Obama skaut fast á Trump í ræðu í afmælisveislu Nelsons Mandela Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Barack Obama í pontu í Jóhannesarborg í gær. Vísir/Getty Ræða Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á hundrað ára afmælishátíð Nelsons Mandela í Jóhannesarborg í Suður-Afríku vakti mikla lukku viðstaddra í gær. Fimmtán þúsund mættu til að hlýða á ræðuna og fór forsetinn fyrrverandi fögrum orðum um Mandela, en báðir voru þeir fyrstu svörtu forsetar ríkja sinna. Hins vegar fór Obama ekki jafnfögrum orðum um eftirmann sinn, Donald Trump. Obama sagði baráttu Mandela í upphafi hafa snúist um ættjörðina, um Suður-Afríku. „En fórnfýsi hans og leiðsögn, og helst af öllu það siðferðislega fordæmi sem hann setti, gerðu það að verkum að hreyfingin varð stærri og þýðingarmeiri. Ljós Mandela skein svo skært úr þessum litla klefa á Robbeneyju að jafnvel á áttræðisaldri gat hann veitt ungum háskólanema hinum megin á hnettinum innblástur.“ Þótt Obama hafi ekki nefnt Trump á nafn í ræðunni fór ekki á milli mála um hvern var að ræða þegar forsetinn fyrrverandi sagði: „Þróunin getur snúist í öfuga átt um stund, en á endanum munu hin réttlátu komast til valda.“ Obama sagði að nauðsynlegt væri að trúa staðreyndum. Án þeirra væri enginn grundvöllur fyrir samvinnu. Hann gæti til að mynda starfað með einhverjum sem gerði efnislegar aðfinnslur við Parísarsamkomulagið svo lengi sem málstaður viðkomandi byggðist á staðreyndum. „En ég get ekki samsamað mig einhverjum sem segir loftslagsbreytingar þvætting, þvert á ályktanir næstum allra vísindamanna heimsins,“ sagði Obama. Trump hefur undanfarin misseri sagst óviss um áhrif mannsins á loftslagsbreytingar en árið 2015 sagði hann að um kínverskt samsæri væri að ræða. Þá er vert að taka fram að Trump dró ríki sitt út úr umræddu samkomulagi á síðasta ári. Trump stóð sjálfur í ströngu í gær við að svara ásökunum Demókrata og fjölmargra annarra um að hann hefði sýnt forseta Rússlands linkind á blaðamannafundi þeirra á þriðjudag. „Þótt ég hafi átt frábæran fund með NATO átti ég enn betri fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Því miður greina fjölmiðlar ekki frá málinu á þann hátt. Falsfréttamenn eru að ganga af göflunum,“ tísti Trump. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ummæli Trump „algjörlega gagnstæð áætluninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa hunsað tilmæli og ráðleggingar ráðgjafa og starfsmanna hans í aðdraganda fundar hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands í gær. 17. júlí 2018 10:45 Trump segist hafa mismælt sig Forsetinn segist trúa niðurstöðum leyniþjónusta Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af forsetakosingunum 2016. 17. júlí 2018 19:06 Mun Trump skemma sérstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna? Seinni hluti fréttaskýringar um hið sérstaklega nána samband Bretlands og Bandaríkjanna, og hvaða þýðingu það hefur fyrir heiminn. 17. júlí 2018 14:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ræða Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á hundrað ára afmælishátíð Nelsons Mandela í Jóhannesarborg í Suður-Afríku vakti mikla lukku viðstaddra í gær. Fimmtán þúsund mættu til að hlýða á ræðuna og fór forsetinn fyrrverandi fögrum orðum um Mandela, en báðir voru þeir fyrstu svörtu forsetar ríkja sinna. Hins vegar fór Obama ekki jafnfögrum orðum um eftirmann sinn, Donald Trump. Obama sagði baráttu Mandela í upphafi hafa snúist um ættjörðina, um Suður-Afríku. „En fórnfýsi hans og leiðsögn, og helst af öllu það siðferðislega fordæmi sem hann setti, gerðu það að verkum að hreyfingin varð stærri og þýðingarmeiri. Ljós Mandela skein svo skært úr þessum litla klefa á Robbeneyju að jafnvel á áttræðisaldri gat hann veitt ungum háskólanema hinum megin á hnettinum innblástur.“ Þótt Obama hafi ekki nefnt Trump á nafn í ræðunni fór ekki á milli mála um hvern var að ræða þegar forsetinn fyrrverandi sagði: „Þróunin getur snúist í öfuga átt um stund, en á endanum munu hin réttlátu komast til valda.“ Obama sagði að nauðsynlegt væri að trúa staðreyndum. Án þeirra væri enginn grundvöllur fyrir samvinnu. Hann gæti til að mynda starfað með einhverjum sem gerði efnislegar aðfinnslur við Parísarsamkomulagið svo lengi sem málstaður viðkomandi byggðist á staðreyndum. „En ég get ekki samsamað mig einhverjum sem segir loftslagsbreytingar þvætting, þvert á ályktanir næstum allra vísindamanna heimsins,“ sagði Obama. Trump hefur undanfarin misseri sagst óviss um áhrif mannsins á loftslagsbreytingar en árið 2015 sagði hann að um kínverskt samsæri væri að ræða. Þá er vert að taka fram að Trump dró ríki sitt út úr umræddu samkomulagi á síðasta ári. Trump stóð sjálfur í ströngu í gær við að svara ásökunum Demókrata og fjölmargra annarra um að hann hefði sýnt forseta Rússlands linkind á blaðamannafundi þeirra á þriðjudag. „Þótt ég hafi átt frábæran fund með NATO átti ég enn betri fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Því miður greina fjölmiðlar ekki frá málinu á þann hátt. Falsfréttamenn eru að ganga af göflunum,“ tísti Trump.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ummæli Trump „algjörlega gagnstæð áætluninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa hunsað tilmæli og ráðleggingar ráðgjafa og starfsmanna hans í aðdraganda fundar hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands í gær. 17. júlí 2018 10:45 Trump segist hafa mismælt sig Forsetinn segist trúa niðurstöðum leyniþjónusta Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af forsetakosingunum 2016. 17. júlí 2018 19:06 Mun Trump skemma sérstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna? Seinni hluti fréttaskýringar um hið sérstaklega nána samband Bretlands og Bandaríkjanna, og hvaða þýðingu það hefur fyrir heiminn. 17. júlí 2018 14:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ummæli Trump „algjörlega gagnstæð áætluninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa hunsað tilmæli og ráðleggingar ráðgjafa og starfsmanna hans í aðdraganda fundar hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands í gær. 17. júlí 2018 10:45
Trump segist hafa mismælt sig Forsetinn segist trúa niðurstöðum leyniþjónusta Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af forsetakosingunum 2016. 17. júlí 2018 19:06
Mun Trump skemma sérstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna? Seinni hluti fréttaskýringar um hið sérstaklega nána samband Bretlands og Bandaríkjanna, og hvaða þýðingu það hefur fyrir heiminn. 17. júlí 2018 14:00
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent