Rannsókn á Panamagögnum leitt í ljós stórfelld skattundanskot í 57 málum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júlí 2018 15:52 Íslendingurinn sætir farbanni og eignir upp á 180 milljónir króna hafa verið kyrrsettar. Vísir/Getty Rannsókn Skattrannsóknarstjóra á gögnum sem ríkið keypti árið 2015 og nefnd hafa verið Panamagögn hefur leitt í ljós stórfelld undanskot undan skatti í 57 málum. Alls hefur embættið lokið rannsókn í 89 málum og eru fjórtán enn í rannsókn. Vanframtaldir undandregnir skattstofnar nema alls um 15 milljörðum króna í þeim málum sem tengjast gögnunum. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Oddnýju G. Harðardóttir, þingmanni Samfylkingarinnar um úrvinnslu upplýsinga um eignir Íslendinga á aflandssvæðum.Gögnin voru sem fyrr segir keypt árið 2015 fyrir 37 milljónir króna. Við rannsókn gagnanna voru um 30 mál tekin til rannsóknar þar sem grunur var um refsiverð skattundanskot. Við rannsóknir þeirra mála vaknaði einnig grunur um skattalagabrot annarra einstaklinga sem leiddi til rannsóknar á um tíu aðilum til viðbótar.Ástæða til þess að hefja rannsókn á fleiri málum Alls hefur Skattrannsóknarstjóri lokið rannsókn í alls 89 málum sem tengjast svonefndum Panamagögnum. Alls eru 14 mál enn í rannsókn, þar af sjö afleidd mál. Fimm þeirra eru á lokastigi rannsóknar.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóriFréttablaðið/Vilhelm„Þá má ætla að ástæða sé til að hefja rannsókn á nokkrum málum til viðbótar. Rannsóknir í 12 málum hafa verið felldar niður, þar á meðal sökum þess að grunur hefur ekki reynst á rökum reistur eða vegna þess að ekki hefur reynst unnt að upplýsa mál með fullnægjandi hætti,“ segir í svari fjármálaráðherra.Þar kemur einnig fram að 57 málum verið vísað til héraðssaksóknara þar sem rannsókn hefur leitt í ljós stórfelld undanskot. Í 18 málum hefur Skattrannsóknarstjóri farið fram með sektarkröfu fyrir yfirskattanefnd og einu máli hefur verið lokið með sektargerð. Í níu málum hefur ákvörðun verið tekin um að fella niður refsimeðferð. Til viðbótar liggur fyrir ákvörðun um að vísa einu máli til héraðssaksóknara og þremur til yfirskattanefndar til sektarmeðferðar.Í svarinu kemur fram að í þeim málum sem lokið hefur verið rannsókn á séu vanframtaldir undandregnir skattstofnar alls um 15 milljörðum króna og að meginhluti þeirra séu fjármagnstekjur. Þá kemur einnig fram að gjaldabreytingar Ríkisskattstjóra á árunum 2016, 2017 og það sem af er árinu 2018 hafa numið samtals 518 milljónum króna hjá þeim aðilum sem koma fram í gögnum sem Ríkisskattstjóri fékk áframsent frá Skattrannsóknarstjóra.Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar má lesa hér. Panama-skjölin Tengdar fréttir Skattrannsóknarstjóri skoðar ný mál eftir Panama-umfjöllun Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóri leiðist að fylla út eigin skattskýrslu en segir skattamál að öðru leyti spennandi. 4. maí 2016 11:06 Þrjátíu mál um undanskot upp úr skattaskjólsgögnum Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. 13. apríl 2016 19:00 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Rannsókn Skattrannsóknarstjóra á gögnum sem ríkið keypti árið 2015 og nefnd hafa verið Panamagögn hefur leitt í ljós stórfelld undanskot undan skatti í 57 málum. Alls hefur embættið lokið rannsókn í 89 málum og eru fjórtán enn í rannsókn. Vanframtaldir undandregnir skattstofnar nema alls um 15 milljörðum króna í þeim málum sem tengjast gögnunum. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Oddnýju G. Harðardóttir, þingmanni Samfylkingarinnar um úrvinnslu upplýsinga um eignir Íslendinga á aflandssvæðum.Gögnin voru sem fyrr segir keypt árið 2015 fyrir 37 milljónir króna. Við rannsókn gagnanna voru um 30 mál tekin til rannsóknar þar sem grunur var um refsiverð skattundanskot. Við rannsóknir þeirra mála vaknaði einnig grunur um skattalagabrot annarra einstaklinga sem leiddi til rannsóknar á um tíu aðilum til viðbótar.Ástæða til þess að hefja rannsókn á fleiri málum Alls hefur Skattrannsóknarstjóri lokið rannsókn í alls 89 málum sem tengjast svonefndum Panamagögnum. Alls eru 14 mál enn í rannsókn, þar af sjö afleidd mál. Fimm þeirra eru á lokastigi rannsóknar.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóriFréttablaðið/Vilhelm„Þá má ætla að ástæða sé til að hefja rannsókn á nokkrum málum til viðbótar. Rannsóknir í 12 málum hafa verið felldar niður, þar á meðal sökum þess að grunur hefur ekki reynst á rökum reistur eða vegna þess að ekki hefur reynst unnt að upplýsa mál með fullnægjandi hætti,“ segir í svari fjármálaráðherra.Þar kemur einnig fram að 57 málum verið vísað til héraðssaksóknara þar sem rannsókn hefur leitt í ljós stórfelld undanskot. Í 18 málum hefur Skattrannsóknarstjóri farið fram með sektarkröfu fyrir yfirskattanefnd og einu máli hefur verið lokið með sektargerð. Í níu málum hefur ákvörðun verið tekin um að fella niður refsimeðferð. Til viðbótar liggur fyrir ákvörðun um að vísa einu máli til héraðssaksóknara og þremur til yfirskattanefndar til sektarmeðferðar.Í svarinu kemur fram að í þeim málum sem lokið hefur verið rannsókn á séu vanframtaldir undandregnir skattstofnar alls um 15 milljörðum króna og að meginhluti þeirra séu fjármagnstekjur. Þá kemur einnig fram að gjaldabreytingar Ríkisskattstjóra á árunum 2016, 2017 og það sem af er árinu 2018 hafa numið samtals 518 milljónum króna hjá þeim aðilum sem koma fram í gögnum sem Ríkisskattstjóri fékk áframsent frá Skattrannsóknarstjóra.Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar má lesa hér.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Skattrannsóknarstjóri skoðar ný mál eftir Panama-umfjöllun Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóri leiðist að fylla út eigin skattskýrslu en segir skattamál að öðru leyti spennandi. 4. maí 2016 11:06 Þrjátíu mál um undanskot upp úr skattaskjólsgögnum Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. 13. apríl 2016 19:00 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri skoðar ný mál eftir Panama-umfjöllun Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóri leiðist að fylla út eigin skattskýrslu en segir skattamál að öðru leyti spennandi. 4. maí 2016 11:06
Þrjátíu mál um undanskot upp úr skattaskjólsgögnum Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. 13. apríl 2016 19:00