Bretar andsnúnir áformum May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júlí 2018 06:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/Getty Einungis sextán prósent Breta telja að Theresa May forsætisráðherra standi sig vel þegar kemur að komandi útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu. Þetta kom fram í niðurstöðum könnunar sem YouGov birti í gær. Um helmingur þjóðarinnar telur að áform May um áframhaldandi aðild að innri markaðnum og tollabandalaginu, gegn ýmsum málamiðlunum, eftir útgöngu séu hreinlega slæm fyrir Bretland. Þá sögðust einungis tíu prósent geta hugsað sér að styðja áformin ef þau væru sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi stefna May er einnig umdeild innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Þrír ráðherrar sögðu af sér í kjölfar samþykktar hennar, meðal annars Boris Johnson, þá utanríkisráðherra. Dominic Raab, nýr útgöngumálaráðherra, sagði í gær að May væri enn að reyna að sannfæra ráðherra um að stefnan væri sú besta. Ýmislegt fleira kom fram í fyrrnefndri könnun. Meðal annars sögðu 34 prósent aðspurðra að Boris Johnson myndi standa sig betur en May, fengi hann að sjá um útgöngumálin. Afstaðan gagnvart Brexit virðist þó lítið hafa breyst og myndi um helmingur greiða atkvæði gegn útgöngu, yrði haldin önnur þjóðaratkvæðagreiðsla. Þá virðist málið hafa laskað Íhaldsflokkinn svo mjög, og reyndar aðra flokka líka, að þriðjungur aðspurðra sagðist geta hugsað sér að kjósa nýjan íhaldsflokk, verði slíkur stofnaður. Sunday Times greindi frá því í gær að Nigel Farage, áður formaður UKIP sem barðist af eldmóði fyrir útgöngunni, ætti nú í viðræðum við Steve Bannon, áður ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um stofnun nýs íhaldsafls. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. 18. júlí 2018 11:40 Blæs lífi í Brexit Dominic Raab, nýr útgöngumálaráðherra Breta sem leiðir samninganefnd Bretlands í viðræðunum um útgöngu úr ESB, sagðist í Brussel í gær vilja kynda upp í viðræðunum. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Einungis sextán prósent Breta telja að Theresa May forsætisráðherra standi sig vel þegar kemur að komandi útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu. Þetta kom fram í niðurstöðum könnunar sem YouGov birti í gær. Um helmingur þjóðarinnar telur að áform May um áframhaldandi aðild að innri markaðnum og tollabandalaginu, gegn ýmsum málamiðlunum, eftir útgöngu séu hreinlega slæm fyrir Bretland. Þá sögðust einungis tíu prósent geta hugsað sér að styðja áformin ef þau væru sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi stefna May er einnig umdeild innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Þrír ráðherrar sögðu af sér í kjölfar samþykktar hennar, meðal annars Boris Johnson, þá utanríkisráðherra. Dominic Raab, nýr útgöngumálaráðherra, sagði í gær að May væri enn að reyna að sannfæra ráðherra um að stefnan væri sú besta. Ýmislegt fleira kom fram í fyrrnefndri könnun. Meðal annars sögðu 34 prósent aðspurðra að Boris Johnson myndi standa sig betur en May, fengi hann að sjá um útgöngumálin. Afstaðan gagnvart Brexit virðist þó lítið hafa breyst og myndi um helmingur greiða atkvæði gegn útgöngu, yrði haldin önnur þjóðaratkvæðagreiðsla. Þá virðist málið hafa laskað Íhaldsflokkinn svo mjög, og reyndar aðra flokka líka, að þriðjungur aðspurðra sagðist geta hugsað sér að kjósa nýjan íhaldsflokk, verði slíkur stofnaður. Sunday Times greindi frá því í gær að Nigel Farage, áður formaður UKIP sem barðist af eldmóði fyrir útgöngunni, ætti nú í viðræðum við Steve Bannon, áður ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um stofnun nýs íhaldsafls.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. 18. júlí 2018 11:40 Blæs lífi í Brexit Dominic Raab, nýr útgöngumálaráðherra Breta sem leiðir samninganefnd Bretlands í viðræðunum um útgöngu úr ESB, sagðist í Brussel í gær vilja kynda upp í viðræðunum. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06
Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. 18. júlí 2018 11:40
Blæs lífi í Brexit Dominic Raab, nýr útgöngumálaráðherra Breta sem leiðir samninganefnd Bretlands í viðræðunum um útgöngu úr ESB, sagðist í Brussel í gær vilja kynda upp í viðræðunum. 20. júlí 2018 06:00