Bjóða gestum að baða sig í volgum vökum úti í vatni Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júlí 2018 11:30 Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Vök-Baths Stöð 2/Arnar Halldórsson. Framkvæmdir eru hafnar við nýjan baðstað í útjaðri Egilsstaða, sem fullyrt er að verði einstakur, en þar munu gestir upplifa það að baða sig í vökum úti í vatni. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Urriðavatn er lítil vin um fimm kílómetra utan við Egilsstaði en það sem gerir vatnið sérstakt er jarðhitinn sem þar finnst á botninum. Vakir sem mynduðust á veturna kveiktu þá hugmynd upp úr 1960 að nýta mætti heita vatnið. Holur voru boraðar og hitaveita lögð, sem vermir nú heimili þrjúþúsund íbúa á Egilsstöðum og nágrenni. En nú hefur verið ákveðið að nýta þessar óvenjulegu aðstæður í þágu ferðamanna, áformað er að þarna verði opnaður baðstaður að ári. Heiður Vigfúsdóttir stýrir verkefninu.Byrjað er að grafa fyrir grunni baðstaðarins við Urriðavatn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þennan stað köllum við Vök-Baths,“ segir Heiður en nafnið vísar til vakanna sem nefndar voru Tuskuvakir þegar ísinn lagði á veturna. „Upplifunin mun miða svolítið að því að leyfa fólki að baða sig í endurgerðum vökum hérna úti í Urriðavatni.“ Grafískar myndir sýna hvernig gestir eiga að geta baðað sig í fljótandi vökum úti í vatninu allan ársins hring.Svona er áætlað að baðstaðurinn Vök-Baths líti út.Grafík/Basalt arkitektar.„Þetta verður alls ekki eins og sundlaug. Þetta verður algerlega einstakt,“ segir Heiður. Áætlað er að uppbyggingin kosti um einn milljarð króna en fjárfestar eru reyndir í geiranum. Sá stærsti er Jarðböðin í Mývatnssveit. „Og þar í rauninni í gegnum kemur Bláa lónið. Þá erum við í rauninni komin með mjög reynslumikla einstaklinga um borð í verkefnið, sem er mjög mikilvægt. Og restin af fjárfestahópnum eru aðallega heimamenn.“Baðstaðurinn mun falla inn í landslagið við vatnsbakkann, samkvæmt þessari grafísku mynd.Grafík/Basalt arkitektar.Á veitingastað kynnast gestir íslensku jarðhitavatni sem er svo hreint að það er vottað til drykkjar. Heiður segir staðinn spennandi viðbót fyrir Héraðið. „Þannig að það verður æðislegt að fá verkefni sem þetta sem svona segul þannig að fólk dragist inn á svæðið. Því að vissulega þegar fólk er komið hingað þá er alveg ofboðslega margt að gera,“ segir Heiður.Á veitingastað verður náttúrulegt heitt vatn haft í öndvegi.Grafík/Vök-Baths.Og það munar um störfin sem skapast en áætlað er að starfsmenn verði átta til tíu talsins. „Sem er bara virkilega stór vinnustaður með tilliti til fólksfjölda hér fyrir austan.“ Frétt Stöðvar 2 með loftmyndum af svæðinu má sjá hér: Fljótsdalshérað Sundlaugar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við nýjan baðstað í útjaðri Egilsstaða, sem fullyrt er að verði einstakur, en þar munu gestir upplifa það að baða sig í vökum úti í vatni. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Urriðavatn er lítil vin um fimm kílómetra utan við Egilsstaði en það sem gerir vatnið sérstakt er jarðhitinn sem þar finnst á botninum. Vakir sem mynduðust á veturna kveiktu þá hugmynd upp úr 1960 að nýta mætti heita vatnið. Holur voru boraðar og hitaveita lögð, sem vermir nú heimili þrjúþúsund íbúa á Egilsstöðum og nágrenni. En nú hefur verið ákveðið að nýta þessar óvenjulegu aðstæður í þágu ferðamanna, áformað er að þarna verði opnaður baðstaður að ári. Heiður Vigfúsdóttir stýrir verkefninu.Byrjað er að grafa fyrir grunni baðstaðarins við Urriðavatn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þennan stað köllum við Vök-Baths,“ segir Heiður en nafnið vísar til vakanna sem nefndar voru Tuskuvakir þegar ísinn lagði á veturna. „Upplifunin mun miða svolítið að því að leyfa fólki að baða sig í endurgerðum vökum hérna úti í Urriðavatni.“ Grafískar myndir sýna hvernig gestir eiga að geta baðað sig í fljótandi vökum úti í vatninu allan ársins hring.Svona er áætlað að baðstaðurinn Vök-Baths líti út.Grafík/Basalt arkitektar.„Þetta verður alls ekki eins og sundlaug. Þetta verður algerlega einstakt,“ segir Heiður. Áætlað er að uppbyggingin kosti um einn milljarð króna en fjárfestar eru reyndir í geiranum. Sá stærsti er Jarðböðin í Mývatnssveit. „Og þar í rauninni í gegnum kemur Bláa lónið. Þá erum við í rauninni komin með mjög reynslumikla einstaklinga um borð í verkefnið, sem er mjög mikilvægt. Og restin af fjárfestahópnum eru aðallega heimamenn.“Baðstaðurinn mun falla inn í landslagið við vatnsbakkann, samkvæmt þessari grafísku mynd.Grafík/Basalt arkitektar.Á veitingastað kynnast gestir íslensku jarðhitavatni sem er svo hreint að það er vottað til drykkjar. Heiður segir staðinn spennandi viðbót fyrir Héraðið. „Þannig að það verður æðislegt að fá verkefni sem þetta sem svona segul þannig að fólk dragist inn á svæðið. Því að vissulega þegar fólk er komið hingað þá er alveg ofboðslega margt að gera,“ segir Heiður.Á veitingastað verður náttúrulegt heitt vatn haft í öndvegi.Grafík/Vök-Baths.Og það munar um störfin sem skapast en áætlað er að starfsmenn verði átta til tíu talsins. „Sem er bara virkilega stór vinnustaður með tilliti til fólksfjölda hér fyrir austan.“ Frétt Stöðvar 2 með loftmyndum af svæðinu má sjá hér:
Fljótsdalshérað Sundlaugar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira