Breskur fylgjandi íslamska ríkisins sem hvatti til árása á hinn 4 ára gamla Georg prins, var í dag dæmdur til lífstíðarfangelsis en CNN greinir frá dómnum.
Hinn 32 ára gamli Husnain Rashid, játaði í maí að hafa skipulagt og hvatt til hryðjuverka. Hann hafði verið handtekinn vegna þessa saka í Nóvember 2017 og hafði haldið fram sakleysi sínu.
Rashid sem er frá Lankasterskíri í norð-vestur Englandi hvatti til árása á internetinu og birti mynd af Georgi prins með bardagamann íslamska ríkisins sér við hlið ásamt heimilisfangi skólans sem prinsinn gengur í ásamt skilaboðunum, „ekki einu sinni konungsfjölskyldan verður látin vera“.
Rashid hafði einnig skipulagt ferðir til Tyrklands og Sýrlands þar sem hann hugðist berjast í svæðum undir stjórn íslamska ríkisins.
Dómarinn í máli Rashid, Andrew Lees, sagði þegar málið var fyrirtekið að löng fangelsisvist væri óhjákvæmileg í kjölfar ásakananna gegn Rashid.
