Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2018 09:03 Donald Trump mætti ásamt eiginkonu sinni Melaniu til Brussel í morgun. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem fram fer í Brussel. Forsetinn sakaði stjórnvöld í Berlín um að vera „strengjabrúður Rússa“ í ljósi þess að hátt hlutfall orkunnar sem notuð er í Þýskalandi er keypt frá Rússlandi. Samband ríkjanna væri því, að mati Trump, „óviðeigandi.“ Leiðtogar NATO hafa beðið með öndina í hálsinum undanfarna daga og velt vöngum yfir því hvað Trump myndi gera á fundinum. Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum sent hinum ýmsu leiðtogum NATO-ríkjanna pillur og kvartað yfir því hversu lítið hin ríkin greiða til varnarbandalagsins. Hafi fundarmenn verið í einhverjum vafa um hvað Trump myndi gera í Brussel þá þurftu þeir ekki að bíða lengi. Þó ekki séu nema nokkrar klukkustundir liðnar af fundinum hafa fréttaskýrendur lýst honum sem einum þeim „klofnasta“ sem haldinn hefur verið í 69 ára sögu bandalagsins. Fundirnir eru yfirleitt heldur formfastir og reglubundnir en svo virðist sem þessi fundur verði eitthvað allt annað. Trump kvartaði á fundinum í morgun yfir því að fjölmargir framámenn í þýskum stjórnmálum hafi sagt skilið við pólítíkina og farið að vinna fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Það þætti honum einnig gríðarlega óviðeigandi. „Þýskaland er undir fullkominni stjórn Rússlands,“ sagði Trump.Sjá einnig: Trump verði að virða vini sínaÁrásir hans á Þýskaland eru raktar til óánægju hans með framlög stjórnvalda í Berlín til NATO-samstarfsins. Bandaríkjaforseti telur ótækt að ríki hans greiði langstærstan hluta kostnaðarins, sérstaklega í ljósi þess að Þjóðverjar verji aðeins um 1% af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála, samanborið við 3,5% Bandaríkjanna. „Mér finnst það ósanngjarnt,“ sagði Trump. Þjóðverjar hafa í hyggju að tvöfalda framlag sitt til varnarmála fyrir árið 2030. Það er ekki nóg að mati Trump. „Þeir gætu gert það á morgun,“ sagði forsetinn. Þá má jafnframt velta vöngum yfir því hvort að ofuráhersla Trump á tengsl Þýskalands og Rússlands sé tilraun til að dreifa athyglinni frá hans eigin Rússavandræðum. Forsetatíð Trump hefur liðið fyrir rannsókn Robert Mueller á íhlutun Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Hluti rannsóknarinnar lýtur að tengslum kosningaliðs Trump við rússneska auð- og ráðamenn. Á þriðja tug einstaklinga og þrjú fyrirtæki hafa verið ákærð í tengslum við rannsóknina og telja margir að hringurinn í kringum forsetann sé farinn að þrengjast. Trump hefur ætíð þrætt fyrir tengsl kosningabaráttu sinnar við Rússland og kallað rannsóknina stærstu nornaveiðar í nútímasögu bandarískra stjórnmála. Bandaríkin Donald Trump NATO Rússarannsóknin Tengdar fréttir Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00 Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41 Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem fram fer í Brussel. Forsetinn sakaði stjórnvöld í Berlín um að vera „strengjabrúður Rússa“ í ljósi þess að hátt hlutfall orkunnar sem notuð er í Þýskalandi er keypt frá Rússlandi. Samband ríkjanna væri því, að mati Trump, „óviðeigandi.“ Leiðtogar NATO hafa beðið með öndina í hálsinum undanfarna daga og velt vöngum yfir því hvað Trump myndi gera á fundinum. Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum sent hinum ýmsu leiðtogum NATO-ríkjanna pillur og kvartað yfir því hversu lítið hin ríkin greiða til varnarbandalagsins. Hafi fundarmenn verið í einhverjum vafa um hvað Trump myndi gera í Brussel þá þurftu þeir ekki að bíða lengi. Þó ekki séu nema nokkrar klukkustundir liðnar af fundinum hafa fréttaskýrendur lýst honum sem einum þeim „klofnasta“ sem haldinn hefur verið í 69 ára sögu bandalagsins. Fundirnir eru yfirleitt heldur formfastir og reglubundnir en svo virðist sem þessi fundur verði eitthvað allt annað. Trump kvartaði á fundinum í morgun yfir því að fjölmargir framámenn í þýskum stjórnmálum hafi sagt skilið við pólítíkina og farið að vinna fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Það þætti honum einnig gríðarlega óviðeigandi. „Þýskaland er undir fullkominni stjórn Rússlands,“ sagði Trump.Sjá einnig: Trump verði að virða vini sínaÁrásir hans á Þýskaland eru raktar til óánægju hans með framlög stjórnvalda í Berlín til NATO-samstarfsins. Bandaríkjaforseti telur ótækt að ríki hans greiði langstærstan hluta kostnaðarins, sérstaklega í ljósi þess að Þjóðverjar verji aðeins um 1% af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála, samanborið við 3,5% Bandaríkjanna. „Mér finnst það ósanngjarnt,“ sagði Trump. Þjóðverjar hafa í hyggju að tvöfalda framlag sitt til varnarmála fyrir árið 2030. Það er ekki nóg að mati Trump. „Þeir gætu gert það á morgun,“ sagði forsetinn. Þá má jafnframt velta vöngum yfir því hvort að ofuráhersla Trump á tengsl Þýskalands og Rússlands sé tilraun til að dreifa athyglinni frá hans eigin Rússavandræðum. Forsetatíð Trump hefur liðið fyrir rannsókn Robert Mueller á íhlutun Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Hluti rannsóknarinnar lýtur að tengslum kosningaliðs Trump við rússneska auð- og ráðamenn. Á þriðja tug einstaklinga og þrjú fyrirtæki hafa verið ákærð í tengslum við rannsóknina og telja margir að hringurinn í kringum forsetann sé farinn að þrengjast. Trump hefur ætíð þrætt fyrir tengsl kosningabaráttu sinnar við Rússland og kallað rannsóknina stærstu nornaveiðar í nútímasögu bandarískra stjórnmála.
Bandaríkin Donald Trump NATO Rússarannsóknin Tengdar fréttir Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00 Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41 Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00
Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41
Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34
Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57