Önnur tvenna á leiðinni frá Gauta Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. júlí 2018 06:00 Rapparinn knái sendir von bráðar frá sér tvær glænýjar plötur. Fréttablaðið/Eyþór „Ég henti út „tracklistanum“ í gær eiginlega smá til að sparka í rassgatið á sjálfum mér – án þess að vilja drífa mig of mikið að gefa út, þá vantaði samt smá svona „kikk“ til að minna mig á það að ég ætla að gefa út plötu í vetur. Ég ætlaði að gefa út plötu í sumar en það varð ekkert úr því vegna þess að ég fann að ég var ekki kominn með það í hendurnar sem ég vildi gefa út, þannig að ég tók mér meiri tíma í þetta. Núna er ég á lokasprettinum með þessa plötu – hún er í því ferli að lögin eru öll komin en það er verið að mixa og mastera, ég er svona að dúlla mér – aðeins að skreyta hana og gera hana fallegri,“ segir Emmsjé Gauti sem „tísaði“ aðdáendur sína á Twitter á þriðjudagskvöldið og skellti skjáskoti af lagalistanum af komandi plötu inn á forritið góða. Skjáskotið sýnir að þarna verða 13 lög og þar af eru tvö með gestainnkomum – annars vegar lagið Kortér í tólf ásamt Steingrími Teague úr Moses Hightower og Þú gerir mig, sem skartar rapparanum Mælginn. Gauti segir að þetta sé þó alls ekki það eina sem hann er að vinna í þessa dagana. „Ég er í raun að vinna að tveimur plötum á sama tíma. Önnur platan er meira hugsuð sem svona tækifæri fyrir mig til að rappa af mér rassgatið, mér finnst það góð lýsing á henni. Stundum langar mig ekki að gera neitt annað en að skrifa niður eitthvað sem mér finnst hljóma vel eða finnst fyndið – það þarf ekkert að meika sens eða vera í samhengi – bara af því að ég hef gaman af því. Þannig verður seinni platan. Hin hittir meira í alvarlegri legginn. Ég er að tala um tilfinningar og það er mikið um sjálfsskoðun: dílemmað sem ég er með um hvernig ég geti verið tveggja barna faðir og lifað eðlilegu fjölskyldulífi en látið það hljóma rosa kúl. Það er ekki nóg að það sé geggjaður texti til að rapp sé gott fyrir mig, stundum finnst mér lag með ömurlegum texta mjög gott. Þetta er eins og einhver frönsk bíómynd sem ég sá einu sinni – hún fjallaði um gamalt fólk að deyja á elliheimili og var rosalega góð en samt hundleiðinleg.“Lagalisti plötunnar.Í rappárum er orðið svolítið langt síðan Gauti gaf út plötu síðast, en það var árið 2016 sem platan Vagg og velta kom út og var svo fylgt eftir með 17. nóvember sama ár. „Ég gaf síðustu plötu út fyrir ekkert svo löngu síðan í raun og veru – en markaðurinn er búinn að breytast svo rosalega mikið: ég heyrði JóaPé og Króla tala um eitthvert gamalt lag eftir sig og komst svo að því að þetta lag sem þeir voru að tala um var þriggja mánaða gamalt. Ég var pínu bara „Ókei shit, hvernig á ég að keppa við þetta“ – svo setti ég svo fáránlegan standard þegar ég gaf út tvær plötur með þriggja mánaða tímabili seinast. Ef maður er að sýsla við að gefa út músík stanslaust án pásu þá endar maður bara með því að vera að tala um það sama aftur og aftur. Það sem ég þurfti dálítið eftir 17. nóvember var smá „breather“ – tími fyrir augun og eyrun að „rístarta“ sér. Maður þarf ekki að endurræsa tölvuna stöðugt, en þú veist – hún verður aðeins betri eftir á.“ Gauti lofar því að gripurinn, eða gripirnir, komi út á þessu ári. „Stefnan er sett á september – en það er svo óþolandi? …? ég fór upp í stúdíó í gær og ætlaði að fikta í gömlu lagi en endaði með að taka upp alveg nýtt lag. Þannig að þetta er í alveg endalausu ferli en ég get lofað að þetta komi árið 2018 en get ekki neglt niður mánuð. Platan heitir FIMM, vegna þess að þetta er plata númer fimm. Eða hún heitir það núna að minnsta kosti en það er aldrei að vita hvað gerist í ferlinu.Síðasta lagið á plötunni heitir Hættur – ertu hættur? „Þetta er það sem ég kalla „Frikka Dórs-trikkið“, ég set út eitthvað svona og geri svo tónleika sem heita bara „Hættur“ en svo er ég ekkert hættur. Nei, nei, þetta er bara nafnið á „outroinu“ á plötunni – ég er hættur að rappa á þessari plötu en rappa síðar á öðrum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Enginn glamúr á tónleikaferðalögum Emmsjé Gauti, Björn Valur og Keli fara í tónleikaferðalag um landið í lok maí og munu búa til þætti um ferðalagið í leiðinni. Serían nefnist 13.13 sem vísar til að þetta eru þrettán tónleikar á þrettán dögum. 13. apríl 2018 06:00 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
„Ég henti út „tracklistanum“ í gær eiginlega smá til að sparka í rassgatið á sjálfum mér – án þess að vilja drífa mig of mikið að gefa út, þá vantaði samt smá svona „kikk“ til að minna mig á það að ég ætla að gefa út plötu í vetur. Ég ætlaði að gefa út plötu í sumar en það varð ekkert úr því vegna þess að ég fann að ég var ekki kominn með það í hendurnar sem ég vildi gefa út, þannig að ég tók mér meiri tíma í þetta. Núna er ég á lokasprettinum með þessa plötu – hún er í því ferli að lögin eru öll komin en það er verið að mixa og mastera, ég er svona að dúlla mér – aðeins að skreyta hana og gera hana fallegri,“ segir Emmsjé Gauti sem „tísaði“ aðdáendur sína á Twitter á þriðjudagskvöldið og skellti skjáskoti af lagalistanum af komandi plötu inn á forritið góða. Skjáskotið sýnir að þarna verða 13 lög og þar af eru tvö með gestainnkomum – annars vegar lagið Kortér í tólf ásamt Steingrími Teague úr Moses Hightower og Þú gerir mig, sem skartar rapparanum Mælginn. Gauti segir að þetta sé þó alls ekki það eina sem hann er að vinna í þessa dagana. „Ég er í raun að vinna að tveimur plötum á sama tíma. Önnur platan er meira hugsuð sem svona tækifæri fyrir mig til að rappa af mér rassgatið, mér finnst það góð lýsing á henni. Stundum langar mig ekki að gera neitt annað en að skrifa niður eitthvað sem mér finnst hljóma vel eða finnst fyndið – það þarf ekkert að meika sens eða vera í samhengi – bara af því að ég hef gaman af því. Þannig verður seinni platan. Hin hittir meira í alvarlegri legginn. Ég er að tala um tilfinningar og það er mikið um sjálfsskoðun: dílemmað sem ég er með um hvernig ég geti verið tveggja barna faðir og lifað eðlilegu fjölskyldulífi en látið það hljóma rosa kúl. Það er ekki nóg að það sé geggjaður texti til að rapp sé gott fyrir mig, stundum finnst mér lag með ömurlegum texta mjög gott. Þetta er eins og einhver frönsk bíómynd sem ég sá einu sinni – hún fjallaði um gamalt fólk að deyja á elliheimili og var rosalega góð en samt hundleiðinleg.“Lagalisti plötunnar.Í rappárum er orðið svolítið langt síðan Gauti gaf út plötu síðast, en það var árið 2016 sem platan Vagg og velta kom út og var svo fylgt eftir með 17. nóvember sama ár. „Ég gaf síðustu plötu út fyrir ekkert svo löngu síðan í raun og veru – en markaðurinn er búinn að breytast svo rosalega mikið: ég heyrði JóaPé og Króla tala um eitthvert gamalt lag eftir sig og komst svo að því að þetta lag sem þeir voru að tala um var þriggja mánaða gamalt. Ég var pínu bara „Ókei shit, hvernig á ég að keppa við þetta“ – svo setti ég svo fáránlegan standard þegar ég gaf út tvær plötur með þriggja mánaða tímabili seinast. Ef maður er að sýsla við að gefa út músík stanslaust án pásu þá endar maður bara með því að vera að tala um það sama aftur og aftur. Það sem ég þurfti dálítið eftir 17. nóvember var smá „breather“ – tími fyrir augun og eyrun að „rístarta“ sér. Maður þarf ekki að endurræsa tölvuna stöðugt, en þú veist – hún verður aðeins betri eftir á.“ Gauti lofar því að gripurinn, eða gripirnir, komi út á þessu ári. „Stefnan er sett á september – en það er svo óþolandi? …? ég fór upp í stúdíó í gær og ætlaði að fikta í gömlu lagi en endaði með að taka upp alveg nýtt lag. Þannig að þetta er í alveg endalausu ferli en ég get lofað að þetta komi árið 2018 en get ekki neglt niður mánuð. Platan heitir FIMM, vegna þess að þetta er plata númer fimm. Eða hún heitir það núna að minnsta kosti en það er aldrei að vita hvað gerist í ferlinu.Síðasta lagið á plötunni heitir Hættur – ertu hættur? „Þetta er það sem ég kalla „Frikka Dórs-trikkið“, ég set út eitthvað svona og geri svo tónleika sem heita bara „Hættur“ en svo er ég ekkert hættur. Nei, nei, þetta er bara nafnið á „outroinu“ á plötunni – ég er hættur að rappa á þessari plötu en rappa síðar á öðrum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Enginn glamúr á tónleikaferðalögum Emmsjé Gauti, Björn Valur og Keli fara í tónleikaferðalag um landið í lok maí og munu búa til þætti um ferðalagið í leiðinni. Serían nefnist 13.13 sem vísar til að þetta eru þrettán tónleikar á þrettán dögum. 13. apríl 2018 06:00 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Enginn glamúr á tónleikaferðalögum Emmsjé Gauti, Björn Valur og Keli fara í tónleikaferðalag um landið í lok maí og munu búa til þætti um ferðalagið í leiðinni. Serían nefnist 13.13 sem vísar til að þetta eru þrettán tónleikar á þrettán dögum. 13. apríl 2018 06:00