Landeigendur vilja að Umhverfisstofnun loki gönguleiðum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júlí 2018 19:00 Landeigendur hafa óskað eftir því við Umhverfisstofnun að hún nýti heimildir til þess að loka gönguleiðum meðfram Brúará í Biskupstungum. Uppbygging göngustíga á svæðinu er í uppnámi en vinsældir svæðisins fara stöðugt vaxandi.„Brúarfoss er ekki einu sinni merktur á venjuleg landakort og að honum liggur enginn bílvegur,“ sagði Kristján Már Unnarsson þegar hann fjallaði fyrst um vinsældir svæðisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl í fyrra en þær eru tilkomnar vegna myndbirtinga og umsagna á netinu. Svæðið er orðið afar vinsælt útivistarsvæði. Vinsældirnar hafa hvergi dvínað. Eigendur segja að á þriðja hundrað manns gangi meðfram Brúará á hverjum degi og eðlilega lætur landið á sjá. Fossarnir þrír, Brúarfoss, Miðfoss og Hlauptungufoss í Brúará halda áfram að laða að sér ferðamenn en nú er svo komið að hluti landeigenda finnst nóg um. Rúnar Gunnarsson, á Efri Reykjum á land að Brúará og hefur í samvinnu við sveitarfélagið reynt að byggja upp svæðið til þess að stýra ágangi náttúruunnenda og til þess fékk hann styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess að byggja upp göngustíga á svæðinu. Land Efri Reykja nær nokkuð upp með ánni en til þess að flækja málin eiga landeigendur að Ártungu svæði sem kemur á milli og brýtur upp áðurnefnt svæði Efri Reykja.Rúnar Gunnarsson, landeigandi að Efri Reykjum hefur áhyggjur af frekari ároðningi á svæðinu eftir lokun annarra eigenda að svæðinu.Vísir/Einar"Fólk fer núna af þessum stíg sem hefur verið til staðar og leitar núna í austurátt þannig að það verður einhver átroðningur sem því fylgir en það verður að tækla það einhvern veginn," segir Rúnar Gunnarsson, landeigandi að Efri Reykjum. Á meðan fréttastofa skoðaði aðstæður voru þar ferðamenn sem lendu í vanda þar sem núverandi leið hefur verið lokað, leið sem er að finna á vinsælum ferðasíðum sem lýsa svæðinu. „Það er enginn stígur til austurs þannig að menn eru að fara út um allt ,“ segir Rúnar. Rúnar vonast til að ásættanleg lausn finnst sem fyrst svo hægt sé að halda uppbyggingu áfram, sem hann segir ekki gerða með hagnaðarsjónarmiði heldur til þess að stýra ágangi. Málið er komið inn á borð Umhverfisstofnunar sem ætlar að skoða aðstæður eftir helgi en lögmæti lokunarinnar eru óljós. Landeigendur hafa óskað eftir því við stofnunina að hún nýti heimildir sínar til þess að loka svæðinu og verður það meðal annars skoðað eftir helgi. „Ég mundi helst vilja sjá þessa leið opnaða aftur. Þetta er langsamlega skemmtilegasta leiðin fyrir fólk að labba, upp með ánni og í náttúrunni. Það verður einhver annar en ég að ráða því hvernig það fer, segir Rúnar. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Bláskógabyggð Umhverfismál Tengdar fréttir Ásókn ferðamanna í Brúarfoss engu minni þrátt fyrir varhugarverðar aðstæður Fjöldi ferðamanna reynir enn að ganga upp að Brúarfossi þó að þykkur klaki liggi ofan í skógarstígnum sem liggur að honum. 12. mars 2018 15:15 Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Landeigendur hafa óskað eftir því við Umhverfisstofnun að hún nýti heimildir til þess að loka gönguleiðum meðfram Brúará í Biskupstungum. Uppbygging göngustíga á svæðinu er í uppnámi en vinsældir svæðisins fara stöðugt vaxandi.„Brúarfoss er ekki einu sinni merktur á venjuleg landakort og að honum liggur enginn bílvegur,“ sagði Kristján Már Unnarsson þegar hann fjallaði fyrst um vinsældir svæðisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl í fyrra en þær eru tilkomnar vegna myndbirtinga og umsagna á netinu. Svæðið er orðið afar vinsælt útivistarsvæði. Vinsældirnar hafa hvergi dvínað. Eigendur segja að á þriðja hundrað manns gangi meðfram Brúará á hverjum degi og eðlilega lætur landið á sjá. Fossarnir þrír, Brúarfoss, Miðfoss og Hlauptungufoss í Brúará halda áfram að laða að sér ferðamenn en nú er svo komið að hluti landeigenda finnst nóg um. Rúnar Gunnarsson, á Efri Reykjum á land að Brúará og hefur í samvinnu við sveitarfélagið reynt að byggja upp svæðið til þess að stýra ágangi náttúruunnenda og til þess fékk hann styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess að byggja upp göngustíga á svæðinu. Land Efri Reykja nær nokkuð upp með ánni en til þess að flækja málin eiga landeigendur að Ártungu svæði sem kemur á milli og brýtur upp áðurnefnt svæði Efri Reykja.Rúnar Gunnarsson, landeigandi að Efri Reykjum hefur áhyggjur af frekari ároðningi á svæðinu eftir lokun annarra eigenda að svæðinu.Vísir/Einar"Fólk fer núna af þessum stíg sem hefur verið til staðar og leitar núna í austurátt þannig að það verður einhver átroðningur sem því fylgir en það verður að tækla það einhvern veginn," segir Rúnar Gunnarsson, landeigandi að Efri Reykjum. Á meðan fréttastofa skoðaði aðstæður voru þar ferðamenn sem lendu í vanda þar sem núverandi leið hefur verið lokað, leið sem er að finna á vinsælum ferðasíðum sem lýsa svæðinu. „Það er enginn stígur til austurs þannig að menn eru að fara út um allt ,“ segir Rúnar. Rúnar vonast til að ásættanleg lausn finnst sem fyrst svo hægt sé að halda uppbyggingu áfram, sem hann segir ekki gerða með hagnaðarsjónarmiði heldur til þess að stýra ágangi. Málið er komið inn á borð Umhverfisstofnunar sem ætlar að skoða aðstæður eftir helgi en lögmæti lokunarinnar eru óljós. Landeigendur hafa óskað eftir því við stofnunina að hún nýti heimildir sínar til þess að loka svæðinu og verður það meðal annars skoðað eftir helgi. „Ég mundi helst vilja sjá þessa leið opnaða aftur. Þetta er langsamlega skemmtilegasta leiðin fyrir fólk að labba, upp með ánni og í náttúrunni. Það verður einhver annar en ég að ráða því hvernig það fer, segir Rúnar. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Bláskógabyggð Umhverfismál Tengdar fréttir Ásókn ferðamanna í Brúarfoss engu minni þrátt fyrir varhugarverðar aðstæður Fjöldi ferðamanna reynir enn að ganga upp að Brúarfossi þó að þykkur klaki liggi ofan í skógarstígnum sem liggur að honum. 12. mars 2018 15:15 Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Ásókn ferðamanna í Brúarfoss engu minni þrátt fyrir varhugarverðar aðstæður Fjöldi ferðamanna reynir enn að ganga upp að Brúarfossi þó að þykkur klaki liggi ofan í skógarstígnum sem liggur að honum. 12. mars 2018 15:15
Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45