Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2018 09:03 Donald Trump mætti ásamt eiginkonu sinni Melaniu til Brussel í morgun. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem fram fer í Brussel. Forsetinn sakaði stjórnvöld í Berlín um að vera „strengjabrúður Rússa“ í ljósi þess að hátt hlutfall orkunnar sem notuð er í Þýskalandi er keypt frá Rússlandi. Samband ríkjanna væri því, að mati Trump, „óviðeigandi.“ Leiðtogar NATO hafa beðið með öndina í hálsinum undanfarna daga og velt vöngum yfir því hvað Trump myndi gera á fundinum. Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum sent hinum ýmsu leiðtogum NATO-ríkjanna pillur og kvartað yfir því hversu lítið hin ríkin greiða til varnarbandalagsins. Hafi fundarmenn verið í einhverjum vafa um hvað Trump myndi gera í Brussel þá þurftu þeir ekki að bíða lengi. Þó ekki séu nema nokkrar klukkustundir liðnar af fundinum hafa fréttaskýrendur lýst honum sem einum þeim „klofnasta“ sem haldinn hefur verið í 69 ára sögu bandalagsins. Fundirnir eru yfirleitt heldur formfastir og reglubundnir en svo virðist sem þessi fundur verði eitthvað allt annað. Trump kvartaði á fundinum í morgun yfir því að fjölmargir framámenn í þýskum stjórnmálum hafi sagt skilið við pólítíkina og farið að vinna fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Það þætti honum einnig gríðarlega óviðeigandi. „Þýskaland er undir fullkominni stjórn Rússlands,“ sagði Trump.Sjá einnig: Trump verði að virða vini sínaÁrásir hans á Þýskaland eru raktar til óánægju hans með framlög stjórnvalda í Berlín til NATO-samstarfsins. Bandaríkjaforseti telur ótækt að ríki hans greiði langstærstan hluta kostnaðarins, sérstaklega í ljósi þess að Þjóðverjar verji aðeins um 1% af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála, samanborið við 3,5% Bandaríkjanna. „Mér finnst það ósanngjarnt,“ sagði Trump. Þjóðverjar hafa í hyggju að tvöfalda framlag sitt til varnarmála fyrir árið 2030. Það er ekki nóg að mati Trump. „Þeir gætu gert það á morgun,“ sagði forsetinn. Þá má jafnframt velta vöngum yfir því hvort að ofuráhersla Trump á tengsl Þýskalands og Rússlands sé tilraun til að dreifa athyglinni frá hans eigin Rússavandræðum. Forsetatíð Trump hefur liðið fyrir rannsókn Robert Mueller á íhlutun Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Hluti rannsóknarinnar lýtur að tengslum kosningaliðs Trump við rússneska auð- og ráðamenn. Á þriðja tug einstaklinga og þrjú fyrirtæki hafa verið ákærð í tengslum við rannsóknina og telja margir að hringurinn í kringum forsetann sé farinn að þrengjast. Trump hefur ætíð þrætt fyrir tengsl kosningabaráttu sinnar við Rússland og kallað rannsóknina stærstu nornaveiðar í nútímasögu bandarískra stjórnmála. Bandaríkin Donald Trump NATO Rússarannsóknin Tengdar fréttir Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00 Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41 Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem fram fer í Brussel. Forsetinn sakaði stjórnvöld í Berlín um að vera „strengjabrúður Rússa“ í ljósi þess að hátt hlutfall orkunnar sem notuð er í Þýskalandi er keypt frá Rússlandi. Samband ríkjanna væri því, að mati Trump, „óviðeigandi.“ Leiðtogar NATO hafa beðið með öndina í hálsinum undanfarna daga og velt vöngum yfir því hvað Trump myndi gera á fundinum. Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum sent hinum ýmsu leiðtogum NATO-ríkjanna pillur og kvartað yfir því hversu lítið hin ríkin greiða til varnarbandalagsins. Hafi fundarmenn verið í einhverjum vafa um hvað Trump myndi gera í Brussel þá þurftu þeir ekki að bíða lengi. Þó ekki séu nema nokkrar klukkustundir liðnar af fundinum hafa fréttaskýrendur lýst honum sem einum þeim „klofnasta“ sem haldinn hefur verið í 69 ára sögu bandalagsins. Fundirnir eru yfirleitt heldur formfastir og reglubundnir en svo virðist sem þessi fundur verði eitthvað allt annað. Trump kvartaði á fundinum í morgun yfir því að fjölmargir framámenn í þýskum stjórnmálum hafi sagt skilið við pólítíkina og farið að vinna fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Það þætti honum einnig gríðarlega óviðeigandi. „Þýskaland er undir fullkominni stjórn Rússlands,“ sagði Trump.Sjá einnig: Trump verði að virða vini sínaÁrásir hans á Þýskaland eru raktar til óánægju hans með framlög stjórnvalda í Berlín til NATO-samstarfsins. Bandaríkjaforseti telur ótækt að ríki hans greiði langstærstan hluta kostnaðarins, sérstaklega í ljósi þess að Þjóðverjar verji aðeins um 1% af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála, samanborið við 3,5% Bandaríkjanna. „Mér finnst það ósanngjarnt,“ sagði Trump. Þjóðverjar hafa í hyggju að tvöfalda framlag sitt til varnarmála fyrir árið 2030. Það er ekki nóg að mati Trump. „Þeir gætu gert það á morgun,“ sagði forsetinn. Þá má jafnframt velta vöngum yfir því hvort að ofuráhersla Trump á tengsl Þýskalands og Rússlands sé tilraun til að dreifa athyglinni frá hans eigin Rússavandræðum. Forsetatíð Trump hefur liðið fyrir rannsókn Robert Mueller á íhlutun Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Hluti rannsóknarinnar lýtur að tengslum kosningaliðs Trump við rússneska auð- og ráðamenn. Á þriðja tug einstaklinga og þrjú fyrirtæki hafa verið ákærð í tengslum við rannsóknina og telja margir að hringurinn í kringum forsetann sé farinn að þrengjast. Trump hefur ætíð þrætt fyrir tengsl kosningabaráttu sinnar við Rússland og kallað rannsóknina stærstu nornaveiðar í nútímasögu bandarískra stjórnmála.
Bandaríkin Donald Trump NATO Rússarannsóknin Tengdar fréttir Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00 Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41 Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00
Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41
Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34
Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57