Mókrókar loka tónleikaröð sinni í Hörpu Andri Eysteinsson skrifar 15. júlí 2018 13:27 Mókrókar eru fjögurra manna hljómsveit sem kemst fyrir í þriggja manna sófa. Facebook/Mókrókar Rafdjasshljómsveitin Mókrókar munu spila á sínum fjórðu og jafnframt síðustu opnu sumartónleikum í Hörpu fimmtudaginn 19. júlí en sveitin hefur samið nýtt efni fyrir hverja einustu tónleika. Hljómsveitin Mókrókar samanstendur af fjórmenningunum Benjamín Gísla Einarssyni, hljómborðsleikara, Þorkatli Ragnari Grétarssyni, gítarleikara, Þóri Hólm Jónssyni trommuleikara og Tuma Torfasyni trompetleikara. Mókrókar voru stofnaðir af hinum þrem fyrstnefndu og tóku þeir þátt í Músíktilraunum í ár og höfnuðu þar í 2. sæti, auk þess hlaut Þorkell verðlaun sem besti gítarleikari, Þórir besti trommuleikari og sveitin fékk verðlaun fyrir að vera blúsaðasta bandið.Mókrókar léku á Secret Solstice í júníFacebook/MókrókarKynnast í tónlistarskóla FÍH „Við erum allir í hljóðfæranámi í tónlistarskóla FÍH, þar höfum við mikið spilað saman og kynnumst við“ segir Tumi Torfason trompetleikari sveitarinnar í samtali við Vísi. Tumi segir að sveitin hafi vegna árangurs síns í Músíktilraunum fengið pláss á Blúshátíð í Reykjavík sem haldin var í vor. Út frá Músíktilraunum fá Mókrókar inn á tónlistarhátíðirnar Secret Solstice og Iceland Airwaves. Strákunum bauðst einnig að taka þátt í verkefninu Stage Europe Network sem haldið var í Hollandi. Við það ákváðu Mókrókar að bjóða Tuma Torfason að vera með í hljómsveitinni. „Þegar strákarnir buðu mér í bandið hringdu þeir bara og spurðu hvort ég kæmi með þeim til Hollands, ég gat ekki annað en þegið boðið“ segir Tumi. Þorkell Ragnar Grétarsson gítarleikari á Westerpop hátíðinniFacebook/MókrókarBoðið að spila á hollenskri tónlistarhátíðStage Europe Network er samstarfsverkefni sem Hitt Húsið er aðili að ásamt fulltrúum 6 annarra landa. Hljómsveitir frá löndunum, búa saman í heila viku, spila saman og læra um tónlist og tónlistarbransann. Á meðan að á dvölinni í Hollandi stóð bauðst drengjunum að spila á tónlistarhátíðinni Westerpop í Delft í Hollandi. Þar beið Mókrókum erfitt verkefni þar sem þeir stigu á svið beint á eftir hollensku jazz/fönkstjörnunni Candy Dulfer. Mókrókar léku í óbærilegum hita fyrir framan nokkur þúsund gesti hátíðarinnar. „Þetta var mjög súrrealísk upplifun, óbærilegur hiti og stærsta crowd sem við höfum spilað fyrir, þetta viljum við fá að gera aftur.“Tumi Torfason og Benjamín Gísli EinarssonFacebook/MókrókarÞakklátir fyrir tækifærið Mókrókar eru hluti af listhópum Hins Hússins í sumar og eru þakklátir fyrir það tækifæri. „Þetta er einstakt tækifæri sem býðst ekki mörgum ungum tónlistarmönnum, vinna heilt sumar við að semja, æfa og koma fram.“ Mókrókar hafa nú þegar komið fram á þrennum opnum sumartónleikum og hafa flutt nýtt efni í hvert sinn. „Það hefur verið sérstaklega krefjandi, svona deadline hvetur mann til að skila af sér nýrri músík“ Engin breyting verður þar á fimmtudaginn næsta í Hörpu en þar munu Mókrókar flytja nýja tónlist sem Tumi lýsir sem rafdjassi með lifandi spuna, undir áhrifum frá fönk, fusion, progrokki og ýmsu öðru. Mókrókar hafa áður spilað í Hinu Húsinu, Dómkirkjunni og um borð í Varðskipinu Óðni allt hluti af tónleikaröð þeirra sem listhóps Hins Hússins.Þórir Hólm JónssonFacebook/MókrókarHvað tekur við eftir sumarið? „Mókrókar halda áfram af fullum krafti í haust, við erum komnir með nóg efni til að fara í hljóðver, að taka upp EP eða plötu, hún mun koma inn á Spotify, demó og live upptökur fara inn á Soundcloud.“ segir Tumi. „Við kíkjum kannski heim til Þorkels á Höfn í Hornafirði, aldrei að vita hvort við spilum þar.