Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Stefán Ó. Jónsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 10. júlí 2018 12:00 Hér má sjá hluta hópsins sem setið hefur fastur í hellinum undanfarna 17 sólarhringa. Facebook Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. Björgunin er afrakstur aðgerða sem staðið hafa yfir í þrjá sólarhringa. Þetta kemur fram í beinni textalýsingu Guardian af björgunaraðgerðunum en vísað er í færslu af Facebook-síðu taílenska sjóhersins þar sem greint er frá því að öllum hafi verið bjargað. Enn eru fjórir inni í hellinum, læknirinn og þrír kafarar úr taílenska sjóhernum sem hafa verið drengjunum og þjálfara þeirra til halds og trausts síðustu daga. Alþjóðasamfélagið hefur fylgst grannt með því hvernig drengirnir hafa hver af öðrum komið upp úr hellinum í fylgd sérþjálfaðra kafara. Á meðal þeirra sem hafa fylgst með gangi mála er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, en samkvæmt textalýsingu Guardian var hún fyrsti ráðamaðurinn í heiminum til þess að fagna fréttunum.Today, hope, compassion, and courage has won. Warmest wishes for a speedy recovery to all of you brave boys from your friends in Iceland. #ThaiCaveRescue— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) July 10, 2018 Fjórum drengjum var bjargað á sunnudag, öðrum fjórum í gær og síðasta hluta hópsins var fylgt út úr hellinum í dag. Hópurinn hafði komið sér fyrir á klettasyllu í um 4 kílómetra fjarlægð frá hellismunnanum þangað sem þeir leituðu þann 23. júní síðastliðinn. Lokahnykkurinn í björgunaraðgerðunum hófst klukkan 10:08 að staðartíma, eða klukkan 3:08 í nótt að íslenskum tíma. Það tók því um níu klukkustundir að koma síðustu drengjunum og þjálfara þeirra út en nítján kafarar fóru inn í hellinn í nótt til björgunaraðgerða. Drengirnir jafnt sem þjálfarinn eru við ágæta heilsu og eru þeir ýmist komnir undir læknishendur eða verið að flytja þá á sjúkrahús. Þeir hafa þó þurft að vera í einangrun af ótta við að þeir kunni að hafa nælt sér í smitsjúkdóma.Cheers, applause, relief at the volunteer site #ThamLuangCave pic.twitter.com/vao6YEih8S— michael safi (@safimichael) July 10, 2018 Þeir munu dvelja hið minnsta í viku í viðbót á sjúkrahúsinu. Það þýðir að þeir geta ekki verið viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer um næstu helgi - eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Hér að neðan má sjá myndband sem eiginkona eins þjálfara fóboltaliðsins, þó ekki þess sem er fastur í hellinum, birti á Facebook-síðu sinni í gær. Þar má sjá áður óséðar myndir af drengjunum sem fastir voru, sem og þjálfaranum sem fylgdi þeim ofan í hellinn.Fréttin hefur verið uppfærð. Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Ellefu komnir út, aðeins tveir eftir Það sem af er degi hefur þremur drengjum verið bjargað upp úr hellakerfinu í Tælandi. 10. júlí 2018 09:42 Nítján kafarar komnir inn í hellinn Vonast er til að fótboltaþjálfaranum og síðustu drengjunum fjórum sem eftir eru í hellinum í norðurhluta Tælands verði bjargað í dag. 10. júlí 2018 06:24 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. Björgunin er afrakstur aðgerða sem staðið hafa yfir í þrjá sólarhringa. Þetta kemur fram í beinni textalýsingu Guardian af björgunaraðgerðunum en vísað er í færslu af Facebook-síðu taílenska sjóhersins þar sem greint er frá því að öllum hafi verið bjargað. Enn eru fjórir inni í hellinum, læknirinn og þrír kafarar úr taílenska sjóhernum sem hafa verið drengjunum og þjálfara þeirra til halds og trausts síðustu daga. Alþjóðasamfélagið hefur fylgst grannt með því hvernig drengirnir hafa hver af öðrum komið upp úr hellinum í fylgd sérþjálfaðra kafara. Á meðal þeirra sem hafa fylgst með gangi mála er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, en samkvæmt textalýsingu Guardian var hún fyrsti ráðamaðurinn í heiminum til þess að fagna fréttunum.Today, hope, compassion, and courage has won. Warmest wishes for a speedy recovery to all of you brave boys from your friends in Iceland. #ThaiCaveRescue— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) July 10, 2018 Fjórum drengjum var bjargað á sunnudag, öðrum fjórum í gær og síðasta hluta hópsins var fylgt út úr hellinum í dag. Hópurinn hafði komið sér fyrir á klettasyllu í um 4 kílómetra fjarlægð frá hellismunnanum þangað sem þeir leituðu þann 23. júní síðastliðinn. Lokahnykkurinn í björgunaraðgerðunum hófst klukkan 10:08 að staðartíma, eða klukkan 3:08 í nótt að íslenskum tíma. Það tók því um níu klukkustundir að koma síðustu drengjunum og þjálfara þeirra út en nítján kafarar fóru inn í hellinn í nótt til björgunaraðgerða. Drengirnir jafnt sem þjálfarinn eru við ágæta heilsu og eru þeir ýmist komnir undir læknishendur eða verið að flytja þá á sjúkrahús. Þeir hafa þó þurft að vera í einangrun af ótta við að þeir kunni að hafa nælt sér í smitsjúkdóma.Cheers, applause, relief at the volunteer site #ThamLuangCave pic.twitter.com/vao6YEih8S— michael safi (@safimichael) July 10, 2018 Þeir munu dvelja hið minnsta í viku í viðbót á sjúkrahúsinu. Það þýðir að þeir geta ekki verið viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer um næstu helgi - eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Hér að neðan má sjá myndband sem eiginkona eins þjálfara fóboltaliðsins, þó ekki þess sem er fastur í hellinum, birti á Facebook-síðu sinni í gær. Þar má sjá áður óséðar myndir af drengjunum sem fastir voru, sem og þjálfaranum sem fylgdi þeim ofan í hellinn.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Ellefu komnir út, aðeins tveir eftir Það sem af er degi hefur þremur drengjum verið bjargað upp úr hellakerfinu í Tælandi. 10. júlí 2018 09:42 Nítján kafarar komnir inn í hellinn Vonast er til að fótboltaþjálfaranum og síðustu drengjunum fjórum sem eftir eru í hellinum í norðurhluta Tælands verði bjargað í dag. 10. júlí 2018 06:24 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Ellefu komnir út, aðeins tveir eftir Það sem af er degi hefur þremur drengjum verið bjargað upp úr hellakerfinu í Tælandi. 10. júlí 2018 09:42
Nítján kafarar komnir inn í hellinn Vonast er til að fótboltaþjálfaranum og síðustu drengjunum fjórum sem eftir eru í hellinum í norðurhluta Tælands verði bjargað í dag. 10. júlí 2018 06:24