Nauðsynlegt að fylgja þvingunum gegn Norður-Kóreu eftir Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2018 17:58 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AP Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir mikilvægt að fylgja viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum eftir gagnvart Norður-Kóreu. Það sé eina leiðin til að ríkið losi sig við kjarnorkuvopn sín. Þá sagði Pompeo að ekki kæmi til greina að létta á þvingunum gagnvart einræðisríkinu án þess að forsvarsmenn þess tækju afgerandi skref í átt að afvopnun. Þetta sagði Pompeo á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og tók hann fram að ráðið væri sameinað í afstöðu sinni gagnvart Norður-Kóreu. Markmiðið væri að fá ríkisstjórn Kim Jong Un til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi, eins og Kim hefði samþykkt, og veita sérfræðingum aðgang að ríkinu svo afvopnun geti verið staðfest.Pompeo says it is "critical" to implement a "strict enforcement of sanctions" to achieve the denuclearization of North Korea pic.twitter.com/6xiQbrzaaX — AFP news agency (@AFP) July 20, 2018 Ríkisstjórn Kim er þó ekki á þeim nótum að einræðisherrann hafi samþykkt að losa sig við kjarnorkuvopn sín, þegar hann hitti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Singapúr í síðasta mánuði. Fyrr í þessum mánuði sakaði Norður-Kórea Bandaríkin um ribbaldaskap í kröfum sínum. Það gerðu þeir eftir að Pompeo yfirgaf Norður-Kóreu og sögðu forsvarsmenn einræðisríkisins að kröfur Pompeo hefðu ekki verið í anda fundarins í Singapúr. Ríkismiðill Norður-Kóreu gagnrýnd Pompeo harðlega fyrir að krefjast þess að ríkið losaði sig alfarið við kjarnorkuvopn.Refsiaðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump virðast hafa verið að bera árangur og áætlar Seðlabanki Suður-Kóreu að efnahagur Norður-Kóreu hafi dregist saman um 3,5 prósent í fyrra. Reiknað er með að þetta ár verði verra.Útflutningur ríkisins dróst saman um nærri því 40 prósent og segir seðlabankinn að meðalárstekjur íbúa Norður-Kóreu séu einungis fimm prósent af meðalárstekjum í Suður-Kóreu. Pompeo vill ekki að slakað verði á áðurnefndum refsiaðgerðum og þrýstingi á ríkisstjórn Kim. Norður-Kórea Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir mikilvægt að fylgja viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum eftir gagnvart Norður-Kóreu. Það sé eina leiðin til að ríkið losi sig við kjarnorkuvopn sín. Þá sagði Pompeo að ekki kæmi til greina að létta á þvingunum gagnvart einræðisríkinu án þess að forsvarsmenn þess tækju afgerandi skref í átt að afvopnun. Þetta sagði Pompeo á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og tók hann fram að ráðið væri sameinað í afstöðu sinni gagnvart Norður-Kóreu. Markmiðið væri að fá ríkisstjórn Kim Jong Un til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi, eins og Kim hefði samþykkt, og veita sérfræðingum aðgang að ríkinu svo afvopnun geti verið staðfest.Pompeo says it is "critical" to implement a "strict enforcement of sanctions" to achieve the denuclearization of North Korea pic.twitter.com/6xiQbrzaaX — AFP news agency (@AFP) July 20, 2018 Ríkisstjórn Kim er þó ekki á þeim nótum að einræðisherrann hafi samþykkt að losa sig við kjarnorkuvopn sín, þegar hann hitti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Singapúr í síðasta mánuði. Fyrr í þessum mánuði sakaði Norður-Kórea Bandaríkin um ribbaldaskap í kröfum sínum. Það gerðu þeir eftir að Pompeo yfirgaf Norður-Kóreu og sögðu forsvarsmenn einræðisríkisins að kröfur Pompeo hefðu ekki verið í anda fundarins í Singapúr. Ríkismiðill Norður-Kóreu gagnrýnd Pompeo harðlega fyrir að krefjast þess að ríkið losaði sig alfarið við kjarnorkuvopn.Refsiaðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump virðast hafa verið að bera árangur og áætlar Seðlabanki Suður-Kóreu að efnahagur Norður-Kóreu hafi dregist saman um 3,5 prósent í fyrra. Reiknað er með að þetta ár verði verra.Útflutningur ríkisins dróst saman um nærri því 40 prósent og segir seðlabankinn að meðalárstekjur íbúa Norður-Kóreu séu einungis fimm prósent af meðalárstekjum í Suður-Kóreu. Pompeo vill ekki að slakað verði á áðurnefndum refsiaðgerðum og þrýstingi á ríkisstjórn Kim.
Norður-Kórea Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira