Móðir í Þýskalandi fær aðgang að Facebook-síðu dóttur sinnar sem er látin. Samkvæmt úrskurði hæstaréttar Þýskalands gildir erfðaréttur um rafrænar upplýsingar.
Eftir lát dótturinnar, sem var 15 ára, vildi móðirin fá aðgang að Facebook-síðu hennar en síðunni hafði þá verið breytt í svokallaða minningarsíðu sem ekki var hægt að logga sig inn á. Facebook neitaði móðurinni um aðgang að síðunni.
Samkvæmt úrskurði hæstaréttar Þýskalands gildir það sama um rafrænar upplýsingar og um bréf og dagbækur.
