Stjörnumenn eru komnir hálfa leið í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir frábæran 3-0 sigur á eistneska liðinu Nömme Kalju frá Eistlandi.
Eistarnir eru með þrautreynt lið í Evrópukeppnum en liðið hefur komist í aðra umferð forkeppninnar undanfarin sjö ár. Líklega verður breyting á því núna.
Hilmar Árni Halldórsson skoraði að sjálfsögðu fyrir Stjörnuna en hann setti fyrsta markið beint úr vítaspyrnu á 18. mínútu. Baldur Sigurðsson og Guðjón Baldvinsson bættu við sitthvoru markinu fyrir Garðbæinga í seinni hálfleik.
Seinni leikurinn fer fram í Eistlandi eftir viku en mikið þarf að gerast svo Stjörnumenn fari ekki áfram.
Leikurinn var í beinni útsendingu á SportTV en mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.
Sjáðu Stjörnumörkin sem skelltu Eistunum
Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Nömme Kalju 3-0 | Frábær sigur Stjörnunnar
Stjörnumenn unnu frábæran sigur á Nömme Kalju frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Garðabænum í kvöld

Rúnar Páll: Andstæðingurinn ekki fallið út í fyrstu umferð í sjö ár
Stjarnan mætir Nömme Kalju frá Eistlandi í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á Samsungvellinum í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, á von á erfiðum leik en telur Stjörnuna eiga góða möguleika.