Saga úr sundlaugarklefa Bjarni Karlsson skrifar 25. júlí 2018 11:00 Að þessu sinni völdum við hjónin að dvelja vestur í Önundarfirði í sumarleyfinu og höfum notið bjartra daga í vestfirskri náttúru til sjós og lands. Hvarvetna höfum við mætt gestrisni og myndarskap eins og t.d. í Kaffi Sól í Neðri-Breiðadal, að ógleymdum öllum sundlaugunum sem hér eru reknar af metnaði og alúð. Um daginn var ég staddur í einum sundlaugarklefanum og heyrði þá kunnuglegan lagstúf raulaðan af vörum ungs drengs. „Ég heyri að þú ert Skógarmaður,“ sagði ég við unga manninn því lagið sem hann söng er þekktur Vatnaskógarslagari. „Ég kom heim fyrir fjórum dögum,“ mælti drengurinn og ljómaði af gleði. Ég sagði honum að ég væri líka Skógarmaður og að ég skildi vel að hann væri enn með hugann í Skóginum. Hann taldi upp nöfn þeirra foringja sem hann hefði kynnst best og sagði mér stoltur frá íþróttaverðlaunum sem hann hefði hlotið. Ég spurði hann hvort það hefðu ekki alltaf verið kvöldvökur. „Jú, uppáhaldslagið mitt er þetta sem ég var að syngja!“ Á meðan ég braut saman handklæðið á útleiðinni rauluðum við saman: „Hér á ég heima, hér best ég næ djarflega að dreyma dýrð Guðs sí og æ. Gott er að gleyma glaumnum í bæ …“ og á milli okkar ríkti, þrátt fyrir 45 ára aldursmun, fullkominn skilningur og gagnkvæm gleði. Mörg lífsgæði eru þannig að það er bara hægt að eiga þau með öðrum. Fegurð náttúrunnar getur aldrei orðið að einkamáli eða séreign. Upplitsdjörf menning með gestrisni og myndarskap er líka samfélagsauður og það sama gildir um gæði trúarinnar; þau leita alltaf samfélags við aðra. Ég kann engin frekari deili á þessum lífsglaða pilti en gleðst yfir því að hann hefur fengið að heyra tjáð það sem öll börn eiga rétt á að vita; að þau mega trúa á góðan Guð sem elskar allt sem lifir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun
Að þessu sinni völdum við hjónin að dvelja vestur í Önundarfirði í sumarleyfinu og höfum notið bjartra daga í vestfirskri náttúru til sjós og lands. Hvarvetna höfum við mætt gestrisni og myndarskap eins og t.d. í Kaffi Sól í Neðri-Breiðadal, að ógleymdum öllum sundlaugunum sem hér eru reknar af metnaði og alúð. Um daginn var ég staddur í einum sundlaugarklefanum og heyrði þá kunnuglegan lagstúf raulaðan af vörum ungs drengs. „Ég heyri að þú ert Skógarmaður,“ sagði ég við unga manninn því lagið sem hann söng er þekktur Vatnaskógarslagari. „Ég kom heim fyrir fjórum dögum,“ mælti drengurinn og ljómaði af gleði. Ég sagði honum að ég væri líka Skógarmaður og að ég skildi vel að hann væri enn með hugann í Skóginum. Hann taldi upp nöfn þeirra foringja sem hann hefði kynnst best og sagði mér stoltur frá íþróttaverðlaunum sem hann hefði hlotið. Ég spurði hann hvort það hefðu ekki alltaf verið kvöldvökur. „Jú, uppáhaldslagið mitt er þetta sem ég var að syngja!“ Á meðan ég braut saman handklæðið á útleiðinni rauluðum við saman: „Hér á ég heima, hér best ég næ djarflega að dreyma dýrð Guðs sí og æ. Gott er að gleyma glaumnum í bæ …“ og á milli okkar ríkti, þrátt fyrir 45 ára aldursmun, fullkominn skilningur og gagnkvæm gleði. Mörg lífsgæði eru þannig að það er bara hægt að eiga þau með öðrum. Fegurð náttúrunnar getur aldrei orðið að einkamáli eða séreign. Upplitsdjörf menning með gestrisni og myndarskap er líka samfélagsauður og það sama gildir um gæði trúarinnar; þau leita alltaf samfélags við aðra. Ég kann engin frekari deili á þessum lífsglaða pilti en gleðst yfir því að hann hefur fengið að heyra tjáð það sem öll börn eiga rétt á að vita; að þau mega trúa á góðan Guð sem elskar allt sem lifir.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun