Í samantekt Pornhub kemur fram að Ísland hafnaði í þriðja sæti yfir þau lönd sem tóku fótboltann fram yfir klámið þegar lið þeirra spilaði í riðlakeppni HM.
Umferð inn á Pornhub minnkaði mest í Senegal, eða um 47%, þegar senegalska landsliðið lék sína leiki á mótinu og þar á eftir komu 45% í Íran. Eins og áður sagði var Ísland í þriðja sæti en samkvæmt áðurnefndri tölfræði fóru 42% færri íslenskir notendur inn á Pornhub á meðan leikjum íslenska landsliðsins stóð en ella.

Samantekt um klámtölfræði Pornhub yfir heimsmeistaramótið má nálgast hér.
Í ársskýrslu Pornhub fyrir árið 2017 kom m.a. fram að klámnotkun íslenskra kvenna er undir meðallagi. Í ársskýrslunni fyrir árið á undan kom þó fram að Íslendingar horfðu næstmest á klám miðað við höfðatölu af öllum þjóðum í heiminum.