Aldraðir bíða enn eftir nýrri gjaldskrá vegna tannlækninga Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. júlí 2018 08:30 Í fjárlögum yfirstandandi árs er gert ráð fyrir 500 milljónum í auknar endurgreiðslur vegna tannlækninga öryrkja og aldraðra. Samningaviðræður vegna þessa eru enn ekki hafnar. VÍSIR/VILHELM Samningaviðræður Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna um nýja gjaldskrá fyrir öryrkja og aldraða eru enn ekki hafnar þrátt fyrir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi veitt stofnuninni umboð til viðræðnanna í byrjun maí. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum stendur til að birta forauglýsingu um fyrirhuguð kaup á umræddri þjónustu nú í vikunni. Skylt er að forauglýsa eða auglýsa útboð á kaupum á heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum um opinber innkaup. Frá því að forauglýsing er birt þurfa að líða minnst 35 dagar þangað til samningaviðræður geta hafist. „Staðan er einfaldlega sú að við höfum ekki verið boðuð á neina fundi enda ekki búið að auglýsa kaupin á þjónustunni. Við erum tilbúin í þessar viðræður. Þetta stendur því ekki á okkur og við erum mjög jákvæð gagnvart þessu,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Aðspurð segir hún að hennar björtustu vonir standi til að málið geti klárast snemma í haust. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir það ábyrgðarlaust fyrirhyggjuleysi hjá stjórnvöldum að Sjúkratryggingar hafi enn ekki auglýst þjónustukaupin þar sem málið hafi legið fyrir frá áramótum. „Fjöldi fólks sem hefur lítið sem ekkert á milla handanna hefur neitað sér um tannlæknaþjónustu vegna þess að væntingar voru um að samningar yrðu kláraðir um mitt árið. Þetta ætti að vera klárt núna og fólk byrjað að fá þessa þjónustu,“ segir Þuríður. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, er einnig ósátt við þennan seinagang. „Þessi vinnubrögð valda mér miklum vonbrigðum. Eldri borgarar hafi beðið frá 2004 eftir réttlátari niðurgreiðslum varðandi tannlæknaþjónustu. Vandi þeirra sem bíða hefur farið sívaxandi,“ segir Þórunn. Starfshópur um tannheilsu elli- og örorkulífeyrisþega skilaði tillögum til ráðherra í apríl síðastliðnum. Hópurinn setti í forgang tillögu um að endurgreiðslur vegna tannlæknakostnaðar öryrkja og aldraðra yrðu raunverulega í samræmi við ákvæði reglugerðar. Samkvæmt umræddri reglugerð á að niðurgreiða 75 prósent kostnaðar hjá öryrkjum og öldruðum sem frá greidda tekjutryggingu frá Tryggingastofnun. Raunin er hins vegar sú að þessar endurgreiðslur nema aðeins um fjórðungi þar sem gjaldskrá Sjúkratrygginga hefur haldist óbreytt frá 2004. Samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs eru 500 milljónir króna til ráðstöfunar til þess að mæta auknum endurgreiðslum vegna tannlækninga öryrkja og aldraðra. Heilbrigðisráðherra sagði í maí að um væri að ræða mikilvægt og tímabært skref þar sem þessir hópar hefðu allt of lengi borið skarðan hlut frá borði. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gjaldfrjálsar tannlækningar barna komnar að fullu til framkvæmda Innleiðingunni lauk 1. janúar síðastliðinn. 3. janúar 2018 14:52 Móta tillögur um lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja. 1. mars 2018 18:07 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Samningaviðræður Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna um nýja gjaldskrá fyrir öryrkja og aldraða eru enn ekki hafnar þrátt fyrir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi veitt stofnuninni umboð til viðræðnanna í byrjun maí. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum stendur til að birta forauglýsingu um fyrirhuguð kaup á umræddri þjónustu nú í vikunni. Skylt er að forauglýsa eða auglýsa útboð á kaupum á heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum um opinber innkaup. Frá því að forauglýsing er birt þurfa að líða minnst 35 dagar þangað til samningaviðræður geta hafist. „Staðan er einfaldlega sú að við höfum ekki verið boðuð á neina fundi enda ekki búið að auglýsa kaupin á þjónustunni. Við erum tilbúin í þessar viðræður. Þetta stendur því ekki á okkur og við erum mjög jákvæð gagnvart þessu,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Aðspurð segir hún að hennar björtustu vonir standi til að málið geti klárast snemma í haust. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir það ábyrgðarlaust fyrirhyggjuleysi hjá stjórnvöldum að Sjúkratryggingar hafi enn ekki auglýst þjónustukaupin þar sem málið hafi legið fyrir frá áramótum. „Fjöldi fólks sem hefur lítið sem ekkert á milla handanna hefur neitað sér um tannlæknaþjónustu vegna þess að væntingar voru um að samningar yrðu kláraðir um mitt árið. Þetta ætti að vera klárt núna og fólk byrjað að fá þessa þjónustu,“ segir Þuríður. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, er einnig ósátt við þennan seinagang. „Þessi vinnubrögð valda mér miklum vonbrigðum. Eldri borgarar hafi beðið frá 2004 eftir réttlátari niðurgreiðslum varðandi tannlæknaþjónustu. Vandi þeirra sem bíða hefur farið sívaxandi,“ segir Þórunn. Starfshópur um tannheilsu elli- og örorkulífeyrisþega skilaði tillögum til ráðherra í apríl síðastliðnum. Hópurinn setti í forgang tillögu um að endurgreiðslur vegna tannlæknakostnaðar öryrkja og aldraðra yrðu raunverulega í samræmi við ákvæði reglugerðar. Samkvæmt umræddri reglugerð á að niðurgreiða 75 prósent kostnaðar hjá öryrkjum og öldruðum sem frá greidda tekjutryggingu frá Tryggingastofnun. Raunin er hins vegar sú að þessar endurgreiðslur nema aðeins um fjórðungi þar sem gjaldskrá Sjúkratrygginga hefur haldist óbreytt frá 2004. Samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs eru 500 milljónir króna til ráðstöfunar til þess að mæta auknum endurgreiðslum vegna tannlækninga öryrkja og aldraðra. Heilbrigðisráðherra sagði í maí að um væri að ræða mikilvægt og tímabært skref þar sem þessir hópar hefðu allt of lengi borið skarðan hlut frá borði.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gjaldfrjálsar tannlækningar barna komnar að fullu til framkvæmda Innleiðingunni lauk 1. janúar síðastliðinn. 3. janúar 2018 14:52 Móta tillögur um lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja. 1. mars 2018 18:07 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Gjaldfrjálsar tannlækningar barna komnar að fullu til framkvæmda Innleiðingunni lauk 1. janúar síðastliðinn. 3. janúar 2018 14:52
Móta tillögur um lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja. 1. mars 2018 18:07