Þróttur vann sinn annan sigur í röð í Inkasso-deild karla er liðið vann 3-0 sigur á Njarðvík í Laugardalnum í kvöld.
Staðan var markalaus í hálfleik en Hollendingurinn Jasper Van Der Heyden kom Þrótturum yfir á 47. mínútu.
Fimm mínútum síðar tvöfaldaði Viktor Jónsson forystuna og á 63. mínútu skoraði Kristófer Konráðsson þriðja mark Þróttara.
Lokatölur 3-0 og það voru ekki einu gleðitíðindin fyrir Þróttara því Emil Atlason spilaði síðustu sautján mínútur leiksins. Hann er að jafna sig eftir erfið meiðsli.
Þróttur er nú í fimmta sætinu, fimm stigum á eftir ÍA sem er í þriðja sætinu og sjö stigum á eftir toppliði Þór. Njarðvík er hins vegar í tíunda sæti og heldur sér frá fallsætinu á markatölu.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá fótbolti.net.
Þróttur færist nær toppliðunum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn


Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn


Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn
