Kramdi ljósmyndarinn fangaði króatísku klessuna Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2018 06:33 Yuri Cortez lét ekki tíu fullvaxta fótboltamenn stoppa sig. Vísir/getty Þegar framherji Króatíu, Mario Mandžukić, skoraði í framlengingu gegn Englendingum í undanúrslitum HM í gærkvöldi ætlaði skiljanlega allt um koll að keyra í herbúðum þeirra köflóttu. Þeir vissu sem var að með marki Mandžukić, sem laumað hafði boltanum framhjá enska markmanninum Jordan Pickford eftir skalla frá hinum stórhættulega Ivan Perišić, voru þeir komnir með annan fótinn inn í úrslitaleikinn - en þangað hafði króatíska landsliðið aldrei komist áður. Þeir gáfu því tilfinningunum lausan tauminn í fagnaðarlátunum og hrúguðust ofan á framherjann við endalínuna. Það fór ekki betur en svo að ljósmyndari AFP-fréttastofunnar, Yuri Cortez, kramdist undir hersingunni.Sjá einnig: Mandzukic: Þetta er kraftaverkCortez, fagmaðurinn sem hann er, lét hrúguna þó ekki trufla sig og hélt áfram að smella myndum af kampakátum Króötum. Myndirnar hans má sjá hér að neðan. Eftir að fagnaðarlátunum linnti voru króatísku landsliðsmennirnir þó fljótir að biðja Cortez afsökunar og hjálpuðu honum aftur á fætur - rétt eins og þeir höfðu hjálpað honum að ná frábærum myndum. Króatar mæta svo Frökkum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins, sem fram fer í Moskvu á sunnudag.Hetjan Mario Mandžukić brosti sínu breiðast í þvögunni.Vísir/GettyMario Mandžukić rétti hinum kramda Cortez svo hjálparhönd. Króatískt gæðablóð.Vísir/getty HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mandzukic hetja Króata sem spila til úrslita í fyrsta skipti Króatar mæta Frökkum í úrslitaleik HM í Rússlandi á sunnudag eftir sigur á Englendingum í framlengdum leik í undanúrslitunum í kvöld. Mario Mandzukic tryggði Króötum sigurinn í seinni hálfleik framlengingar. 11. júlí 2018 20:30 Kane: Mjög sárt en þeir spiluðu betur Englendingar spila um bronsverðlaun á HM í Rússlandi eftir tap gegn Króötum í framlengdum undanúrslitaleik í Moskvu í kvöld. Fyrirliðinn Harry Kane sagði vonbrigðin mikil. 11. júlí 2018 21:15 Mandzukic: Þetta er kraftaverk Mario Mandzukic skoraði sigurmarkið gegn Englendingum í undanúrslitum HM í kvöld og kom Króötum í úrslitaleik HM í fyrsta skipti í sögunni. Hann sagði leikmennina ekki enn átta sig á því hvað þeir hefðu afrekað. 11. júlí 2018 22:15 Southgate: Vorum mjög góðir í fyrri hálfleik en týndumst eftir jöfnunarmarkið England tapaði undanúrslitaleiknum við Króata á HM og mun spila um bronsið á laugardag. Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate sagðist geta séð jákvæðu punktana seinna, það væri erfitt í kvöld. 11. júlí 2018 21:30 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
