Haukur Harðar lýsir úrslitaleiknum Benedikt Bóas skrifar 10. júlí 2018 06:00 Haukur Harðarson og Guðmundur Benediktsson hafa skilað mótinu heim í stofu landsmanna með sóma. Guðmundur sest á bekkinn eftir undanúrslitin en hann er þekktasti íþróttalýsir landsins fyrr og síðar Vísir/Getty Haukur Harðarson mun lýsa úrslitaleiknum á Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Bjarni Guðjónsson mun lýsa með honum en gestastofan yfir úrslitaleiknum er í örlitlu limbói því Eiði Smára Guðjohnsen hefur verið boðið hlutverk knattspyrnuspekings erlendis. Eiður hefur staðið sig vel sem knattspyrnuspekingur og talar auk þess fjölmörg tungumál reiprennandi. Það kemur því ekki á óvart að erlendar stöðvar falist eftir kröftum hans. Haukur segist stoltur af því að fá að lýsa úrslitaleiknum og segir að undirbúningur sé mótið sjálft. „Maður hefur horft á hvern einasta leik og maður trúir varla að maður sé í vinnunni, þetta er búið að vera það skemmtilegt. Ég hef stundum sagt að þetta sé eins og að læra undir próf í fagi sem maður kann mikið um fyrir. Það þarf að kafa svolítið djúpt og vera með fullt af punktum og fróðleik sem maður notar ekki nema að litlum hluta. Ég er yfirleitt með fleiri punkta en ég sé fram á að nota.“ Bjarni og Haukur hafa áður lýst saman og myndað gott lýsingarteymi. „Með þessu er verið að stækka útsendinguna og gera hana hátíðlegri.“ Haukur segir að hann muni vera mættur til vinnu snemma á sunnudag til að undirbúa sig sem best fyrir leikinn. „Ég held að ég fari í heita sturtu og fái mér jafnvel te með hunangi, eitthvað sem ég geri aldrei. Aðeins að mýkja röddina. Álagsmeiðslin koma víða fram,“ segir hann og hlær. Hauki er boðið í brúðkaup á laugardag og ætlar hann að haga sér vel. Vera kominn snemma heim enda ekki í boði að mæta illa fyrirkallaður í svona útsendingu. „Ég verð rólegur og á bíl,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Flestir Færeyingar halda með Íslandi á yfirstandandi heimsmeistaramóti. Fjöldi manns horfir á leikinn á útiskjá í Þórshöfn. Danskir lýsendur þóttu leiðinlegir og verður skipt út í dag. Færeyingar gætu átt raunhæfan séns á að verða fámennasta þjóð til að komast á stórmót. 22. júní 2018 08:00 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira
Haukur Harðarson mun lýsa úrslitaleiknum á Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Bjarni Guðjónsson mun lýsa með honum en gestastofan yfir úrslitaleiknum er í örlitlu limbói því Eiði Smára Guðjohnsen hefur verið boðið hlutverk knattspyrnuspekings erlendis. Eiður hefur staðið sig vel sem knattspyrnuspekingur og talar auk þess fjölmörg tungumál reiprennandi. Það kemur því ekki á óvart að erlendar stöðvar falist eftir kröftum hans. Haukur segist stoltur af því að fá að lýsa úrslitaleiknum og segir að undirbúningur sé mótið sjálft. „Maður hefur horft á hvern einasta leik og maður trúir varla að maður sé í vinnunni, þetta er búið að vera það skemmtilegt. Ég hef stundum sagt að þetta sé eins og að læra undir próf í fagi sem maður kann mikið um fyrir. Það þarf að kafa svolítið djúpt og vera með fullt af punktum og fróðleik sem maður notar ekki nema að litlum hluta. Ég er yfirleitt með fleiri punkta en ég sé fram á að nota.“ Bjarni og Haukur hafa áður lýst saman og myndað gott lýsingarteymi. „Með þessu er verið að stækka útsendinguna og gera hana hátíðlegri.“ Haukur segir að hann muni vera mættur til vinnu snemma á sunnudag til að undirbúa sig sem best fyrir leikinn. „Ég held að ég fari í heita sturtu og fái mér jafnvel te með hunangi, eitthvað sem ég geri aldrei. Aðeins að mýkja röddina. Álagsmeiðslin koma víða fram,“ segir hann og hlær. Hauki er boðið í brúðkaup á laugardag og ætlar hann að haga sér vel. Vera kominn snemma heim enda ekki í boði að mæta illa fyrirkallaður í svona útsendingu. „Ég verð rólegur og á bíl,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Flestir Færeyingar halda með Íslandi á yfirstandandi heimsmeistaramóti. Fjöldi manns horfir á leikinn á útiskjá í Þórshöfn. Danskir lýsendur þóttu leiðinlegir og verður skipt út í dag. Færeyingar gætu átt raunhæfan séns á að verða fámennasta þjóð til að komast á stórmót. 22. júní 2018 08:00 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira
Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Flestir Færeyingar halda með Íslandi á yfirstandandi heimsmeistaramóti. Fjöldi manns horfir á leikinn á útiskjá í Þórshöfn. Danskir lýsendur þóttu leiðinlegir og verður skipt út í dag. Færeyingar gætu átt raunhæfan séns á að verða fámennasta þjóð til að komast á stórmót. 22. júní 2018 08:00