PewDiePie biðst afsökunar á „ónærgætnu“ gríni um Demi Lovato Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2018 18:00 Rúmlega 64,5 milljónir fylgjast með ævintýrum hins sænska á Youtube. Vísir/Getty Stærsta Youtube-stjarna heims, Svíinn Felix Kjellberg, hefur beðist afsökunar á gríni sem hann gerði á kostnað söngkonunnar Demi Lovato. Söngkonan var lögð inn á spítala á dögunum vegna ofneyslu fíkniefna og er nú á batavegi. Kjellberg, sem er hvað þekktastur sem PewDiePie, gantaðist með spítalainnlögnina á ljósmynd sem hann deildi með tugum milljóna fylgjenda sinna. Á myndinni mátti sjá söngkonuna biðja um peninga fyrir hamborgara - sem hún notaði svo til að kaupa fíkniefni. Fylgjendur PewDiePie brugðust ókvæða við myndbirtingunni og gagnrýndu hetjuna sína harðlega. Að endingu fjarlægði Svíinn myndina og baðst innilegrar afsökunar. „Eyddi myndinni. Ég meinti ekki neitt með henni og ég áttaði mig ekki fyllilega á aðstæðum,“ sagði PewDiePie. „Ég fatta núna að hún var ónærgætin, fyrirgefiði!“ Youtube-stjarnan ratar reglulega í fréttirnar fyrir óvarleg ummæli sín og umdeildar yfirlýsingar. Svíinn var til að mynda gagnrýndur harðlega í fyrra fyrir það sem talið var vera gyðinga- og kynþáttahatur. Hann hefur þó ætíð verið fljótur að biðjast afsökunar þegar netheimar snúast gegn honum. Alls fylgja rúmlega 64,5 milljónir manna með uppátækjum PewDiePie á Youtube - sem gerir hann að vinsælasta efnisframleiðandanum á myndbandaveitunni. Miðlar vestanhafs greina frá því að Demi Lovato hafi samþykkt að fara í meðferð við vímuefnafíkn sinni. Hætt hefur verið við alla tónleika hennar og tónleikaferðalagi hennar um Mið- og Suður-Ameríku verið skotið á frest. Tónlist Tengdar fréttir Fjölskyldan óttaðist að Lovato væri komin í vondan félagsskap Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur áður talað opinskátt um fíkn og geðsjúkdóma. 28. júlí 2018 09:55 Demi Lovato var í mikilli lífshættu og er á leiðinni í meðferð Söngkonan Demi Lovato fer í meðferð þegar hún verður útskrifuð af Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles en þetta hefur CNN eftur áreiðanlegum heimildum. 27. júlí 2018 10:30 Stjörnurnar senda kveðjur til Lovato sem er komin til meðvitundar Bandaríska söngkonan Demi Lovato er komin til meðvitundar en hún var flutt á sjúkrahús í Los Angeles í gær vegna gruns um að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. 25. júlí 2018 10:30 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Stærsta Youtube-stjarna heims, Svíinn Felix Kjellberg, hefur beðist afsökunar á gríni sem hann gerði á kostnað söngkonunnar Demi Lovato. Söngkonan var lögð inn á spítala á dögunum vegna ofneyslu fíkniefna og er nú á batavegi. Kjellberg, sem er hvað þekktastur sem PewDiePie, gantaðist með spítalainnlögnina á ljósmynd sem hann deildi með tugum milljóna fylgjenda sinna. Á myndinni mátti sjá söngkonuna biðja um peninga fyrir hamborgara - sem hún notaði svo til að kaupa fíkniefni. Fylgjendur PewDiePie brugðust ókvæða við myndbirtingunni og gagnrýndu hetjuna sína harðlega. Að endingu fjarlægði Svíinn myndina og baðst innilegrar afsökunar. „Eyddi myndinni. Ég meinti ekki neitt með henni og ég áttaði mig ekki fyllilega á aðstæðum,“ sagði PewDiePie. „Ég fatta núna að hún var ónærgætin, fyrirgefiði!“ Youtube-stjarnan ratar reglulega í fréttirnar fyrir óvarleg ummæli sín og umdeildar yfirlýsingar. Svíinn var til að mynda gagnrýndur harðlega í fyrra fyrir það sem talið var vera gyðinga- og kynþáttahatur. Hann hefur þó ætíð verið fljótur að biðjast afsökunar þegar netheimar snúast gegn honum. Alls fylgja rúmlega 64,5 milljónir manna með uppátækjum PewDiePie á Youtube - sem gerir hann að vinsælasta efnisframleiðandanum á myndbandaveitunni. Miðlar vestanhafs greina frá því að Demi Lovato hafi samþykkt að fara í meðferð við vímuefnafíkn sinni. Hætt hefur verið við alla tónleika hennar og tónleikaferðalagi hennar um Mið- og Suður-Ameríku verið skotið á frest.
Tónlist Tengdar fréttir Fjölskyldan óttaðist að Lovato væri komin í vondan félagsskap Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur áður talað opinskátt um fíkn og geðsjúkdóma. 28. júlí 2018 09:55 Demi Lovato var í mikilli lífshættu og er á leiðinni í meðferð Söngkonan Demi Lovato fer í meðferð þegar hún verður útskrifuð af Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles en þetta hefur CNN eftur áreiðanlegum heimildum. 27. júlí 2018 10:30 Stjörnurnar senda kveðjur til Lovato sem er komin til meðvitundar Bandaríska söngkonan Demi Lovato er komin til meðvitundar en hún var flutt á sjúkrahús í Los Angeles í gær vegna gruns um að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. 25. júlí 2018 10:30 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Fjölskyldan óttaðist að Lovato væri komin í vondan félagsskap Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur áður talað opinskátt um fíkn og geðsjúkdóma. 28. júlí 2018 09:55
Demi Lovato var í mikilli lífshættu og er á leiðinni í meðferð Söngkonan Demi Lovato fer í meðferð þegar hún verður útskrifuð af Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles en þetta hefur CNN eftur áreiðanlegum heimildum. 27. júlí 2018 10:30
Stjörnurnar senda kveðjur til Lovato sem er komin til meðvitundar Bandaríska söngkonan Demi Lovato er komin til meðvitundar en hún var flutt á sjúkrahús í Los Angeles í gær vegna gruns um að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. 25. júlí 2018 10:30