Obama skaut fast á Trump í ræðu í afmælisveislu Nelsons Mandela Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Barack Obama í pontu í Jóhannesarborg í gær. Vísir/Getty Ræða Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á hundrað ára afmælishátíð Nelsons Mandela í Jóhannesarborg í Suður-Afríku vakti mikla lukku viðstaddra í gær. Fimmtán þúsund mættu til að hlýða á ræðuna og fór forsetinn fyrrverandi fögrum orðum um Mandela, en báðir voru þeir fyrstu svörtu forsetar ríkja sinna. Hins vegar fór Obama ekki jafnfögrum orðum um eftirmann sinn, Donald Trump. Obama sagði baráttu Mandela í upphafi hafa snúist um ættjörðina, um Suður-Afríku. „En fórnfýsi hans og leiðsögn, og helst af öllu það siðferðislega fordæmi sem hann setti, gerðu það að verkum að hreyfingin varð stærri og þýðingarmeiri. Ljós Mandela skein svo skært úr þessum litla klefa á Robbeneyju að jafnvel á áttræðisaldri gat hann veitt ungum háskólanema hinum megin á hnettinum innblástur.“ Þótt Obama hafi ekki nefnt Trump á nafn í ræðunni fór ekki á milli mála um hvern var að ræða þegar forsetinn fyrrverandi sagði: „Þróunin getur snúist í öfuga átt um stund, en á endanum munu hin réttlátu komast til valda.“ Obama sagði að nauðsynlegt væri að trúa staðreyndum. Án þeirra væri enginn grundvöllur fyrir samvinnu. Hann gæti til að mynda starfað með einhverjum sem gerði efnislegar aðfinnslur við Parísarsamkomulagið svo lengi sem málstaður viðkomandi byggðist á staðreyndum. „En ég get ekki samsamað mig einhverjum sem segir loftslagsbreytingar þvætting, þvert á ályktanir næstum allra vísindamanna heimsins,“ sagði Obama. Trump hefur undanfarin misseri sagst óviss um áhrif mannsins á loftslagsbreytingar en árið 2015 sagði hann að um kínverskt samsæri væri að ræða. Þá er vert að taka fram að Trump dró ríki sitt út úr umræddu samkomulagi á síðasta ári. Trump stóð sjálfur í ströngu í gær við að svara ásökunum Demókrata og fjölmargra annarra um að hann hefði sýnt forseta Rússlands linkind á blaðamannafundi þeirra á þriðjudag. „Þótt ég hafi átt frábæran fund með NATO átti ég enn betri fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Því miður greina fjölmiðlar ekki frá málinu á þann hátt. Falsfréttamenn eru að ganga af göflunum,“ tísti Trump. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ummæli Trump „algjörlega gagnstæð áætluninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa hunsað tilmæli og ráðleggingar ráðgjafa og starfsmanna hans í aðdraganda fundar hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands í gær. 17. júlí 2018 10:45 Trump segist hafa mismælt sig Forsetinn segist trúa niðurstöðum leyniþjónusta Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af forsetakosingunum 2016. 17. júlí 2018 19:06 Mun Trump skemma sérstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna? Seinni hluti fréttaskýringar um hið sérstaklega nána samband Bretlands og Bandaríkjanna, og hvaða þýðingu það hefur fyrir heiminn. 17. júlí 2018 14:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Ræða Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á hundrað ára afmælishátíð Nelsons Mandela í Jóhannesarborg í Suður-Afríku vakti mikla lukku viðstaddra í gær. Fimmtán þúsund mættu til að hlýða á ræðuna og fór forsetinn fyrrverandi fögrum orðum um Mandela, en báðir voru þeir fyrstu svörtu forsetar ríkja sinna. Hins vegar fór Obama ekki jafnfögrum orðum um eftirmann sinn, Donald Trump. Obama sagði baráttu Mandela í upphafi hafa snúist um ættjörðina, um Suður-Afríku. „En fórnfýsi hans og leiðsögn, og helst af öllu það siðferðislega fordæmi sem hann setti, gerðu það að verkum að hreyfingin varð stærri og þýðingarmeiri. Ljós Mandela skein svo skært úr þessum litla klefa á Robbeneyju að jafnvel á áttræðisaldri gat hann veitt ungum háskólanema hinum megin á hnettinum innblástur.“ Þótt Obama hafi ekki nefnt Trump á nafn í ræðunni fór ekki á milli mála um hvern var að ræða þegar forsetinn fyrrverandi sagði: „Þróunin getur snúist í öfuga átt um stund, en á endanum munu hin réttlátu komast til valda.“ Obama sagði að nauðsynlegt væri að trúa staðreyndum. Án þeirra væri enginn grundvöllur fyrir samvinnu. Hann gæti til að mynda starfað með einhverjum sem gerði efnislegar aðfinnslur við Parísarsamkomulagið svo lengi sem málstaður viðkomandi byggðist á staðreyndum. „En ég get ekki samsamað mig einhverjum sem segir loftslagsbreytingar þvætting, þvert á ályktanir næstum allra vísindamanna heimsins,“ sagði Obama. Trump hefur undanfarin misseri sagst óviss um áhrif mannsins á loftslagsbreytingar en árið 2015 sagði hann að um kínverskt samsæri væri að ræða. Þá er vert að taka fram að Trump dró ríki sitt út úr umræddu samkomulagi á síðasta ári. Trump stóð sjálfur í ströngu í gær við að svara ásökunum Demókrata og fjölmargra annarra um að hann hefði sýnt forseta Rússlands linkind á blaðamannafundi þeirra á þriðjudag. „Þótt ég hafi átt frábæran fund með NATO átti ég enn betri fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Því miður greina fjölmiðlar ekki frá málinu á þann hátt. Falsfréttamenn eru að ganga af göflunum,“ tísti Trump.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ummæli Trump „algjörlega gagnstæð áætluninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa hunsað tilmæli og ráðleggingar ráðgjafa og starfsmanna hans í aðdraganda fundar hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands í gær. 17. júlí 2018 10:45 Trump segist hafa mismælt sig Forsetinn segist trúa niðurstöðum leyniþjónusta Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af forsetakosingunum 2016. 17. júlí 2018 19:06 Mun Trump skemma sérstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna? Seinni hluti fréttaskýringar um hið sérstaklega nána samband Bretlands og Bandaríkjanna, og hvaða þýðingu það hefur fyrir heiminn. 17. júlí 2018 14:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Ummæli Trump „algjörlega gagnstæð áætluninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa hunsað tilmæli og ráðleggingar ráðgjafa og starfsmanna hans í aðdraganda fundar hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands í gær. 17. júlí 2018 10:45
Trump segist hafa mismælt sig Forsetinn segist trúa niðurstöðum leyniþjónusta Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af forsetakosingunum 2016. 17. júlí 2018 19:06
Mun Trump skemma sérstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna? Seinni hluti fréttaskýringar um hið sérstaklega nána samband Bretlands og Bandaríkjanna, og hvaða þýðingu það hefur fyrir heiminn. 17. júlí 2018 14:00