Þegar framherji Króatíu, Mario Mandžukić, skoraði í framlengingu gegn Englendingum í undanúrslitum HM í gærkvöldi ætlaði skiljanlega allt um koll að keyra í herbúðum þeirra köflóttu. Þeir vissu sem var að með marki Mandžukić, sem laumað hafði boltanum framhjá enska markmanninum Jordan Pickford eftir skalla frá hinum stórhættulega Ivan Perišić, voru þeir komnir með annan fótinn inn í úrslitaleikinn - en þangað hafði króatíska landsliðið aldrei komist áður. Þeir gáfu því tilfinningunum lausan tauminn í fagnaðarlátunum og hrúguðust ofan á framherjann við endalínuna. Það fór ekki betur en svo að ljósmyndari AFP-fréttastofunnar, Yuri Cortez, kramdist undir hersingunni.Sjá einnig: Mandzukic: Þetta er kraftaverkCortez, fagmaðurinn sem hann er, lét hrúguna þó ekki trufla sig og hélt áfram að smella myndum af kampakátum Króötum. Myndirnar hans má sjá hér að neðan. Eftir að fagnaðarlátunum linnti voru króatísku landsliðsmennirnir þó fljótir að biðja Cortez afsökunar og hjálpuðu honum aftur á fætur - rétt eins og þeir höfðu hjálpað honum að ná frábærum myndum. Króatar mæta svo Frökkum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins, sem fram fer í Moskvu á sunnudag.Hetjan Mario Mandžukić brosti sínu breiðast í þvögunni.Vísir/GettyMario Mandžukić rétti hinum kramda Cortez svo hjálparhönd. Króatískt gæðablóð.Vísir/getty
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mandzukic hetja Króata sem spila til úrslita í fyrsta skipti Króatar mæta Frökkum í úrslitaleik HM í Rússlandi á sunnudag eftir sigur á Englendingum í framlengdum leik í undanúrslitunum í kvöld. Mario Mandzukic tryggði Króötum sigurinn í seinni hálfleik framlengingar. 11. júlí 2018 20:30 Kane: Mjög sárt en þeir spiluðu betur Englendingar spila um bronsverðlaun á HM í Rússlandi eftir tap gegn Króötum í framlengdum undanúrslitaleik í Moskvu í kvöld. Fyrirliðinn Harry Kane sagði vonbrigðin mikil. 11. júlí 2018 21:15 Mandzukic: Þetta er kraftaverk Mario Mandzukic skoraði sigurmarkið gegn Englendingum í undanúrslitum HM í kvöld og kom Króötum í úrslitaleik HM í fyrsta skipti í sögunni. Hann sagði leikmennina ekki enn átta sig á því hvað þeir hefðu afrekað. 11. júlí 2018 22:15 Southgate: Vorum mjög góðir í fyrri hálfleik en týndumst eftir jöfnunarmarkið England tapaði undanúrslitaleiknum við Króata á HM og mun spila um bronsið á laugardag. Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate sagðist geta séð jákvæðu punktana seinna, það væri erfitt í kvöld. 11. júlí 2018 21:30 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
Mandzukic hetja Króata sem spila til úrslita í fyrsta skipti Króatar mæta Frökkum í úrslitaleik HM í Rússlandi á sunnudag eftir sigur á Englendingum í framlengdum leik í undanúrslitunum í kvöld. Mario Mandzukic tryggði Króötum sigurinn í seinni hálfleik framlengingar. 11. júlí 2018 20:30
Kane: Mjög sárt en þeir spiluðu betur Englendingar spila um bronsverðlaun á HM í Rússlandi eftir tap gegn Króötum í framlengdum undanúrslitaleik í Moskvu í kvöld. Fyrirliðinn Harry Kane sagði vonbrigðin mikil. 11. júlí 2018 21:15
Mandzukic: Þetta er kraftaverk Mario Mandzukic skoraði sigurmarkið gegn Englendingum í undanúrslitum HM í kvöld og kom Króötum í úrslitaleik HM í fyrsta skipti í sögunni. Hann sagði leikmennina ekki enn átta sig á því hvað þeir hefðu afrekað. 11. júlí 2018 22:15
Southgate: Vorum mjög góðir í fyrri hálfleik en týndumst eftir jöfnunarmarkið England tapaði undanúrslitaleiknum við Króata á HM og mun spila um bronsið á laugardag. Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate sagðist geta séð jákvæðu punktana seinna, það væri erfitt í kvöld. 11. júlí 2018 21:30