“ Strákarnir munu einnig koma fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í haust og ljóst er að það verður gaman að hlusta á fagra tóna Mókróka á næstu árum. Hægt verður að sjá Mókróka í Hörpuhorni, Hörpunni klukkan 17:00 fimmtudaginn 19. júlí og er aðgangur ókeypis. Lífið Tónlist Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Rafdjasshljómsveitin Mókrókar munu spila á sínum fjórðu og jafnframt síðustu opnu sumartónleikum í Hörpu fimmtudaginn 19. júlí en sveitin hefur samið nýtt efni fyrir hverja einustu tónleika. Hljómsveitin Mókrókar samanstendur af fjórmenningunum Benjamín Gísla Einarssyni, hljómborðsleikara, Þorkatli Ragnari Grétarssyni, gítarleikara, Þóri Hólm Jónssyni trommuleikara og Tuma Torfasyni trompetleikara. Mókrókar voru stofnaðir af hinum þrem fyrstnefndu og tóku þeir þátt í Músíktilraunum í ár og höfnuðu þar í 2. sæti, auk þess hlaut Þorkell verðlaun sem besti gítarleikari, Þórir besti trommuleikari og sveitin fékk verðlaun fyrir að vera blúsaðasta bandið.Mókrókar léku á Secret Solstice í júníFacebook/MókrókarKynnast í tónlistarskóla FÍH „Við erum allir í hljóðfæranámi í tónlistarskóla FÍH, þar höfum við mikið spilað saman og kynnumst við“ segir Tumi Torfason trompetleikari sveitarinnar í samtali við Vísi. Tumi segir að sveitin hafi vegna árangurs síns í Músíktilraunum fengið pláss á Blúshátíð í Reykjavík sem haldin var í vor. Út frá Músíktilraunum fá Mókrókar inn á tónlistarhátíðirnar Secret Solstice og Iceland Airwaves. Strákunum bauðst einnig að taka þátt í verkefninu Stage Europe Network sem haldið var í Hollandi. Við það ákváðu Mókrókar að bjóða Tuma Torfason að vera með í hljómsveitinni. „Þegar strákarnir buðu mér í bandið hringdu þeir bara og spurðu hvort ég kæmi með þeim til Hollands, ég gat ekki annað en þegið boðið“ segir Tumi. Þorkell Ragnar Grétarsson gítarleikari á Westerpop hátíðinniFacebook/MókrókarBoðið að spila á hollenskri tónlistarhátíðStage Europe Network er samstarfsverkefni sem Hitt Húsið er aðili að ásamt fulltrúum 6 annarra landa. Hljómsveitir frá löndunum, búa saman í heila viku, spila saman og læra um tónlist og tónlistarbransann. Á meðan að á dvölinni í Hollandi stóð bauðst drengjunum að spila á tónlistarhátíðinni Westerpop í Delft í Hollandi. Þar beið Mókrókum erfitt verkefni þar sem þeir stigu á svið beint á eftir hollensku jazz/fönkstjörnunni Candy Dulfer. Mókrókar léku í óbærilegum hita fyrir framan nokkur þúsund gesti hátíðarinnar. „Þetta var mjög súrrealísk upplifun, óbærilegur hiti og stærsta crowd sem við höfum spilað fyrir, þetta viljum við fá að gera aftur.“Tumi Torfason og Benjamín Gísli EinarssonFacebook/MókrókarÞakklátir fyrir tækifærið Mókrókar eru hluti af listhópum Hins Hússins í sumar og eru þakklátir fyrir það tækifæri. „Þetta er einstakt tækifæri sem býðst ekki mörgum ungum tónlistarmönnum, vinna heilt sumar við að semja, æfa og koma fram.“ Mókrókar hafa nú þegar komið fram á þrennum opnum sumartónleikum og hafa flutt nýtt efni í hvert sinn. „Það hefur verið sérstaklega krefjandi, svona deadline hvetur mann til að skila af sér nýrri músík“ Engin breyting verður þar á fimmtudaginn næsta í Hörpu en þar munu Mókrókar flytja nýja tónlist sem Tumi lýsir sem rafdjassi með lifandi spuna, undir áhrifum frá fönk, fusion, progrokki og ýmsu öðru. Mókrókar hafa áður spilað í Hinu Húsinu, Dómkirkjunni og um borð í Varðskipinu Óðni allt hluti af tónleikaröð þeirra sem listhóps Hins Hússins.Þórir Hólm JónssonFacebook/MókrókarHvað tekur við eftir sumarið? „Mókrókar halda áfram af fullum krafti í haust, við erum komnir með nóg efni til að fara í hljóðver, að taka upp EP eða plötu, hún mun koma inn á Spotify, demó og live upptökur fara inn á Soundcloud.“ segir Tumi. „Við kíkjum kannski heim til Þorkels á Höfn í Hornafirði, aldrei að vita hvort við spilum þar.“ Strákarnir munu einnig koma fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í haust og ljóst er að það verður gaman að hlusta á fagra tóna Mókróka á næstu árum. Hægt verður að sjá Mókróka í Hörpuhorni, Hörpunni klukkan 17:00 fimmtudaginn 19. júlí og er aðgangur ókeypis.
Lífið Tónlist Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira