Herraföt orðin meira spennandi Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. júlí 2018 06:00 Ási hefur á síðustu árum verið að færa sig meira yfir í herratískuna. Aðsend Fatahönnuðurinn Ási Már Friðriksson hefur stofnað nýtt fatamerki, Kismet, og sendir frá sér glænýja línu inn í haustið. Um er að ræða herraföt og fyrsta línan verður aðeins efri partar. „Þessi lína er dálítið klassísk í sniðum – ég leit til americano-lúkksins, þannig að á þessu er svolítill suðurríkjablær. Þetta er með smá „twisti“. Það er alltaf svolítill höfuðverkur þegar maður er að hanna á stráka að maður vill ekki fara í of flippað né heldur of venjulegt og „boring“ – það er mjó lína þarna á milli. Þetta eru bara efri partar að þessu sinni. Vandamálið við að gera buxur er að það eru svo margar stærðir og maður þarf að panta svo mikið fyrir hverja stærð og svo framvegis. En það kemur bara seinna,“ segir Ási en hann er búinn að vera að undirbúa línuna síðasta árið þó að pælingin hafi fæðst nokkru áður en það. „Ég er menntaður fatahönnuður úr Listaháskólanum og hef verið að gera ýmislegt í gegnum árin en alltaf með þetta svona á bak við eyrað. Ég sérhæfði mig í kvenfatnaði en undanfarin ár hef ég verið að færast nær strákafötunum, það er svolítið spennandi markaður – þetta hefur verið að breytast og er orðinn stærri markhópur en áður.“Brot úr línunni sem kemur í september. Ási segir línuna vera í smá americano stíl.Ási segir að þetta hafi breyst frá því sem áður var þegar strákar áttu bara að vera í gallabuxum og hvítum bolum og öðru auðveldu. „Þetta er að breytast með tíðinni – strákar hafa ólíkar skoðanir og finnst mismunandi hlutir fínir, sem er mjög spennandi og þessi flóra er algjörlega að breikka.“ Ási segir útlitið á línunni í raun hafa bara sprottið út frá hans eigin tilfinningum og ekki eiga sér neinn sérstakan aðdraganda. „Þetta er eitthvað sem gerðist, þessi tilfinning og fílingur sem maður sjálfur er í. Þetta eru aðgengileg föt og ég vildi hafa þetta þannig að þú þyrftir ekki að kaupa heilan galla heldur getur þetta blandast inn í það sem þú ert með í fataskápnum nú þegar. Þetta er pínu prufulína í raun, það er auðvitað flókið að gera þetta og dýrt, þannig að maður er aðeins að dýfa tánum ofan í og kanna hvað virkar og hvað virkar ekki.“ Ási segir útgáfudaginn ekki alveg settan, það eru nokkur praktísk atriði sem á eftir að leysa úr, meðal annars hvort línan fari í umboðssölu eða hvort hann selji hana sjálfur. En hann reiknar með að línan komi út í september. Kismet.love er vefsíða merkisins og það er engin tilviljun að lénið sé love. „Þetta er svolítið formerkið á línunni. Það eru falin tákn á flíkunum og þú verður að leita að þeim. Þetta er smá sem verður gegnumgangandi í næstu línum frá mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Fatahönnuðurinn Ási Már Friðriksson hefur stofnað nýtt fatamerki, Kismet, og sendir frá sér glænýja línu inn í haustið. Um er að ræða herraföt og fyrsta línan verður aðeins efri partar. „Þessi lína er dálítið klassísk í sniðum – ég leit til americano-lúkksins, þannig að á þessu er svolítill suðurríkjablær. Þetta er með smá „twisti“. Það er alltaf svolítill höfuðverkur þegar maður er að hanna á stráka að maður vill ekki fara í of flippað né heldur of venjulegt og „boring“ – það er mjó lína þarna á milli. Þetta eru bara efri partar að þessu sinni. Vandamálið við að gera buxur er að það eru svo margar stærðir og maður þarf að panta svo mikið fyrir hverja stærð og svo framvegis. En það kemur bara seinna,“ segir Ási en hann er búinn að vera að undirbúa línuna síðasta árið þó að pælingin hafi fæðst nokkru áður en það. „Ég er menntaður fatahönnuður úr Listaháskólanum og hef verið að gera ýmislegt í gegnum árin en alltaf með þetta svona á bak við eyrað. Ég sérhæfði mig í kvenfatnaði en undanfarin ár hef ég verið að færast nær strákafötunum, það er svolítið spennandi markaður – þetta hefur verið að breytast og er orðinn stærri markhópur en áður.“Brot úr línunni sem kemur í september. Ási segir línuna vera í smá americano stíl.Ási segir að þetta hafi breyst frá því sem áður var þegar strákar áttu bara að vera í gallabuxum og hvítum bolum og öðru auðveldu. „Þetta er að breytast með tíðinni – strákar hafa ólíkar skoðanir og finnst mismunandi hlutir fínir, sem er mjög spennandi og þessi flóra er algjörlega að breikka.“ Ási segir útlitið á línunni í raun hafa bara sprottið út frá hans eigin tilfinningum og ekki eiga sér neinn sérstakan aðdraganda. „Þetta er eitthvað sem gerðist, þessi tilfinning og fílingur sem maður sjálfur er í. Þetta eru aðgengileg föt og ég vildi hafa þetta þannig að þú þyrftir ekki að kaupa heilan galla heldur getur þetta blandast inn í það sem þú ert með í fataskápnum nú þegar. Þetta er pínu prufulína í raun, það er auðvitað flókið að gera þetta og dýrt, þannig að maður er aðeins að dýfa tánum ofan í og kanna hvað virkar og hvað virkar ekki.“ Ási segir útgáfudaginn ekki alveg settan, það eru nokkur praktísk atriði sem á eftir að leysa úr, meðal annars hvort línan fari í umboðssölu eða hvort hann selji hana sjálfur. En hann reiknar með að línan komi út í september. Kismet.love er vefsíða merkisins og það er engin tilviljun að lénið sé love. „Þetta er svolítið formerkið á línunni. Það eru falin tákn á flíkunum og þú verður að leita að þeim. Þetta er smá sem verður gegnumgangandi í næstu línum frá mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sjá meira