Staða Landsbankans góð þó að arðgreiðslur séu hærri en hagnaður Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júlí 2018 17:46 VÍSIR/GVA Hagnaður Landsbankans var 11,6 milljarðar króna eftir skatt á fyrri helmingi þessa árs. Verði staðan svipuð á seinni hluta árs er ljóst að hagnaður ársins verður minni en arðgreiðslur bankans á sama tímabili. Á aðalfundi Landsbankans í mars var samþykkt að bankinn greiddi út arð sem nemur 24,8 milljörðum króna á þessu ári, sömu upphæð og árið áður. Samkvæmt arðgreiðslustefnu bankans er gert ráð fyrir að reglulegar arðgreiðslur verði að jafnaði 60-80% af hagnaði fyrra árs, fyrir utan sérstakar arðgreiðslur „til að auka hagkvæmni í fjármagnsskipan bankans“. Samkvæmt þeirri stefnu var ákveðið að greiða annars vegar rúmlega 15 milljarða arð (78% af hagnaði ársins) og hins vegar sérstakan arð sem nemur tæplega 9,5 milljörðum. Arðgreiðslur bankans frá 2013 eru þá orðnar samtals 131,7 milljarðar króna. Þessar upphæðir renna að mestu í ríkissjóð þar sem ríkið er aðaleigandi bankans. Samkvæmt nýbirtu uppgjöri bankans fyrir fyrri helming 2018 var bæði hagnaður og arðsemi eigin fjár aðeins minni en á sama tímabili í fyrra. Mest virðist muna um eins og hálfs milljarða samdrátt í „öðrum rekstrartekjum“, sem skýrist aðallega af óhagstæðum aðstæðum á verðbréfamörkuðum samkvæmt uppgjörinu. Eigið fé Landsbankans var 232,1 milljarður króna í lok júní og eiginfjárhlutfall 24,1%. Í tilkynningu bankans segir: „Útlán og innlán hjá Landsbankanum jukust talsvert milli tímabila sem endurspeglar bæði vaxandi umsvif í þjóðfélaginu og aukna markaðshlutdeild bankans sem mælist nú 37,9% meðal einstaklinga og 37,1% meðal fyrirtækja. Viðskipti Tengdar fréttir Landsbankinn greiðir út tæpa 25 milljarða í arð Ríkið fær nær allan arðinn í sinn hluti sem langstærsti eigandi bankans. 21. mars 2018 19:30 Ríkið fær 9 milljarða í sérstakri arðgreiðslu frá Landsbankanum Bankaráð Landsbankans, sem er að 98 prósenta hluta í eigu íslenska ríkisins, hefur lagt það til við aðalfund bankans, sem verður haldinn næstkomandi miðvikudag, að greiða sérstaka arðgreiðslu til hluthafa upp á samtals 9.456 milljónir króna. 15. mars 2018 06:00 Bónusgreiðslur hjá Landsbankanum brutu gegn lögum um fjármálafyrirtæki Fjármálaeftirlitið telur að kaupaukagreiðslur sem tíðkuðust í Landsbankanum á árunum 2014-2016 hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem engu kaupaukakerfi hafi verið til að dreifa hjá bankanum. FME mun hins vegar ekki beita viðurlögum þar sem bankinn hefur þegar brugðist við athugasemdum eftirlitsins að mati þess. 5. apríl 2018 13:56 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Hagnaður Landsbankans var 11,6 milljarðar króna eftir skatt á fyrri helmingi þessa árs. Verði staðan svipuð á seinni hluta árs er ljóst að hagnaður ársins verður minni en arðgreiðslur bankans á sama tímabili. Á aðalfundi Landsbankans í mars var samþykkt að bankinn greiddi út arð sem nemur 24,8 milljörðum króna á þessu ári, sömu upphæð og árið áður. Samkvæmt arðgreiðslustefnu bankans er gert ráð fyrir að reglulegar arðgreiðslur verði að jafnaði 60-80% af hagnaði fyrra árs, fyrir utan sérstakar arðgreiðslur „til að auka hagkvæmni í fjármagnsskipan bankans“. Samkvæmt þeirri stefnu var ákveðið að greiða annars vegar rúmlega 15 milljarða arð (78% af hagnaði ársins) og hins vegar sérstakan arð sem nemur tæplega 9,5 milljörðum. Arðgreiðslur bankans frá 2013 eru þá orðnar samtals 131,7 milljarðar króna. Þessar upphæðir renna að mestu í ríkissjóð þar sem ríkið er aðaleigandi bankans. Samkvæmt nýbirtu uppgjöri bankans fyrir fyrri helming 2018 var bæði hagnaður og arðsemi eigin fjár aðeins minni en á sama tímabili í fyrra. Mest virðist muna um eins og hálfs milljarða samdrátt í „öðrum rekstrartekjum“, sem skýrist aðallega af óhagstæðum aðstæðum á verðbréfamörkuðum samkvæmt uppgjörinu. Eigið fé Landsbankans var 232,1 milljarður króna í lok júní og eiginfjárhlutfall 24,1%. Í tilkynningu bankans segir: „Útlán og innlán hjá Landsbankanum jukust talsvert milli tímabila sem endurspeglar bæði vaxandi umsvif í þjóðfélaginu og aukna markaðshlutdeild bankans sem mælist nú 37,9% meðal einstaklinga og 37,1% meðal fyrirtækja.
Viðskipti Tengdar fréttir Landsbankinn greiðir út tæpa 25 milljarða í arð Ríkið fær nær allan arðinn í sinn hluti sem langstærsti eigandi bankans. 21. mars 2018 19:30 Ríkið fær 9 milljarða í sérstakri arðgreiðslu frá Landsbankanum Bankaráð Landsbankans, sem er að 98 prósenta hluta í eigu íslenska ríkisins, hefur lagt það til við aðalfund bankans, sem verður haldinn næstkomandi miðvikudag, að greiða sérstaka arðgreiðslu til hluthafa upp á samtals 9.456 milljónir króna. 15. mars 2018 06:00 Bónusgreiðslur hjá Landsbankanum brutu gegn lögum um fjármálafyrirtæki Fjármálaeftirlitið telur að kaupaukagreiðslur sem tíðkuðust í Landsbankanum á árunum 2014-2016 hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem engu kaupaukakerfi hafi verið til að dreifa hjá bankanum. FME mun hins vegar ekki beita viðurlögum þar sem bankinn hefur þegar brugðist við athugasemdum eftirlitsins að mati þess. 5. apríl 2018 13:56 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Landsbankinn greiðir út tæpa 25 milljarða í arð Ríkið fær nær allan arðinn í sinn hluti sem langstærsti eigandi bankans. 21. mars 2018 19:30
Ríkið fær 9 milljarða í sérstakri arðgreiðslu frá Landsbankanum Bankaráð Landsbankans, sem er að 98 prósenta hluta í eigu íslenska ríkisins, hefur lagt það til við aðalfund bankans, sem verður haldinn næstkomandi miðvikudag, að greiða sérstaka arðgreiðslu til hluthafa upp á samtals 9.456 milljónir króna. 15. mars 2018 06:00
Bónusgreiðslur hjá Landsbankanum brutu gegn lögum um fjármálafyrirtæki Fjármálaeftirlitið telur að kaupaukagreiðslur sem tíðkuðust í Landsbankanum á árunum 2014-2016 hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem engu kaupaukakerfi hafi verið til að dreifa hjá bankanum. FME mun hins vegar ekki beita viðurlögum þar sem bankinn hefur þegar brugðist við athugasemdum eftirlitsins að mati þess. 5. apríl 2018 13:56