Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. júlí 2018 07:00 Það þekkist varla erlendis að bifreiðar á innri akrein á hringtorgum njóti forgangs Fréttablaðið/sigtryggur Í drögum að nýjum umferðarlögum er stefnt að því að lögfesta þá venju að ökumaður í innri hring tveggja akreina hringtorgs eigi forgang á umferð á ytri hring. Reglan er andstæð því sem þekkist í mörgum nágrannalöndum okkar. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), segir skorta á víðsýni hjá stjórnvöldum. Drög að nýjum umferðarlögum voru kynnt í febrúar á þessu ári og var fólki gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin. Fjölmargar athugasemdir bárust en fyrir skemmstu voru birt ný drög þar sem tekið hafði verið tillit til margra þeirra athugasemda sem fram komu. Athugasemdir um akstursreglur í hringtorgum bárust í fyrra skiptið en ákvæðið stendur óbreytt. Í gildandi umferðarlögum eru engar reglur til um akstur í hringtorgum. Í frumvarpsdrögunum er stefnt að því að festa í lög þá óskráðu venju sem myndast hefur um að ökumaður á ytri hring skuli veita innri hringnum forgang og að óheimilt sé að skipta um akrein inni í hringtorgum.Sjá einnig: Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Bifreiðar í hringtorginu eiga áfram forgang á þá bíla sem vilja komast inn í það. „Þessi séríslenska regla er ekki góð og við ættum að aðlagast því sem er víðast í gildi. Flest lönd í kringum okkur miða við hægri regluna en vinstri rétturinn er arfleifð frá því að breytt var yfir í hægri umferð,“ segir Runólfur.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍBVísir/AuðunnVíða erlendis, til að mynda á Norðurlöndunum, gildir sú regla að ökumenn í ytri hring eigi forgang á innri hringinn. Ökumenn í innri hring þurfa því að skipta um akrein til að koma sér út úr hringtorginu. Í frumvarpsdrögunum hinum síðari, sem nú eru til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar, segir að skiptar skoðanir hafi verið meðal umsagnaraðila um hvort samræma ætti reglur um akstur í hringtorgum því sem tíðkast erlendis. Ákveðið hafi verið að halda í venjuna í ljósi þess hve rótgróin hún er enda væri um grundvallarbreytingu að ræða. „Hér á landi erum við að upplifa stóraukna umferð erlendra aðila á vegum. Þeir eru í óvissu í hringtorgunum okkar. Við erum einnig ferðaþyrst þjóð og það ætti að vera gott að samræma þetta til að við séum sem öruggust erlendis,“ segir Runólfur. Að sögn Runólfs hafa mál komið inn á borð lögreglu og tryggingafélaga sem varða óhöpp sem orðið hafa vegna séríslenskra reglna um hringtorg. Flest óhöppin eru minniháttar enda hringtorg þess eðlis að þau hægja á umferð. „Ég tel að það sé æskilegt að taka upp hjá okkur þá siði sem víða þekkjast erlendis. Reynslan á erlendri grund hefur leitt í ljós að þetta hefur virkað ágætlega ytra. Það er einfaldlega skortur á víðsýni að ætla sér að ríghalda í þær hefðir sem hér hafa myndast,“ segir Runólfur Birtist í Fréttablaðinu Bílar Samgöngur Tengdar fréttir Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Engin sérákvæði eru um hringtorg í íslenskum lögum fyrir utan að þar er bannað að leggja. Erlendir ferðamenn kunna lítið á hefðina um að innri akrein eigi réttinn og komu við sögu í 102 árekstrum á fimm árum. 30. desember 2016 07:00 Bíleigendur komi í veg fyrir lögbrot annarra: "Skemmtileg bjartsýni hjá löggjafanum“ Hægt verður að sekta bíleigendur fyrir lögbrot sem aðrir fremja við notkun bílsins verði drög að nýjum umferðarlögum að veruleika. Sérfræðingur telur ýmislegt athugavert við frumvarpið og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir óásættanlegt að setja lög sem miða beinlínis að því að refsa röngum aðilum. 22. júlí 2018 20:00 Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Hlutlæg ábyrgð vegna sekta úr hraðamyndavélum hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir bílaleigur. Minnst 160 milljónir vegna slíkra sekta innheimtust ekki 2016. Varað er við að breytingin verði afar íþyngjandi fyrir eigendur bíla. 10. maí 2018 07:15 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Í drögum að nýjum umferðarlögum er stefnt að því að lögfesta þá venju að ökumaður í innri hring tveggja akreina hringtorgs eigi forgang á umferð á ytri hring. Reglan er andstæð því sem þekkist í mörgum nágrannalöndum okkar. