Stefnir á að bæta Íslandsmetið Hjörvar Ólafsson skrifar 10. júlí 2018 08:30 Andrea Kolbeinsdóttir á meistaramóti ÍR. Andrea Kolbeinsdóttir keppir í undanrásum í 3.000 metra hindrunarhlaupi á heimsmeistaramótinu fyrir frjálsíþróttafólk sem er 20 ára eða yngra og haldið er í Tampere í Finnlandi þessa dagana. „Við tókum æfingu á keppnisvellinum í hádeginu í gær og það var mikil stemming. Það er mjög gaman að æfa á sama stað og sterkasta frjálsíþróttafólk í heimi í þessum aldursflokki. Í minni grein er til að mynda Keníubúinn Celliphine Chepteek Chespol mætt til leiks, en hún er besti keppandinn í þessari grein bara yfir höfuð, það er í fullorðinsflokki einnig,“ segir Andrea í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er með því stærsta sem ég hef gert á hlaupaferlinum, en þetta er á pari við það þegar ég setti Íslandsmet í hálfu maraþoni þegar ég keppti í fullorðinsflokki í greininni í Valencia í mars. Það er draumur minn að keppa einhvern tímann í heilu maraþoni og vonandi tekst mér það einn daginn. Markmið mitt í þessu móti er að bæta Íslandsmet mitt,“ segir Andrea sem náði lágmarki á mótið og bætti í leiðinni Íslandsmetið í júní síðastliðnum. Hún hljóp þá á 10:31,69 mínútum. Til samanburðar má nefna að Celliphine Chepteek Chespol sem þykir sigurstranglegust á mótinu hefur hlaupið best á 8:58,78 mínútum sem er næsthraðasti tími í greininni frá upphafi. Því fer Andrea með raunhæfar væntingar inn í mótið. „Mitt hlaupaprógramm miðast aðallega við það að hlaupa 5.000 metra og upp í hálft maraþon [21 kílómetra]. Þessi grein, 3.000 metra hindrunarhlaup, er skemmtileg viðbót sem ég æfi ekki alla jafna nema bara skömmu fyrir þau mót sem ég hyggst taka þátt í. Það verður erfitt að komast upp úr undanrásunum, en það eru um það bil 40 keppendur skráðir til leiks og 15 bestu tímarnir fara í úrslit. Það er fínt að sleppa við Chespol úr mínum riðli þar sem hún mun halda tempóinu mjög háu í sínum riðli. Mín taktík er að byrja ekki of skarpt, en reyna að halda þó í við fremstu keppendur og ná svo góðum endaspretti,“ segir Andrea um markmið sín fyrir mótið. Spennandi tímar eru fram undan hjá Andreu sem útskrifaðist sem stúdent úr Verslunarskóla Íslands í vor. Hún er þó svekkt yfir að missa af Reykjavíkurmaraþoninu sem hlaupið er í ágúst, en hún verður komin vestur um haf á þeim tíma. „Ég er á leiðinni í skóla í Bandaríkjunum í haust á frjálsíþróttastyrk. Förinni er heitið til Kaliforníu þar sem ég mun læra Health science [heilbrigðisvísindi] í CBU og æfa frjálsar íþróttir á fullu samhliða því. Þetta er grunnnám fyrir læknisfræði sem ég stefni á að læra í framhaldinu. Aðaláherslan þar ytra er á vegalengdir upp að 10.000 metrum, þannig að ég mun einblína á það. Það verður leiðinlegt að missa af Reykjavíkurmaraþoninu, en það verður hins vegar gaman að hefja nýja áskorun á skemmtilegum stað,“ segir Andrea um framhaldið.Hjörvar Ólafsson Frjálsar íþróttir Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Sjá meira
Andrea Kolbeinsdóttir keppir í undanrásum í 3.000 metra hindrunarhlaupi á heimsmeistaramótinu fyrir frjálsíþróttafólk sem er 20 ára eða yngra og haldið er í Tampere í Finnlandi þessa dagana. „Við tókum æfingu á keppnisvellinum í hádeginu í gær og það var mikil stemming. Það er mjög gaman að æfa á sama stað og sterkasta frjálsíþróttafólk í heimi í þessum aldursflokki. Í minni grein er til að mynda Keníubúinn Celliphine Chepteek Chespol mætt til leiks, en hún er besti keppandinn í þessari grein bara yfir höfuð, það er í fullorðinsflokki einnig,“ segir Andrea í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er með því stærsta sem ég hef gert á hlaupaferlinum, en þetta er á pari við það þegar ég setti Íslandsmet í hálfu maraþoni þegar ég keppti í fullorðinsflokki í greininni í Valencia í mars. Það er draumur minn að keppa einhvern tímann í heilu maraþoni og vonandi tekst mér það einn daginn. Markmið mitt í þessu móti er að bæta Íslandsmet mitt,“ segir Andrea sem náði lágmarki á mótið og bætti í leiðinni Íslandsmetið í júní síðastliðnum. Hún hljóp þá á 10:31,69 mínútum. Til samanburðar má nefna að Celliphine Chepteek Chespol sem þykir sigurstranglegust á mótinu hefur hlaupið best á 8:58,78 mínútum sem er næsthraðasti tími í greininni frá upphafi. Því fer Andrea með raunhæfar væntingar inn í mótið. „Mitt hlaupaprógramm miðast aðallega við það að hlaupa 5.000 metra og upp í hálft maraþon [21 kílómetra]. Þessi grein, 3.000 metra hindrunarhlaup, er skemmtileg viðbót sem ég æfi ekki alla jafna nema bara skömmu fyrir þau mót sem ég hyggst taka þátt í. Það verður erfitt að komast upp úr undanrásunum, en það eru um það bil 40 keppendur skráðir til leiks og 15 bestu tímarnir fara í úrslit. Það er fínt að sleppa við Chespol úr mínum riðli þar sem hún mun halda tempóinu mjög háu í sínum riðli. Mín taktík er að byrja ekki of skarpt, en reyna að halda þó í við fremstu keppendur og ná svo góðum endaspretti,“ segir Andrea um markmið sín fyrir mótið. Spennandi tímar eru fram undan hjá Andreu sem útskrifaðist sem stúdent úr Verslunarskóla Íslands í vor. Hún er þó svekkt yfir að missa af Reykjavíkurmaraþoninu sem hlaupið er í ágúst, en hún verður komin vestur um haf á þeim tíma. „Ég er á leiðinni í skóla í Bandaríkjunum í haust á frjálsíþróttastyrk. Förinni er heitið til Kaliforníu þar sem ég mun læra Health science [heilbrigðisvísindi] í CBU og æfa frjálsar íþróttir á fullu samhliða því. Þetta er grunnnám fyrir læknisfræði sem ég stefni á að læra í framhaldinu. Aðaláherslan þar ytra er á vegalengdir upp að 10.000 metrum, þannig að ég mun einblína á það. Það verður leiðinlegt að missa af Reykjavíkurmaraþoninu, en það verður hins vegar gaman að hefja nýja áskorun á skemmtilegum stað,“ segir Andrea um framhaldið.Hjörvar Ólafsson
Frjálsar íþróttir Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Sjá meira