Fyrirbyggjandi lyfjameðferð við HIV verður niðurgreidd hér á landi Sylvía Hall skrifar 23. júlí 2018 19:59 Samheitalyf verður notað hérlendis og er kostnaður mánaðarskammts um 60 þúsund krónur. Vísir/Getty Heilbrigðisyfirvöld hafa samþykkt að niðurgreiða svokallaða PrEP-meðferð hérlendis, en meðferðin er talin ein öflugasta vörnin gegn HIV-smitum. Að loknu áhættumati geta einstaklingar nálgast lyfið endurgjaldslaust. PrEP-meðferðin felur í sér lyfjagjöf, en lyfið sem um ræðir heitir Truvada og er samblanda tveggja HIV-lyfja sem hafa verið notuð í áratugi. Meðferðin er fyrirbyggjandi og býðst aðeins fólki sem er ekki smitað af HIV en þykir vera í áhættuhópi, til að mynda menn sem stunda óvarið samkynja kynlíf eða sprautufíklar. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir í samtali við Vísi að niðurgreiðslan hafi verið samþykkt nú í lok júní og fyrstu einstaklingar hafið meðferð í byrjun mánaðar. Lyfið er nokkuð kostnaðarsamt og eru dæmi um að einstaklingar hafi útvegað sér lyfið erlendis, en nú er það aðgengilegt og niðurgreitt að fullu.Von um að minnka smit innan áhættuhópanna Lyfið hefur reynst vel í prófunum og hafa rannsóknir sýnt fram á að meðferðin geti minnkað líkur á smiti um 90% eða meira og því eru þetta gleðitíðindi fyrir þá sem eiga í hættu á smiti. Þó að tíðni HIV-smita hafi lækkað almennt sé hún svipuð innan þessara umræddu áhættuhópa. Bryndís segir marga geta komið til greina fyrir PrEP-meðferðina en þeir sem hafa farið í gegnum áhættumat hingað til hafa oft skorað hátt og þótt vera í miklum áhættuhópi. Það beri á því á Vesturlöndum þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé gott að minna sé um hræðslu við smit, og því sífellt fleiri sem stundi óvarið kynlíf. Þá hefur lyfið einnig fengið góðar viðtökur vestanhafs en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hefur talað fyrir meðferðinni og vonast til þess að lyfið geti hjálpað að berjast gegn HIV-smitum. Hann segir mikilvægt að lyfið sé til boða þar sem margir kjósi að nota ekki smokk, og því verði að finna aðrar leiðir til að koma í veg fyrir smit. Heilbrigðismál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld hafa samþykkt að niðurgreiða svokallaða PrEP-meðferð hérlendis, en meðferðin er talin ein öflugasta vörnin gegn HIV-smitum. Að loknu áhættumati geta einstaklingar nálgast lyfið endurgjaldslaust. PrEP-meðferðin felur í sér lyfjagjöf, en lyfið sem um ræðir heitir Truvada og er samblanda tveggja HIV-lyfja sem hafa verið notuð í áratugi. Meðferðin er fyrirbyggjandi og býðst aðeins fólki sem er ekki smitað af HIV en þykir vera í áhættuhópi, til að mynda menn sem stunda óvarið samkynja kynlíf eða sprautufíklar. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir í samtali við Vísi að niðurgreiðslan hafi verið samþykkt nú í lok júní og fyrstu einstaklingar hafið meðferð í byrjun mánaðar. Lyfið er nokkuð kostnaðarsamt og eru dæmi um að einstaklingar hafi útvegað sér lyfið erlendis, en nú er það aðgengilegt og niðurgreitt að fullu.Von um að minnka smit innan áhættuhópanna Lyfið hefur reynst vel í prófunum og hafa rannsóknir sýnt fram á að meðferðin geti minnkað líkur á smiti um 90% eða meira og því eru þetta gleðitíðindi fyrir þá sem eiga í hættu á smiti. Þó að tíðni HIV-smita hafi lækkað almennt sé hún svipuð innan þessara umræddu áhættuhópa. Bryndís segir marga geta komið til greina fyrir PrEP-meðferðina en þeir sem hafa farið í gegnum áhættumat hingað til hafa oft skorað hátt og þótt vera í miklum áhættuhópi. Það beri á því á Vesturlöndum þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé gott að minna sé um hræðslu við smit, og því sífellt fleiri sem stundi óvarið kynlíf. Þá hefur lyfið einnig fengið góðar viðtökur vestanhafs en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hefur talað fyrir meðferðinni og vonast til þess að lyfið geti hjálpað að berjast gegn HIV-smitum. Hann segir mikilvægt að lyfið sé til boða þar sem margir kjósi að nota ekki smokk, og því verði að finna aðrar leiðir til að koma í veg fyrir smit.
Heilbrigðismál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira