víkingar voru fyrir þennan leik búnir að vinna þrjá leiki í röð í deildinni en hafa nú dottið út í bikarnum gegn Víkingi Ólafsvík og tapa svo stórt í dag. Eru þessir tveir leikir búnir að draga menn aftur á jörðina? „Menn mega ekki fara fram úr sér þó þeir vinni þrjá leiki í röð. Tapið gegn Ólafsvík var slæmt og þetta ofan á það var ekki gott. En við erum búnir að spila mikið undanfarið og menn orðnir þreyttir eins og kannski sást í dag.“ Andri Adolphsson: Frábært að skora fjögur „Frábært að skora fjögur mörk. Þetta var mjög flottur leikur hjá okkur í dag,“ sagði Andri Adolphsson sem skoraði tvö af fjórum mörkum Vals í dag. Víkingar misstu sem fyrr segir tvo menn út af í fyrri hálfleik en Andri segist hafa lítið velt því fyrir sér. „Ég tók ekki mikið eftir því. Við hugsuðum um okkur sjálfa. Reyna að spila okkar leik og skapa færi. Það gekk vel, við skoruðum fjögur mörk.“ Andri segir ekki tímabært að fara fram úr sér og dettur í gömlu góðu klisjuna til að undirstrika það: „Við reynum að taka einn leik í einu og sjá hvert það skilar okkur,“ sagði Andri orðrétt og segir liðið af sjálfsögðu stefna á að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn. „Við stefnum á það og það er mikið af góðum liðum í kringum okkur og þetta kemur bara í ljós.“ Logi Ólafsson: Við óskum Kára góðs gengis Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, þurfti að horfa upp á lið sitt fá skell í dag gegn toppliði Vals í kvöld er hans menn töpuðu 4-1. Ekki nóg með það heldur fóru tveir menn Víkings út af vellinum meiddir áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður. „Við verðum fyrir áfalli og missum tvo menn útaf og það gerði okkur erfiðara fyrir. Við höfðum svo bara ekki trú á því hvað við ætluðum að gera í kvöld. Valur gat nánast gert hvað sem þeir vildu,“ sagði Logi sem segir leikmennin tvo, fyrirliðan Sölva Geir Ottesen og framherjan Rick Ten Voorde, draghalta. „Þeir eru draghaltir báðir. Við urðum svo að nota menn í seinni sem voru bara á öðrum fætinum. Bjarni Páll Linnet sem berst eins og grenjandi ljón gat t.d. ekki gengið eftir leikinn,“ sagði Logi en sagði sína menn þó hafa gefið sig alla í leikinn þrátt fyrir að skorta trú. „Okkur skorti trú og getu en ég get ekki sakað menn um að hafa ekki verið að reyna. En það eru atriði í leiknum þar sem maður sá vantrúna miðað við hvaða valmöguleikar voru valdir.“ Rétt fyrir leikinn í dag kom tilkynning úr herbúðum Vals þar staðfest var að Kári Árnason hefði fengið leyfi til að ræða við tyrknestk lið. „Það kom upp núna rétt fyrir helgi. Hann er með þetta í samningi sínum og þetta er bara gott fyrir hann. En þetta er annað áfall á þessum degi sem hefur ekki reynst okkur hliðhollur,“ sagði Logi en Kári kom til liðsins stuttu fyrir HM og átti að geta byrjað að leika með uppeldisfélaginu sínu eftir stórmótið í Rússlandi. Við fengum hinsvegar aldrei að sjá hann í Víkingsbúningnum í sumar. „Hann var meiddur í upphafi þannig þetta er leiðinlegt en ég ítreka að þetta er gott fyrir hann og við óskum honum bara góðs gengis.“ Aðspurður hvort Víkingar komi til með að styrkja sig í kaupglugganum kvaðst Logi vera opinn fyrir því. „Við munum skoða það.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti