Flúði hinn langa arm laganna til Íslands Andri Eysteinsson skrifar 13. júlí 2018 22:02 Ranjith Keerikkattil flaug rakleitt til Íslands eftir að hann hafði verið sakfelldur fyrir ofsóknir. Vísir/EPA Þrítugur karlmaður frá Catonsville í Maryland fylki Bandaríkjanna sem var síðastliðinn mánudag sakfelldur fyrir að ofsækja fyrrum samstarfskonu sína, er samkvæmt vefsíðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna flúinn til Íslands. Maðurinn, Ranjith Keerikkattil, starfaði hjá ráðgjafafyrirtæki í Rosslyn í Virginíu, þar hóf hann í maí árið 2015 að ofsækja samstarfskonu sína sem hafði nýlega hafið störf hjá fyrirtækinu. Keerikkattill var sá sem sá um að koma henni af stað og aðstoðaði hún hann í verkefni. Eftir mikla vinnu tjáði Keerikkattill henni að hann hefði eingöngu leyft henni að taka þátt í verkefninu til þess að geta eytt tíma í návist hennar. Eftir að hún hafði beðið Keerikkattill um að halda sambandi þeirra á faglegum nótum og hann neitað var hann rekinn í júní mánuði 2015. Raunum konunnar var þó ekki lokið en Keerikkattill vandi komur sínar eftir brottreksturinn á kaffihús sem konan og fleiri samstarfsmenn heimsóttu reglulega. Einnig senti hann henni ýmis skilaboð þar sem hann sagðist hugsa um hana allan daginn. Þrátt fyrir ítrekanir lögmanns konunnar um að Keerikkattill skuli láta konuna vera flaug hann þvert yfir Bandaríkin og bankaði upp á hjá foreldrum hennar í úthverfum Portland í Oregon fylki. Seinna sama dag barst konunni skilaboð frá Keerikkattill sem í stóð „Það var gaman að hitta pabba þinn í dag“ Stuttu seinna var gefin út handtökutilskipun og Keerikkattill var handtekinn 19.desember 2015. Keerikkattill var sakfelldur 9.júlí síðastliðinn og átti að gera honum refsingu 14. September næstkomandi. Talið var að hann yrði dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar. Keerikkattill tók þó upp á því að flýja land, til Íslands og má því búast við því að fimm ár bætist við fangelsisvistina verði hann fundinn sekur um flóttann. Erlent Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Þrítugur karlmaður frá Catonsville í Maryland fylki Bandaríkjanna sem var síðastliðinn mánudag sakfelldur fyrir að ofsækja fyrrum samstarfskonu sína, er samkvæmt vefsíðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna flúinn til Íslands. Maðurinn, Ranjith Keerikkattil, starfaði hjá ráðgjafafyrirtæki í Rosslyn í Virginíu, þar hóf hann í maí árið 2015 að ofsækja samstarfskonu sína sem hafði nýlega hafið störf hjá fyrirtækinu. Keerikkattill var sá sem sá um að koma henni af stað og aðstoðaði hún hann í verkefni. Eftir mikla vinnu tjáði Keerikkattill henni að hann hefði eingöngu leyft henni að taka þátt í verkefninu til þess að geta eytt tíma í návist hennar. Eftir að hún hafði beðið Keerikkattill um að halda sambandi þeirra á faglegum nótum og hann neitað var hann rekinn í júní mánuði 2015. Raunum konunnar var þó ekki lokið en Keerikkattill vandi komur sínar eftir brottreksturinn á kaffihús sem konan og fleiri samstarfsmenn heimsóttu reglulega. Einnig senti hann henni ýmis skilaboð þar sem hann sagðist hugsa um hana allan daginn. Þrátt fyrir ítrekanir lögmanns konunnar um að Keerikkattill skuli láta konuna vera flaug hann þvert yfir Bandaríkin og bankaði upp á hjá foreldrum hennar í úthverfum Portland í Oregon fylki. Seinna sama dag barst konunni skilaboð frá Keerikkattill sem í stóð „Það var gaman að hitta pabba þinn í dag“ Stuttu seinna var gefin út handtökutilskipun og Keerikkattill var handtekinn 19.desember 2015. Keerikkattill var sakfelldur 9.júlí síðastliðinn og átti að gera honum refsingu 14. September næstkomandi. Talið var að hann yrði dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar. Keerikkattill tók þó upp á því að flýja land, til Íslands og má því búast við því að fimm ár bætist við fangelsisvistina verði hann fundinn sekur um flóttann.
Erlent Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira