Arnór Ingi Traustason átti góðan leik er Malmö vann frábæran 1-0 útisigur á Cluj í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar.
Spilað var í Rúmeníu en fyrsta og eina mark leiksins skoraði Carlos Strandberg á síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik.
Hann fékk stungusendingu inn fyrir vörn Cluj og setti boltann í vinstra hornið en Giedrius Arlauskis átti að gera miklu betur í marki Cluj.
Cluj reyndu hvað þeir gátu til að jafna en hættulegustu færin í síðari hálfleik fengu gestirnir frá Svíþjóð. Lokatölur 1-0 í Rúmeníu.
Mikilvægt útivallarmark Svíana sem leiða 1-0 en síðari leikurinn fer fram eftir viku í Malmö. Svíarnir í dauðafæri að fara í þriðju umferðina.
Arnór Ingvi spilaði í 89 mínútur fyrir Malmö og spilaði afar vel.
Góður leikur hjá Arnóri er Malmö vann mikilvægan sigur
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti




Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti


Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti

