Punktur á korti kveikti áhugann á Færeyjum Stefán Þór Hjartarson skrifar 16. júlí 2018 06:00 Matthew Workman hefur haldið úti the Faroe Island Podcast í um áratug. Fréttablaðið/Stefán Þór Matthew Workman er bandarískur fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður frá New York-fylki. Hann hefur haldið úti hlaðvarpsþættinum The Faroe Islands Podcast um Færeyjar í næstum 10 ár og er búinn að gera 300 þætti um landið. Mörg hundruð þúsund hlusta á þáttinn, alls staðar að úr heiminum, og hefur hann unnið til verðlauna fyrir þáttinn. Áhugi hans á Færeyjum kviknaði fyrir algera tilviljun en Matthew hélt úti bloggsíðu og einn daginn sá hann að Færeyingur hafði lesið bloggið. Blaðamaður hitti þennan merkilega, og að hans sögn léttgeggjaða, mann á G! Festival í Færeyjum þangað sem hann mætir á hverju ári og hefur gert í ein níu ár núna. „Fyrir ellefu árum hélt ég úti bloggi sem aðeins vinir og fjölskylda lásu. Stundum skoðaði ég á Google Analytics hvaðan fólk væri sem las bloggið mitt – einn daginn sá ég að einhver las bloggið mitt frá litlum punkti í miðju hafinu. Hvað í fjáranum er þetta? hugsaði ég. Þarna hafði einhver frá Færeyjum lesið bloggið mitt. Fyrir ellefu árum voru ekki miklar upplýsingar um Færeyjar á netinu á ensku – það var Wikipedia-síða og smá annað. En þetta kveikti í ímyndunarafli mínu þannig að ég reyndi að finna eitthvað meira um þetta land – en jafnvel þó að það væri ekki mikið af upplýsingum þá voru ótrúlega margar fallegar myndir af Færeyjum úti um allt. Þar á meðal kirkju sem bara kallaði á mig. Ég fékk flugu í höfuðið – hingað muntu koma einn daginn, það er þitt vandamál að finna út hvernig þú kemur þér hingað en það mun gerast.“ Í samtölum við vini sína var Workman stanslaust að minnast á Færeyjar, land sem enginn þeirra vissi neitt um, og eftir að þeir gerðu grín að honum fyrir það fór hann að skrifa blogg um landið. Í fyrsta blogginu sínu um Færeyjar sagðist hann að sjálfsögðu vera mesti sérfræðingur Bandaríkjanna um eyjurnar og einnig sagðist hann vona að fleiri Færeyingar myndu lesa bloggið – hann viðurkennir að þetta hafi byrjað sem hálfgert grín, þó að honum sé illa við að nota orðið grín, en fljótlega þróaðist þetta út í eitthvað miklu, miklu meira.Úlfur Úlfur var meðal hljómsveita sem lék á hátíðinni í ár.Fréttablaðið/Stefán Þór„Ég var að grínast en á sama tíma var ég mjög alvarlegur. Þetta var smá eins og þegar maður var ungur og var skotinn í stelpu og til að ná athygli hennar kýldi maður hana í höndina. Á hverjum föstudegi skrifaði ég nýja bloggfærslu um Færeyjar – og loksins kom komment einn daginn frá einhverjum í Færeyjum sem þakkaði mér fyrir áhugann á litla landinu sínu. Ég hafði samband við hann og við urðum vinir. Það endaði með því að hann fékk mig til að byrja á Facebook þar sem hann kynnti mig fyrir alls konar færeysku fólki – þar á meðal forsætisráðherranum. Ég var einn af fyrstu vinum hans á Facebook.“ Matthew og færeyski vinur hans ákváðu að gera eitthvað saman og úr varð hlaðvarpsþátturinn The Faroe Islands Podcast sem núna hefur verið í gangi í níu og hálft ár. Matthew hafði aldrei komið til Færeyja en var samt búinn að eignast fjölda vina þaðan og var í bullandi hlaðvarpsgerð um landið. Í þáttunum taka þeir viðtöl við merkilega Færeyinga í gegnum Skype, segja fréttir frá landinu og spila upptökur frá merkilegum viðburðum á eyjunum. Í raun er allt sem gerist í Færeyjum það sem Matthew hefur áhuga á og sérstaklega að vekja tilfinningar hjá hlustendum með hljóðupptökum. „Hugmyndin var að kalla fram tilfinningar hjá hlustendum, láta þeim líða eins og þeir væru staddir í Færeyjum – í dag sé ég að þetta var algjörlega geðbilað enda hafði ég á þessum tímapunkti aldrei komið á staðinn sjálfur.“ Færeyjastofa hringdi í Matthew stuttu eftir þetta og honum var boðið í heimsókn – hann skellti sér til Færeyja í fyrsta skipti og tók upp nokkra þætti í Færeyjum. Síðan þá hefur hann auðvitað haldið þættinum áfram úti og nánast mætt á hverja einustu G! Festival hátíð. Þáttinn og fleiri upplýsingar má nálgast á faroepodcast.com. Birtist í Fréttablaðinu Færeyjar Norðurlönd Tónlist Tengdar fréttir G! Festival í Færeyjum í blússandi gangi G! Festival er stærsta tónlistarhátíðin í Færeyjum en hún fer fram um þessar mundir. Útsendari Lífsins er á svæðinu og fylgist vel með því sem fram fer. Úlfur Úlfur spilar fyrir Íslands hönd í ár. 13. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Matthew Workman er bandarískur fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður frá New York-fylki. Hann hefur haldið úti hlaðvarpsþættinum The Faroe Islands Podcast um Færeyjar í næstum 10 ár og er búinn að gera 300 þætti um landið. Mörg hundruð þúsund hlusta á þáttinn, alls staðar að úr heiminum, og hefur hann unnið til verðlauna fyrir þáttinn. Áhugi hans á Færeyjum kviknaði fyrir algera tilviljun en Matthew hélt úti bloggsíðu og einn daginn sá hann að Færeyingur hafði lesið bloggið. Blaðamaður hitti þennan merkilega, og að hans sögn léttgeggjaða, mann á G! Festival í Færeyjum þangað sem hann mætir á hverju ári og hefur gert í ein níu ár núna. „Fyrir ellefu árum hélt ég úti bloggi sem aðeins vinir og fjölskylda lásu. Stundum skoðaði ég á Google Analytics hvaðan fólk væri sem las bloggið mitt – einn daginn sá ég að einhver las bloggið mitt frá litlum punkti í miðju hafinu. Hvað í fjáranum er þetta? hugsaði ég. Þarna hafði einhver frá Færeyjum lesið bloggið mitt. Fyrir ellefu árum voru ekki miklar upplýsingar um Færeyjar á netinu á ensku – það var Wikipedia-síða og smá annað. En þetta kveikti í ímyndunarafli mínu þannig að ég reyndi að finna eitthvað meira um þetta land – en jafnvel þó að það væri ekki mikið af upplýsingum þá voru ótrúlega margar fallegar myndir af Færeyjum úti um allt. Þar á meðal kirkju sem bara kallaði á mig. Ég fékk flugu í höfuðið – hingað muntu koma einn daginn, það er þitt vandamál að finna út hvernig þú kemur þér hingað en það mun gerast.“ Í samtölum við vini sína var Workman stanslaust að minnast á Færeyjar, land sem enginn þeirra vissi neitt um, og eftir að þeir gerðu grín að honum fyrir það fór hann að skrifa blogg um landið. Í fyrsta blogginu sínu um Færeyjar sagðist hann að sjálfsögðu vera mesti sérfræðingur Bandaríkjanna um eyjurnar og einnig sagðist hann vona að fleiri Færeyingar myndu lesa bloggið – hann viðurkennir að þetta hafi byrjað sem hálfgert grín, þó að honum sé illa við að nota orðið grín, en fljótlega þróaðist þetta út í eitthvað miklu, miklu meira.Úlfur Úlfur var meðal hljómsveita sem lék á hátíðinni í ár.Fréttablaðið/Stefán Þór„Ég var að grínast en á sama tíma var ég mjög alvarlegur. Þetta var smá eins og þegar maður var ungur og var skotinn í stelpu og til að ná athygli hennar kýldi maður hana í höndina. Á hverjum föstudegi skrifaði ég nýja bloggfærslu um Færeyjar – og loksins kom komment einn daginn frá einhverjum í Færeyjum sem þakkaði mér fyrir áhugann á litla landinu sínu. Ég hafði samband við hann og við urðum vinir. Það endaði með því að hann fékk mig til að byrja á Facebook þar sem hann kynnti mig fyrir alls konar færeysku fólki – þar á meðal forsætisráðherranum. Ég var einn af fyrstu vinum hans á Facebook.“ Matthew og færeyski vinur hans ákváðu að gera eitthvað saman og úr varð hlaðvarpsþátturinn The Faroe Islands Podcast sem núna hefur verið í gangi í níu og hálft ár. Matthew hafði aldrei komið til Færeyja en var samt búinn að eignast fjölda vina þaðan og var í bullandi hlaðvarpsgerð um landið. Í þáttunum taka þeir viðtöl við merkilega Færeyinga í gegnum Skype, segja fréttir frá landinu og spila upptökur frá merkilegum viðburðum á eyjunum. Í raun er allt sem gerist í Færeyjum það sem Matthew hefur áhuga á og sérstaklega að vekja tilfinningar hjá hlustendum með hljóðupptökum. „Hugmyndin var að kalla fram tilfinningar hjá hlustendum, láta þeim líða eins og þeir væru staddir í Færeyjum – í dag sé ég að þetta var algjörlega geðbilað enda hafði ég á þessum tímapunkti aldrei komið á staðinn sjálfur.“ Færeyjastofa hringdi í Matthew stuttu eftir þetta og honum var boðið í heimsókn – hann skellti sér til Færeyja í fyrsta skipti og tók upp nokkra þætti í Færeyjum. Síðan þá hefur hann auðvitað haldið þættinum áfram úti og nánast mætt á hverja einustu G! Festival hátíð. Þáttinn og fleiri upplýsingar má nálgast á faroepodcast.com.
Birtist í Fréttablaðinu Færeyjar Norðurlönd Tónlist Tengdar fréttir G! Festival í Færeyjum í blússandi gangi G! Festival er stærsta tónlistarhátíðin í Færeyjum en hún fer fram um þessar mundir. Útsendari Lífsins er á svæðinu og fylgist vel með því sem fram fer. Úlfur Úlfur spilar fyrir Íslands hönd í ár. 13. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
G! Festival í Færeyjum í blússandi gangi G! Festival er stærsta tónlistarhátíðin í Færeyjum en hún fer fram um þessar mundir. Útsendari Lífsins er á svæðinu og fylgist vel með því sem fram fer. Úlfur Úlfur spilar fyrir Íslands hönd í ár. 13. júlí 2018 06:00