Fótboltinn kominn heim og á toppinn í Bretlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2018 14:19 Stuðningsmaður enska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Moskvu. Vísir/Getty Eitt helsta stuðningslag breska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Three Lions, hefur náð fyrsta sæti á spilunarlistum í Bretlandi eftir sigur enska landsliðsins á Svíum síðastliðinn laugardag. Með sigrinum tryggðu Englendingar sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem haldið er í Rússlandi um þessar mundir. Samkvæmt frétt Independent var lagið, í flutningi Baddiel, Skinnar & the Lighning Seeds, spilað yfir milljón sinnum á streymisveitunni Spotify á laugardaginn. Þá trónaði lagið á toppi lagalista veitunnar eftir sigurinn. Þá náðu Ljónin þrjú einnig fyrsta sæti á hinum breska Big Top 40-vinsældarlista í kjölfar frækinnar frammistöðu liðsins og rauk þannig upp um 32 sæti. Lagið var samið árið 1996 í tilefni þess að Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu var haldið á Englandi það ár. Þá stimplaði það sig rækilega inn hjá enskum stuðningsmönnum eftir að Englendingar unnu Skota 2-0 á mótinu. Að því er segir í frétt Independent létu Ljónin þrjú lítið á sér kræla eftir laka frammistöðu liðsins gegn Úrúgvæ og Íslandi síðustu ár. Ensku stuðningsmennirnir hafa þó bersýnilega tekið lagið aftur í sátt, og það rækilega, eftir besta árangur landsliðsins á stórmóti í áraraðir. Næsti leikur liðsins er á morgun, miðvikudag, þegar England mætir Króatíu í seinni undanúrslitaleik mótsins. HM 2018 í Rússlandi Tónlist Tengdar fréttir Southgate lét enska liðið horfa á Íslandsleikinn fyrir HM Englendingar spila til undanúrslita á HM í Rússlandi annað kvöld. Fyrir tveimur árum síðan fékk enska liðið mikinn skell þegar Íslendingar slógu þá út í 16-liða úrslitum á EM. Gareth Southgate neyddi liðið til þess að horfa á Íslandsleikinn fyrir HM. 10. júlí 2018 07:00 Mandzukic: Enginn ótti í króatíska liðinu England og Króatía mætast í undanúrslitum HM í fótbolta á morgun, miðvikudag. Framherjinn Mario Mandzukic segir leikinn svokallaðan „50/50“ leik, bæði lið eigi jafna möguleika á sigri. 10. júlí 2018 06:00 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Eitt helsta stuðningslag breska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Three Lions, hefur náð fyrsta sæti á spilunarlistum í Bretlandi eftir sigur enska landsliðsins á Svíum síðastliðinn laugardag. Með sigrinum tryggðu Englendingar sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem haldið er í Rússlandi um þessar mundir. Samkvæmt frétt Independent var lagið, í flutningi Baddiel, Skinnar & the Lighning Seeds, spilað yfir milljón sinnum á streymisveitunni Spotify á laugardaginn. Þá trónaði lagið á toppi lagalista veitunnar eftir sigurinn. Þá náðu Ljónin þrjú einnig fyrsta sæti á hinum breska Big Top 40-vinsældarlista í kjölfar frækinnar frammistöðu liðsins og rauk þannig upp um 32 sæti. Lagið var samið árið 1996 í tilefni þess að Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu var haldið á Englandi það ár. Þá stimplaði það sig rækilega inn hjá enskum stuðningsmönnum eftir að Englendingar unnu Skota 2-0 á mótinu. Að því er segir í frétt Independent létu Ljónin þrjú lítið á sér kræla eftir laka frammistöðu liðsins gegn Úrúgvæ og Íslandi síðustu ár. Ensku stuðningsmennirnir hafa þó bersýnilega tekið lagið aftur í sátt, og það rækilega, eftir besta árangur landsliðsins á stórmóti í áraraðir. Næsti leikur liðsins er á morgun, miðvikudag, þegar England mætir Króatíu í seinni undanúrslitaleik mótsins.
HM 2018 í Rússlandi Tónlist Tengdar fréttir Southgate lét enska liðið horfa á Íslandsleikinn fyrir HM Englendingar spila til undanúrslita á HM í Rússlandi annað kvöld. Fyrir tveimur árum síðan fékk enska liðið mikinn skell þegar Íslendingar slógu þá út í 16-liða úrslitum á EM. Gareth Southgate neyddi liðið til þess að horfa á Íslandsleikinn fyrir HM. 10. júlí 2018 07:00 Mandzukic: Enginn ótti í króatíska liðinu England og Króatía mætast í undanúrslitum HM í fótbolta á morgun, miðvikudag. Framherjinn Mario Mandzukic segir leikinn svokallaðan „50/50“ leik, bæði lið eigi jafna möguleika á sigri. 10. júlí 2018 06:00 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Southgate lét enska liðið horfa á Íslandsleikinn fyrir HM Englendingar spila til undanúrslita á HM í Rússlandi annað kvöld. Fyrir tveimur árum síðan fékk enska liðið mikinn skell þegar Íslendingar slógu þá út í 16-liða úrslitum á EM. Gareth Southgate neyddi liðið til þess að horfa á Íslandsleikinn fyrir HM. 10. júlí 2018 07:00
Mandzukic: Enginn ótti í króatíska liðinu England og Króatía mætast í undanúrslitum HM í fótbolta á morgun, miðvikudag. Framherjinn Mario Mandzukic segir leikinn svokallaðan „50/50“ leik, bæði lið eigi jafna möguleika á sigri. 10. júlí 2018 06:00