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), segir skorta á víðsýni hjá stjórnvöldum. Drög að nýjum umferðarlögum voru kynnt í febrúar á þessu ári og var fólki gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin. Fjölmargar athugasemdir bárust en fyrir skemmstu voru birt ný drög þar sem tekið hafði verið tillit til margra þeirra athugasemda sem fram komu. Athugasemdir um akstursreglur í hringtorgum bárust í fyrra skiptið en ákvæðið stendur óbreytt. Í gildandi umferðarlögum eru engar reglur til um akstur í hringtorgum. Í frumvarpsdrögunum er stefnt að því að festa í lög þá óskráðu venju sem myndast hefur um að ökumaður á ytri hring skuli veita innri hringnum forgang og að óheimilt sé að skipta um akrein inni í hringtorgum.Sjá einnig: Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Bifreiðar í hringtorginu eiga áfram forgang á þá bíla sem vilja komast inn í það. „Þessi séríslenska regla er ekki góð og við ættum að aðlagast því sem er víðast í gildi. Flest lönd í kringum okkur miða við hægri regluna en vinstri rétturinn er arfleifð frá því að breytt var yfir í hægri umferð,“ segir Runólfur.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍBVísir/AuðunnVíða erlendis, til að mynda á Norðurlöndunum, gildir sú regla að ökumenn í ytri hring eigi forgang á innri hringinn. Ökumenn í innri hring þurfa því að skipta um akrein til að koma sér út úr hringtorginu. Í frumvarpsdrögunum hinum síðari, sem nú eru til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar, segir að skiptar skoðanir hafi verið meðal umsagnaraðila um hvort samræma ætti reglur um akstur í hringtorgum því sem tíðkast erlendis. Ákveðið hafi verið að halda í venjuna í ljósi þess hve rótgróin hún er enda væri um grundvallarbreytingu að ræða. „Hér á landi erum við að upplifa stóraukna umferð erlendra aðila á vegum. Þeir eru í óvissu í hringtorgunum okkar. Við erum einnig ferðaþyrst þjóð og það ætti að vera gott að samræma þetta til að við séum sem öruggust erlendis,“ segir Runólfur. Að sögn Runólfs hafa mál komið inn á borð lögreglu og tryggingafélaga sem varða óhöpp sem orðið hafa vegna séríslenskra reglna um hringtorg. Flest óhöppin eru minniháttar enda hringtorg þess eðlis að þau hægja á umferð. „Ég tel að það sé æskilegt að taka upp hjá okkur þá siði sem víða þekkjast erlendis. Reynslan á erlendri grund hefur leitt í ljós að þetta hefur virkað ágætlega ytra. Það er einfaldlega skortur á víðsýni að ætla sér að ríghalda í þær hefðir sem hér hafa myndast,“ segir Runólfur
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Samgöngur Tengdar fréttir Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Engin sérákvæði eru um hringtorg í íslenskum lögum fyrir utan að þar er bannað að leggja. Erlendir ferðamenn kunna lítið á hefðina um að innri akrein eigi réttinn og komu við sögu í 102 árekstrum á fimm árum. 30. desember 2016 07:00 Bíleigendur komi í veg fyrir lögbrot annarra: "Skemmtileg bjartsýni hjá löggjafanum“ Hægt verður að sekta bíleigendur fyrir lögbrot sem aðrir fremja við notkun bílsins verði drög að nýjum umferðarlögum að veruleika. Sérfræðingur telur ýmislegt athugavert við frumvarpið og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir óásættanlegt að setja lög sem miða beinlínis að því að refsa röngum aðilum. 22. júlí 2018 20:00 Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Hlutlæg ábyrgð vegna sekta úr hraðamyndavélum hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir bílaleigur. Minnst 160 milljónir vegna slíkra sekta innheimtust ekki 2016. Varað er við að breytingin verði afar íþyngjandi fyrir eigendur bíla. 10. maí 2018 07:15 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Engin sérákvæði eru um hringtorg í íslenskum lögum fyrir utan að þar er bannað að leggja. Erlendir ferðamenn kunna lítið á hefðina um að innri akrein eigi réttinn og komu við sögu í 102 árekstrum á fimm árum. 30. desember 2016 07:00
Bíleigendur komi í veg fyrir lögbrot annarra: "Skemmtileg bjartsýni hjá löggjafanum“ Hægt verður að sekta bíleigendur fyrir lögbrot sem aðrir fremja við notkun bílsins verði drög að nýjum umferðarlögum að veruleika. Sérfræðingur telur ýmislegt athugavert við frumvarpið og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir óásættanlegt að setja lög sem miða beinlínis að því að refsa röngum aðilum. 22. júlí 2018 20:00
Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Hlutlæg ábyrgð vegna sekta úr hraðamyndavélum hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir bílaleigur. Minnst 160 milljónir vegna slíkra sekta innheimtust ekki 2016. Varað er við að breytingin verði afar íþyngjandi fyrir eigendur bíla. 10. maí 2018 07:15