Aldraðir bíða enn eftir nýrri gjaldskrá vegna tannlækninga Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. júlí 2018 08:30 Í fjárlögum yfirstandandi árs er gert ráð fyrir 500 milljónum í auknar endurgreiðslur vegna tannlækninga öryrkja og aldraðra. Samningaviðræður vegna þessa eru enn ekki hafnar. VÍSIR/VILHELM Samningaviðræður Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna um nýja gjaldskrá fyrir öryrkja og aldraða eru enn ekki hafnar þrátt fyrir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi veitt stofnuninni umboð til viðræðnanna í byrjun maí. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum stendur til að birta forauglýsingu um fyrirhuguð kaup á umræddri þjónustu nú í vikunni. Skylt er að forauglýsa eða auglýsa útboð á kaupum á heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum um opinber innkaup. Frá því að forauglýsing er birt þurfa að líða minnst 35 dagar þangað til samningaviðræður geta hafist. „Staðan er einfaldlega sú að við höfum ekki verið boðuð á neina fundi enda ekki búið að auglýsa kaupin á þjónustunni. Við erum tilbúin í þessar viðræður. Þetta stendur því ekki á okkur og við erum mjög jákvæð gagnvart þessu,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Aðspurð segir hún að hennar björtustu vonir standi til að málið geti klárast snemma í haust. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir það ábyrgðarlaust fyrirhyggjuleysi hjá stjórnvöldum að Sjúkratryggingar hafi enn ekki auglýst þjónustukaupin þar sem málið hafi legið fyrir frá áramótum. „Fjöldi fólks sem hefur lítið sem ekkert á milla handanna hefur neitað sér um tannlæknaþjónustu vegna þess að væntingar voru um að samningar yrðu kláraðir um mitt árið. Þetta ætti að vera klárt núna og fólk byrjað að fá þessa þjónustu,“ segir Þuríður. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, er einnig ósátt við þennan seinagang. „Þessi vinnubrögð valda mér miklum vonbrigðum. Eldri borgarar hafi beðið frá 2004 eftir réttlátari niðurgreiðslum varðandi tannlæknaþjónustu. Vandi þeirra sem bíða hefur farið sívaxandi,“ segir Þórunn. Starfshópur um tannheilsu elli- og örorkulífeyrisþega skilaði tillögum til ráðherra í apríl síðastliðnum. Hópurinn setti í forgang tillögu um að endurgreiðslur vegna tannlæknakostnaðar öryrkja og aldraðra yrðu raunverulega í samræmi við ákvæði reglugerðar. Samkvæmt umræddri reglugerð á að niðurgreiða 75 prósent kostnaðar hjá öryrkjum og öldruðum sem frá greidda tekjutryggingu frá Tryggingastofnun. Raunin er hins vegar sú að þessar endurgreiðslur nema aðeins um fjórðungi þar sem gjaldskrá Sjúkratrygginga hefur haldist óbreytt frá 2004. Samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs eru 500 milljónir króna til ráðstöfunar til þess að mæta auknum endurgreiðslum vegna tannlækninga öryrkja og aldraðra. Heilbrigðisráðherra sagði í maí að um væri að ræða mikilvægt og tímabært skref þar sem þessir hópar hefðu allt of lengi borið skarðan hlut frá borði. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gjaldfrjálsar tannlækningar barna komnar að fullu til framkvæmda Innleiðingunni lauk 1. janúar síðastliðinn. 3. janúar 2018 14:52 Móta tillögur um lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja. 1. mars 2018 18:07 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Samningaviðræður Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna um nýja gjaldskrá fyrir öryrkja og aldraða eru enn ekki hafnar þrátt fyrir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi veitt stofnuninni umboð til viðræðnanna í byrjun maí. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum stendur til að birta forauglýsingu um fyrirhuguð kaup á umræddri þjónustu nú í vikunni. Skylt er að forauglýsa eða auglýsa útboð á kaupum á heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum um opinber innkaup. Frá því að forauglýsing er birt þurfa að líða minnst 35 dagar þangað til samningaviðræður geta hafist. „Staðan er einfaldlega sú að við höfum ekki verið boðuð á neina fundi enda ekki búið að auglýsa kaupin á þjónustunni. Við erum tilbúin í þessar viðræður. Þetta stendur því ekki á okkur og við erum mjög jákvæð gagnvart þessu,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Aðspurð segir hún að hennar björtustu vonir standi til að málið geti klárast snemma í haust. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir það ábyrgðarlaust fyrirhyggjuleysi hjá stjórnvöldum að Sjúkratryggingar hafi enn ekki auglýst þjónustukaupin þar sem málið hafi legið fyrir frá áramótum. „Fjöldi fólks sem hefur lítið sem ekkert á milla handanna hefur neitað sér um tannlæknaþjónustu vegna þess að væntingar voru um að samningar yrðu kláraðir um mitt árið. Þetta ætti að vera klárt núna og fólk byrjað að fá þessa þjónustu,“ segir Þuríður. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, er einnig ósátt við þennan seinagang. „Þessi vinnubrögð valda mér miklum vonbrigðum. Eldri borgarar hafi beðið frá 2004 eftir réttlátari niðurgreiðslum varðandi tannlæknaþjónustu. Vandi þeirra sem bíða hefur farið sívaxandi,“ segir Þórunn. Starfshópur um tannheilsu elli- og örorkulífeyrisþega skilaði tillögum til ráðherra í apríl síðastliðnum. Hópurinn setti í forgang tillögu um að endurgreiðslur vegna tannlæknakostnaðar öryrkja og aldraðra yrðu raunverulega í samræmi við ákvæði reglugerðar. Samkvæmt umræddri reglugerð á að niðurgreiða 75 prósent kostnaðar hjá öryrkjum og öldruðum sem frá greidda tekjutryggingu frá Tryggingastofnun. Raunin er hins vegar sú að þessar endurgreiðslur nema aðeins um fjórðungi þar sem gjaldskrá Sjúkratrygginga hefur haldist óbreytt frá 2004. Samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs eru 500 milljónir króna til ráðstöfunar til þess að mæta auknum endurgreiðslum vegna tannlækninga öryrkja og aldraðra. Heilbrigðisráðherra sagði í maí að um væri að ræða mikilvægt og tímabært skref þar sem þessir hópar hefðu allt of lengi borið skarðan hlut frá borði.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gjaldfrjálsar tannlækningar barna komnar að fullu til framkvæmda Innleiðingunni lauk 1. janúar síðastliðinn. 3. janúar 2018 14:52 Móta tillögur um lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja. 1. mars 2018 18:07 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Gjaldfrjálsar tannlækningar barna komnar að fullu til framkvæmda Innleiðingunni lauk 1. janúar síðastliðinn. 3. janúar 2018 14:52
Móta tillögur um lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja. 1. mars 2018 18:07