Óska eftir undanþágu fyrir ókyngreind klósett Hersir Aron Ólafsson skrifar 16. júlí 2018 20:00 Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkur mun óska eftir undanþágu eða breytingu á reglugerð til að geta gert salerni á skrifstofum borgarinnar ókyngreind. Formaðurinn segir gildandi reglur úr takti við tíðarandann og telur nauðsynlegt að taka meira tillit til hópa á borð við trans- og intersex fólk. Líkt og fram hefur komið í fréttum undanfarna daga, m.a. hjá DV og RÚV, brjóta áform borgarinnar um að gera salerni á skrifstofum sínum ókyngreind gegn reglugerð um húsnæði vinnustaða. Í 22. grein segir að þar sem fleiri en 5 karlar og 5 konur starfa að staðaldri skuli salerni og snyrting fyrir hvort kyn aðgreind. Í samtali við RÚV í gær sagði yfirlæknir Vinnueftirlitsins að ekki væri hægt að láta verða af áformunum nema reglunum yrði breytt.Vilja breytingar í takt við tíðarandann „Þessi reglugerð er frá árinu 1995 og því komin talsvert til ára sinna. Við ætlum að senda erindi til stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og velferðarráðherra og óska eftir undanþágu frá 22. grein reglugerðarinnar eða breytingu á þessari reglugerð í takt við tíðarandann,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs. Dóra Björt bendir á að reglugerðir séu mannanna verk og verði að taka mið af þróun samfélagsins. „Ég tel að upp séu komnar nýjar aðstæður og nýir hópar fram á sjónarsviðið sem eru að krefjast þess að fá aukið aðgengi að borginni eins og transfólk og intersex fólk. Mér finnst bara eðlilegt að borgin og hið opinbera komi til móts við þessar kröfur,“ segir Dóra Björt.Gera úttekt á sundstöðum og skólum Hún er vongóð um að unnt verði að hrinda áformunum í framkvæmd í góðu samstarfi við Vinnueftirlitið og ráðuneytið. Tillagan sem mannréttinda- og lýðræðisráð samþykkti á dögunum er hins vegar tvöföld, en hinn hluti hennar sneri að því að gera úttekt á stöðum þar sem þjónusta borgarinnar er veitt, til að auka aðgengi allra hópa. „Við erum t.d. að tala um sundstaði og íþróttamannvirki, skóla og aðra slíka staði. Nú þegar eru klefar í flestum sundlaugum borgarinnar til að auka aðgengi fatlaðs fólks að þjónustu borgarinnar. Það væri þá hægt að nýta þessa klefa betur fyrir aðra hópa eins og transfólk eða fólk sem er í kynleiðréttingarferli,“ segir Dóra Björt að lokum. Sundlaugar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkur mun óska eftir undanþágu eða breytingu á reglugerð til að geta gert salerni á skrifstofum borgarinnar ókyngreind. Formaðurinn segir gildandi reglur úr takti við tíðarandann og telur nauðsynlegt að taka meira tillit til hópa á borð við trans- og intersex fólk. Líkt og fram hefur komið í fréttum undanfarna daga, m.a. hjá DV og RÚV, brjóta áform borgarinnar um að gera salerni á skrifstofum sínum ókyngreind gegn reglugerð um húsnæði vinnustaða. Í 22. grein segir að þar sem fleiri en 5 karlar og 5 konur starfa að staðaldri skuli salerni og snyrting fyrir hvort kyn aðgreind. Í samtali við RÚV í gær sagði yfirlæknir Vinnueftirlitsins að ekki væri hægt að láta verða af áformunum nema reglunum yrði breytt.Vilja breytingar í takt við tíðarandann „Þessi reglugerð er frá árinu 1995 og því komin talsvert til ára sinna. Við ætlum að senda erindi til stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og velferðarráðherra og óska eftir undanþágu frá 22. grein reglugerðarinnar eða breytingu á þessari reglugerð í takt við tíðarandann,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs. Dóra Björt bendir á að reglugerðir séu mannanna verk og verði að taka mið af þróun samfélagsins. „Ég tel að upp séu komnar nýjar aðstæður og nýir hópar fram á sjónarsviðið sem eru að krefjast þess að fá aukið aðgengi að borginni eins og transfólk og intersex fólk. Mér finnst bara eðlilegt að borgin og hið opinbera komi til móts við þessar kröfur,“ segir Dóra Björt.Gera úttekt á sundstöðum og skólum Hún er vongóð um að unnt verði að hrinda áformunum í framkvæmd í góðu samstarfi við Vinnueftirlitið og ráðuneytið. Tillagan sem mannréttinda- og lýðræðisráð samþykkti á dögunum er hins vegar tvöföld, en hinn hluti hennar sneri að því að gera úttekt á stöðum þar sem þjónusta borgarinnar er veitt, til að auka aðgengi allra hópa. „Við erum t.d. að tala um sundstaði og íþróttamannvirki, skóla og aðra slíka staði. Nú þegar eru klefar í flestum sundlaugum borgarinnar til að auka aðgengi fatlaðs fólks að þjónustu borgarinnar. Það væri þá hægt að nýta þessa klefa betur fyrir aðra hópa eins og transfólk eða fólk sem er í kynleiðréttingarferli,“ segir Dóra Björt að lokum.
Sundlaugar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira