Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2018 11:06 Gervinhnattarmynd af Sohae-herstöðinni. Vísir/Getty Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. Einræðisríkið virðist þar með vera að fylgja samkomulagi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sem samþykkt var í Singapúr í síðasta mánuði. Donald Trump sagði þá að Kim hefði heitið því að losa sig við eldflaugatilraunabúnað án þess að taka fram hvar.Nýjar gervihnattarmyndir af Sohae í Norður-Kóreu gefa í skyn að verið sé að rífa mannvirki þar. Yfirvöld Norður-Kóreu segja gervihnöttum hafa verið skotið á loft þaðan en erlendir sérfræðingar segja Sohae vera skotstað fyrir eldflaugar. Greinendur 38 North, sem fylgjast grannt með málum í Norður-Kóreu, segja áðurnefndar myndir, frá 20. júní, segja mikilvæg mannvirki sem snúa að eldflaugaskotum og að þróun eldflauga hafa verið rifin. Það gefi til kynna að trú ríkisstjórnar Norður-Kóreu á eldflaugar sínar hafi aukist til muna.Eftir fund Trump og Kim hélt bandaríski forsetinn því fram að Norður-Kórea hefði samþykkt að láta öll kjarnorkuvopn sín af hendi og hleypa eftirlitsaðilum inn í ríkið. Samkomulag leiðtoganna hefur þó verið gagnrýnt fyrir að vera verulega óljóst. Síðan þá hefur ríkisstjórn Norður-Kóreu dregið lappirnar verulega og jafnvel sagt Bandaríkin haga sér eins og „ribbaldar“ fyrir að fara fram á afvopnun landsins. Fregnir hafa borist af því að leyniþjónustur Bandaríkjanna telji Norður-Kóreu halda þróun kjarnorkuvopna áfram í leyni. Endurbætur hafi verið gerðar á mikilvægri rannsóknarstöð þar sem Úran er auðgað og slíkum stöðum hafi verið fjölgað. Þá sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á föstudaginn að yfirvöld Norður-Kóreu virtust reyna að komast fram hjá viðskiptaþvingunum og að nauðsynlegt væri að fylgja þeim eftir. Ekki mætti draga úr þrýstingi á einræðisríkið, fyrr en þeir hefðu látið öll sín kjarnorkuvopn af hendi og hleypt eftirlitsaðilum inn. Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. Einræðisríkið virðist þar með vera að fylgja samkomulagi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sem samþykkt var í Singapúr í síðasta mánuði. Donald Trump sagði þá að Kim hefði heitið því að losa sig við eldflaugatilraunabúnað án þess að taka fram hvar.Nýjar gervihnattarmyndir af Sohae í Norður-Kóreu gefa í skyn að verið sé að rífa mannvirki þar. Yfirvöld Norður-Kóreu segja gervihnöttum hafa verið skotið á loft þaðan en erlendir sérfræðingar segja Sohae vera skotstað fyrir eldflaugar. Greinendur 38 North, sem fylgjast grannt með málum í Norður-Kóreu, segja áðurnefndar myndir, frá 20. júní, segja mikilvæg mannvirki sem snúa að eldflaugaskotum og að þróun eldflauga hafa verið rifin. Það gefi til kynna að trú ríkisstjórnar Norður-Kóreu á eldflaugar sínar hafi aukist til muna.Eftir fund Trump og Kim hélt bandaríski forsetinn því fram að Norður-Kórea hefði samþykkt að láta öll kjarnorkuvopn sín af hendi og hleypa eftirlitsaðilum inn í ríkið. Samkomulag leiðtoganna hefur þó verið gagnrýnt fyrir að vera verulega óljóst. Síðan þá hefur ríkisstjórn Norður-Kóreu dregið lappirnar verulega og jafnvel sagt Bandaríkin haga sér eins og „ribbaldar“ fyrir að fara fram á afvopnun landsins. Fregnir hafa borist af því að leyniþjónustur Bandaríkjanna telji Norður-Kóreu halda þróun kjarnorkuvopna áfram í leyni. Endurbætur hafi verið gerðar á mikilvægri rannsóknarstöð þar sem Úran er auðgað og slíkum stöðum hafi verið fjölgað. Þá sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á föstudaginn að yfirvöld Norður-Kóreu virtust reyna að komast fram hjá viðskiptaþvingunum og að nauðsynlegt væri að fylgja þeim eftir. Ekki mætti draga úr þrýstingi á einræðisríkið, fyrr en þeir hefðu látið öll sín kjarnorkuvopn af hendi og hleypt eftirlitsaðilum inn.
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira