Stjarnan þarf góð úrslit í kvöld til að eiga séns í einvíginu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. júlí 2018 12:30 Stjarnan mætir FC Kaupmannahöfn í annari umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld. Góð úrslit á heimavelli gætu gert gæfumuninn í einvíginu. „Útileikurinn er á Parken, sem er mikil gryfja og FCK tapar fáum leikjum á þeim velli. Ég myndi telja að ef við ætlum að gera atlögu að þessu einvígi þá þurfum við að ná í góð úrslit á heimavellinum,“ sagði fyrirliði Stjörnunnar, Baldur Sigurðsson, við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur á heimavelli í fyrstu umferð gegn Nömme Kalju og komst því áfram þrátt fyrir tap á útivelli í seinni leiknum. Andstæðingurinn í annari umferð er eitt stærsta og sögufrægasta lið Norðurlandanna. „FCK er með gríðarlega mikla sögu, bæði í deildinni heimafyrir og í Evrópukeppnum, svo við erum bara mjög spenntir yfir því að fá svona stórt lið á Samsungvöllinn,“ sagði Baldur.Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Stjörnunnarvísir/báraStjörnumenn eru í baráttunni á mörgum vígstöðvum; í toppbaráttu í Pepsi deildinni, í undanúrslitum bikarkeppninnar og vilja fara sem lengst í Evrópu. Guðjón Baldvinsson fór meiddur af velli í leik Stjörnunnar og KR í vesturbænum um helgina líkt og Heiðar Ægisson. „Heiðar fótbrotnaði á móti KR, Ævar [Ingi Jóhannesson] er tæpur og Brynjar Gauti [Guðjónsson] í leikbanni þannig að það eru smá brotföll en við erum með gott lið,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Heiðar staðfesti við Fótbolta.net í gær að hann myndi ekki geta spilað meira með Stjörnunni í sumar. Leikur Stjörnunnar og FCK hefst klukkan 19:00 á Samsungvellinum í kvöld. Hann verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu hér á Vísi. Evrópudeild UEFA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Stjarnan mætir FC Kaupmannahöfn í annari umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld. Góð úrslit á heimavelli gætu gert gæfumuninn í einvíginu. „Útileikurinn er á Parken, sem er mikil gryfja og FCK tapar fáum leikjum á þeim velli. Ég myndi telja að ef við ætlum að gera atlögu að þessu einvígi þá þurfum við að ná í góð úrslit á heimavellinum,“ sagði fyrirliði Stjörnunnar, Baldur Sigurðsson, við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur á heimavelli í fyrstu umferð gegn Nömme Kalju og komst því áfram þrátt fyrir tap á útivelli í seinni leiknum. Andstæðingurinn í annari umferð er eitt stærsta og sögufrægasta lið Norðurlandanna. „FCK er með gríðarlega mikla sögu, bæði í deildinni heimafyrir og í Evrópukeppnum, svo við erum bara mjög spenntir yfir því að fá svona stórt lið á Samsungvöllinn,“ sagði Baldur.Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Stjörnunnarvísir/báraStjörnumenn eru í baráttunni á mörgum vígstöðvum; í toppbaráttu í Pepsi deildinni, í undanúrslitum bikarkeppninnar og vilja fara sem lengst í Evrópu. Guðjón Baldvinsson fór meiddur af velli í leik Stjörnunnar og KR í vesturbænum um helgina líkt og Heiðar Ægisson. „Heiðar fótbrotnaði á móti KR, Ævar [Ingi Jóhannesson] er tæpur og Brynjar Gauti [Guðjónsson] í leikbanni þannig að það eru smá brotföll en við erum með gott lið,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Heiðar staðfesti við Fótbolta.net í gær að hann myndi ekki geta spilað meira með Stjörnunni í sumar. Leikur Stjörnunnar og FCK hefst klukkan 19:00 á Samsungvellinum í kvöld. Hann verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira