Reyndi að ná góðri Instagram-mynd en var bitin af hákarli Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2018 16:36 Ein af myndunum af atvikinu sem tengdafaðir Zarutskie festi á filmu. Sauma þurfti nokkur spor í handlegg Zarutskie eftir árás hákarlsins. Mynd/Tom Bates Fyrirsætan og neminn Katarina Zarutskie komst í hann krappann í síðasta mánuði þegar hún reyndi að ná góðri mynd af sér fyrir Instagram í fríinu. Hin 19 ára Zarutskie var stödd á Bahamaeyjum, nánar tiltekið á Exuma-eyjaklasanum, og kom þar auga á fólk sem hafði stungið sér til sunds með nokkrum hákörlum. Hákarlarnir eru almennt gæfir og eru vinsælt myndefni ferðamanna á svæðinu. Zaruitskie ákvað því að ná mynd af sér með hákörlunum og skellti sér út í sjó, að fyrirmynd fjölda fólks ef marga má myndir frá svæðinu á Instagram. Ekki fór betur en svo að einn hákarlinn réðst til atlögu og beit Zarutskie í handlegginn. Árás hákarlsins náðist á myndum sem vakið hafa mikla athygli á samfélagsmiðlum. Zarutskie hlaut nokkuð stórt sár í átökunum en varð að öðru leyti ekki meint af viðskiptum sínum við dýrið. Eftir að fjallað var um myndirnar í bandarískum fjölmiðlum hefur Zarutskie, sem er alin upp í Kaliforníu, greint frá því að henni hafi borist fjöldi andstyggilegra athugasemda. Margir hafa sakað hana um grunnhyggni og þá þvertekur hún fyrir að hafa farið út í sjóinn þvert á boð og bönn. Hún hefur nú lokað Instagram-reikningi sínum fyrir ókunnugum en fjöldi kvenna hefur neyðst til að gera slíkt hið sama undanfarin misseri. Vísir greindi frá því síðast í gær að ung kona, sem varð óafvitandi viðfang „ástarsögu í beinni“, var hrakin af samfélagsmiðlum vegna áreitni af hálfu netverja. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Twitter-notendur hafa margir vakið máls á því að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. 10. júlí 2018 15:23 Óttaðist að verða dæmd fyrir að geta ekki gefið brjóst Khloé notast nú aðallega við þurrmjólk í pela til að næra dóttur sína en gefur henni auk þess brjóstamjólk meðfram pelagjöfum. 10. júlí 2018 23:25 Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Sjá meira
Fyrirsætan og neminn Katarina Zarutskie komst í hann krappann í síðasta mánuði þegar hún reyndi að ná góðri mynd af sér fyrir Instagram í fríinu. Hin 19 ára Zarutskie var stödd á Bahamaeyjum, nánar tiltekið á Exuma-eyjaklasanum, og kom þar auga á fólk sem hafði stungið sér til sunds með nokkrum hákörlum. Hákarlarnir eru almennt gæfir og eru vinsælt myndefni ferðamanna á svæðinu. Zaruitskie ákvað því að ná mynd af sér með hákörlunum og skellti sér út í sjó, að fyrirmynd fjölda fólks ef marga má myndir frá svæðinu á Instagram. Ekki fór betur en svo að einn hákarlinn réðst til atlögu og beit Zarutskie í handlegginn. Árás hákarlsins náðist á myndum sem vakið hafa mikla athygli á samfélagsmiðlum. Zarutskie hlaut nokkuð stórt sár í átökunum en varð að öðru leyti ekki meint af viðskiptum sínum við dýrið. Eftir að fjallað var um myndirnar í bandarískum fjölmiðlum hefur Zarutskie, sem er alin upp í Kaliforníu, greint frá því að henni hafi borist fjöldi andstyggilegra athugasemda. Margir hafa sakað hana um grunnhyggni og þá þvertekur hún fyrir að hafa farið út í sjóinn þvert á boð og bönn. Hún hefur nú lokað Instagram-reikningi sínum fyrir ókunnugum en fjöldi kvenna hefur neyðst til að gera slíkt hið sama undanfarin misseri. Vísir greindi frá því síðast í gær að ung kona, sem varð óafvitandi viðfang „ástarsögu í beinni“, var hrakin af samfélagsmiðlum vegna áreitni af hálfu netverja.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Twitter-notendur hafa margir vakið máls á því að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. 10. júlí 2018 15:23 Óttaðist að verða dæmd fyrir að geta ekki gefið brjóst Khloé notast nú aðallega við þurrmjólk í pela til að næra dóttur sína en gefur henni auk þess brjóstamjólk meðfram pelagjöfum. 10. júlí 2018 23:25 Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Sjá meira
Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Twitter-notendur hafa margir vakið máls á því að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. 10. júlí 2018 15:23
Óttaðist að verða dæmd fyrir að geta ekki gefið brjóst Khloé notast nú aðallega við þurrmjólk í pela til að næra dóttur sína en gefur henni auk þess brjóstamjólk meðfram pelagjöfum. 10. júlí 2018 23:25
Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09