Vildi vera betri fyrirmynd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. júlí 2018 06:00 Margrét Ýr og dæturnar Katla María og Salka Ýr Ómarsdætur eiga allar heiðurinn af Veröld Míu Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að skrifa bók – bækur vonandi,“ segir Margrét Ýr Ingimarsdóttir sem var að gefa út bókina Veröld Míu. „Ætli það hafi ekki ýtt við mér að ég er grunnskólakennari og legg mikið upp úr því að hvetja nemendur mína til að reyna að láta drauma sína rætast og finna í hverju þeirra styrkleiki felst. Svo var einn nemandi sem spurði mig: „Hverjir voru þínir draumar, Margrét?“ „Ja, ég hef nú alltaf viljað skrifa bók,“ svaraði ég. „Já, og ertu búin að því?“ Ég gat ekki svarað játandi svo þetta varð pínu vandræðalegt. Eftir það vildi ég vera betri fyrirmynd og skrifaði eitt stykki bók,“ lýsir hún og segir bæði dætur sínar og nemendur hafa veitt henni innblástur. Margrét segir boðskap bókarinnar þann að hver og einn búi yfir styrk á einhverjum sviðum. „Mér finnst börn í dag svolítið skorta sjálfstraust og bera sig of mikið saman við aðra í stað þess að átta sig á sínum eiginleikum. Ég legg mikið upp úr hrósi í kennslunni, samt með jákvæðri gagnrýni þannig að börnin hafi svigrúm til að bæta sig,“ segir Margrét sem kennir 1. til 4. bekk við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Svo á hún sjálf tvær dætur, sex og tíu ára, og kveðst hafa lesið fyrir þær jafnóðum og hún skrifaði. „Stelpurnar komu með hugmyndir að dýrum sem Mía hittir í skóginum,“ segir hún og útskýrir að dýrin hjálpi Míu að átta sig á hver hún er. Líka því að útlit hennar skiptir ekki máli, heldur hún sjálf sem persóna.“ Bókin er ríkulega myndskreytt. Margrét teiknaði myndirnar sjálf og föndraði bakgrunn sem síðan var skannaður inn og tölvugerður. „Það var skemmtilegt ferðalag að skrifa þessa bók og koma henni á koppinn. Mía er líka búin að fá góðar viðtökur og hrós. Maður verður bara meyr.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Sjá meira
„Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að skrifa bók – bækur vonandi,“ segir Margrét Ýr Ingimarsdóttir sem var að gefa út bókina Veröld Míu. „Ætli það hafi ekki ýtt við mér að ég er grunnskólakennari og legg mikið upp úr því að hvetja nemendur mína til að reyna að láta drauma sína rætast og finna í hverju þeirra styrkleiki felst. Svo var einn nemandi sem spurði mig: „Hverjir voru þínir draumar, Margrét?“ „Ja, ég hef nú alltaf viljað skrifa bók,“ svaraði ég. „Já, og ertu búin að því?“ Ég gat ekki svarað játandi svo þetta varð pínu vandræðalegt. Eftir það vildi ég vera betri fyrirmynd og skrifaði eitt stykki bók,“ lýsir hún og segir bæði dætur sínar og nemendur hafa veitt henni innblástur. Margrét segir boðskap bókarinnar þann að hver og einn búi yfir styrk á einhverjum sviðum. „Mér finnst börn í dag svolítið skorta sjálfstraust og bera sig of mikið saman við aðra í stað þess að átta sig á sínum eiginleikum. Ég legg mikið upp úr hrósi í kennslunni, samt með jákvæðri gagnrýni þannig að börnin hafi svigrúm til að bæta sig,“ segir Margrét sem kennir 1. til 4. bekk við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Svo á hún sjálf tvær dætur, sex og tíu ára, og kveðst hafa lesið fyrir þær jafnóðum og hún skrifaði. „Stelpurnar komu með hugmyndir að dýrum sem Mía hittir í skóginum,“ segir hún og útskýrir að dýrin hjálpi Míu að átta sig á hver hún er. Líka því að útlit hennar skiptir ekki máli, heldur hún sjálf sem persóna.“ Bókin er ríkulega myndskreytt. Margrét teiknaði myndirnar sjálf og föndraði bakgrunn sem síðan var skannaður inn og tölvugerður. „Það var skemmtilegt ferðalag að skrifa þessa bók og koma henni á koppinn. Mía er líka búin að fá góðar viðtökur og hrós. Maður verður bara meyr.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Sjá meira