Kosningabaráttan kostað tugi lífið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júlí 2018 08:45 Þrátt fyrir mikla öryggisgæslu og reynslu frá síðustu kosningum hefur ekki tekist að fyrirbyggja árásir undanfarinna daga. Nordicphotos/AFP Vísir/EPA Að minnsta kosti 70 fórust í hryðjuverkaárás á kosningafund Lýðflokks Balúkistan (BAP) í bænum Dringarh í Balúkistan í Pakistan í gær. Siraj Raisani, frambjóðandi flokksins, var á meðal þeirra sem létust, að því er bróðir hans staðfesti í samtali við Al Jazeera í gær. Árásin var sú mannskæðasta í Pakistan í rúmt ár og var ekki sú fyrsta sem beindist sérstaklega gegn kosningunum þar í landi. Á þriðjudaginn voru 20 myrt á kosningafundi Almenna lýðflokksins (ANP) í Peshawar, meðal annars Haroon Bilour, frambjóðandi flokksins. Á fimmtudag var svo talsmaður fyrrverandi þingmannsins Alhaj Shah Jee Gul Afridi myrtur í skotárás. Hin mannskæða árás í Dringarh var hins vegar ekki sú eina í gær. Að minnsta kosti fjórir fórust í sprengjuárás á bílalest Akrams Khan Durrani, frambjóðanda Sameinaða aðgerðaráðsins (MMA), í bænum Bannu í Balúkistan. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás en Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á árásinni í Dringarh. Talíbanar lýstu svo yfir ábyrgð á árás þriðjudagsins. Árásirnar í gær vekja, samkvæmt Al Jazeera, óhug meðal heimamanna og minna á árásaröðina sem kostaði 158 lífið í aðdraganda kosninga árið 2013. Hryðjuverkamenn tengdir al-Kaída, Íslamska ríkinu og Talíbönum hafa gert vart við sig í Balúkistan. Þá hafa ýmis samtök Balúka barist gegn pakistönsku ríkisstjórninni. Ellefu dagar eru nú til kosninga og er útlit fyrir að Múslimabandalag Pakistans (PML-N) fái flest atkvæði, ef marka má skoðanakönnun sem IPOR birti fyrr í mánuðinum. Flokkurinn myndaði ríkisstjórn undir forsæti Nawaz Sharif. Sá hlaut hins vegar dóm fyrir hæstarétti í umgangsmiklu skattsvikamáli og var sparkað úr sætinu í fyrra. Shehbaz Sharif, bróðir Nawaz, leiðir nú PML-N. Samkeppnin í pakistönskum stjórnmálum er hins vegar hörð og mældist Pakistanska réttlætishreyfingin (PTI), flokkur Imrans Khan, eins helsta andstæðings Sharif-bræðra í stjórnmálum, með 29 prósenta fylgi í fyrrnefndri könnun. Þriðji stærsti flokkurinn er svo Þjóðarflokkur Pakistans (PPP) undir forystu Bilawals Bhutto Zardari, sonar, fyrrverandi forsætisráðherrans Benazhir Bhutto. PML-N stendur fyrir íhaldssemi og þjóðernishyggju og PPP fyrir jafnaðarmennsku á meðan PTI, popúlistaflokkurinn, sem er sá yngsti þessara þriggja turna pakistanskra stjórnmála, stendur fyrir andstöðu gegn ráðandi öflum og auknum umsvifum í velferðarkerfinu. Þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í tíu ára fangelsi í síðustu viku sneri fyrrnefndur Nawaz Sharif aftur heim til Pakistans í gær. Mikill fjöldi stuðningsmanna PML-N freistaði þess að hylla leiðtogann fyrrverandi þrátt fyrir bann lögregluyfirvalda þess efnis. Á fimmtudag hafði lögregla í Lahore handtekið hundruð stuðningsmanna hans. thorgnyr@frettabladid.is Pakistan Tengdar fréttir Hæfði innanríkisráðherrann í handlegginn Innanríkisráðherra Pakistan, Ahsan Iqbal, var skotinn á fjöldafundi í gær. 7. maí 2018 06:00 Íbúar Kasmír mótmæla indverskum yfirráðum eftir að lögregla keyrði á hóp mótmælenda Mikil mótmæli brutust út í indverska hluta Kasmír í dag eftir að lögreglujeppi keyrði yfir tvo mótmælendur í gær. Þeir létust af sárum sínum í nótt. 2. júní 2018 14:05 Innanríkisráðherra Pakistan særður eftir morðtilræði Innanríkisráðherra Pakistan var fluttur særður á sjúkrahús en skotið var að honum þar sem hann kom af fundi í Punjab héraði. 6. maí 2018 15:48 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Að minnsta kosti 70 fórust í hryðjuverkaárás á kosningafund Lýðflokks Balúkistan (BAP) í bænum Dringarh í Balúkistan í Pakistan í gær. Siraj Raisani, frambjóðandi flokksins, var á meðal þeirra sem létust, að því er bróðir hans staðfesti í samtali við Al Jazeera í gær. Árásin var sú mannskæðasta í Pakistan í rúmt ár og var ekki sú fyrsta sem beindist sérstaklega gegn kosningunum þar í landi. Á þriðjudaginn voru 20 myrt á kosningafundi Almenna lýðflokksins (ANP) í Peshawar, meðal annars Haroon Bilour, frambjóðandi flokksins. Á fimmtudag var svo talsmaður fyrrverandi þingmannsins Alhaj Shah Jee Gul Afridi myrtur í skotárás. Hin mannskæða árás í Dringarh var hins vegar ekki sú eina í gær. Að minnsta kosti fjórir fórust í sprengjuárás á bílalest Akrams Khan Durrani, frambjóðanda Sameinaða aðgerðaráðsins (MMA), í bænum Bannu í Balúkistan. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás en Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á árásinni í Dringarh. Talíbanar lýstu svo yfir ábyrgð á árás þriðjudagsins. Árásirnar í gær vekja, samkvæmt Al Jazeera, óhug meðal heimamanna og minna á árásaröðina sem kostaði 158 lífið í aðdraganda kosninga árið 2013. Hryðjuverkamenn tengdir al-Kaída, Íslamska ríkinu og Talíbönum hafa gert vart við sig í Balúkistan. Þá hafa ýmis samtök Balúka barist gegn pakistönsku ríkisstjórninni. Ellefu dagar eru nú til kosninga og er útlit fyrir að Múslimabandalag Pakistans (PML-N) fái flest atkvæði, ef marka má skoðanakönnun sem IPOR birti fyrr í mánuðinum. Flokkurinn myndaði ríkisstjórn undir forsæti Nawaz Sharif. Sá hlaut hins vegar dóm fyrir hæstarétti í umgangsmiklu skattsvikamáli og var sparkað úr sætinu í fyrra. Shehbaz Sharif, bróðir Nawaz, leiðir nú PML-N. Samkeppnin í pakistönskum stjórnmálum er hins vegar hörð og mældist Pakistanska réttlætishreyfingin (PTI), flokkur Imrans Khan, eins helsta andstæðings Sharif-bræðra í stjórnmálum, með 29 prósenta fylgi í fyrrnefndri könnun. Þriðji stærsti flokkurinn er svo Þjóðarflokkur Pakistans (PPP) undir forystu Bilawals Bhutto Zardari, sonar, fyrrverandi forsætisráðherrans Benazhir Bhutto. PML-N stendur fyrir íhaldssemi og þjóðernishyggju og PPP fyrir jafnaðarmennsku á meðan PTI, popúlistaflokkurinn, sem er sá yngsti þessara þriggja turna pakistanskra stjórnmála, stendur fyrir andstöðu gegn ráðandi öflum og auknum umsvifum í velferðarkerfinu. Þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í tíu ára fangelsi í síðustu viku sneri fyrrnefndur Nawaz Sharif aftur heim til Pakistans í gær. Mikill fjöldi stuðningsmanna PML-N freistaði þess að hylla leiðtogann fyrrverandi þrátt fyrir bann lögregluyfirvalda þess efnis. Á fimmtudag hafði lögregla í Lahore handtekið hundruð stuðningsmanna hans. thorgnyr@frettabladid.is
Pakistan Tengdar fréttir Hæfði innanríkisráðherrann í handlegginn Innanríkisráðherra Pakistan, Ahsan Iqbal, var skotinn á fjöldafundi í gær. 7. maí 2018 06:00 Íbúar Kasmír mótmæla indverskum yfirráðum eftir að lögregla keyrði á hóp mótmælenda Mikil mótmæli brutust út í indverska hluta Kasmír í dag eftir að lögreglujeppi keyrði yfir tvo mótmælendur í gær. Þeir létust af sárum sínum í nótt. 2. júní 2018 14:05 Innanríkisráðherra Pakistan særður eftir morðtilræði Innanríkisráðherra Pakistan var fluttur særður á sjúkrahús en skotið var að honum þar sem hann kom af fundi í Punjab héraði. 6. maí 2018 15:48 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Hæfði innanríkisráðherrann í handlegginn Innanríkisráðherra Pakistan, Ahsan Iqbal, var skotinn á fjöldafundi í gær. 7. maí 2018 06:00
Íbúar Kasmír mótmæla indverskum yfirráðum eftir að lögregla keyrði á hóp mótmælenda Mikil mótmæli brutust út í indverska hluta Kasmír í dag eftir að lögreglujeppi keyrði yfir tvo mótmælendur í gær. Þeir létust af sárum sínum í nótt. 2. júní 2018 14:05
Innanríkisráðherra Pakistan særður eftir morðtilræði Innanríkisráðherra Pakistan var fluttur særður á sjúkrahús en skotið var að honum þar sem hann kom af fundi í Punjab héraði. 6. maí 2018 15:48
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent