Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. júlí 2018 11:40 Mjólk er góð. Vísir/Getty Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. Ýmsir sérstakir og innfluttir ostar gætu orðið fágætir og dýrir í breskum verslunum, sama hvernig samningaviðræðurnar við Evrópusambandið fara. Rétt ár er síðan að stjórnvöldum var birt önnur svört skýrsla um matvælaöryggi eftir ESB. Þar kom fram að verð á mörgum algengum vöruflokkum myndi hækka með minnkandi framboði. Bretland framleiðir ekki nógu miklar mjólk til að anna eftirspurn. Breskir framleiðendur reiða sig því á innflutning frá Evrópusambandinu til að geta framleitt daglegar nauðsynjavörur á borð við smjör og Cheddar ost. Jafnvel þó að allt fari á besta veg í samningaviðræðunum við Evrópusambandið og samið verði um tollalaus viðskipti með mjólkurvörur (sem er ólíklegt á þessari stundu) mun verðið samt hækka og framboðið minnka. Ástæðan er að þegar tekið verður upp landamæraeftirlit mun það tefja flutning á ferskvöru á borð við mjólk sem verður að flytja til hafnar í Dover. Vegna mikils starfsmannakostnaðar er áætlað að fyrir hverjar sjö mínútur sem mjólkin tefst á leiðinni hækki verðið um meira en fimmtán þúsund krónur á gám. Þá bætist við aukinn kostnaður vegna upprunavottunar og vottorða sem þarf að fá frá dýralæknum. Samkvæmt skýrslu LSE getur aukin innlend framleiðsla á endanum vegið upp á móti þessum skorti en það mun taka mörg ár. Þangað til muni valið standa á milli þess að líða skort eða snarhækka verð. Brexit Tengdar fréttir Stjórnvöld reiðubúin að kalla út herinn til að bregðast við rafmagnsleysi eftir Brexit Samkvæmt neyðaráætlun bresku ríkisstjórnarinnar vegna úrgöngu úr Evrópusambandinu gætu stjórnvöld þurft að leggja hald á þúsundir rafaflstöðva og láta þær fljóta á prömmum á Írlandshafi til að koma í veg fyrir rafmagnsleysi á Norður-Írlandi. 11. júlí 2018 20:02 Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10 Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. Ýmsir sérstakir og innfluttir ostar gætu orðið fágætir og dýrir í breskum verslunum, sama hvernig samningaviðræðurnar við Evrópusambandið fara. Rétt ár er síðan að stjórnvöldum var birt önnur svört skýrsla um matvælaöryggi eftir ESB. Þar kom fram að verð á mörgum algengum vöruflokkum myndi hækka með minnkandi framboði. Bretland framleiðir ekki nógu miklar mjólk til að anna eftirspurn. Breskir framleiðendur reiða sig því á innflutning frá Evrópusambandinu til að geta framleitt daglegar nauðsynjavörur á borð við smjör og Cheddar ost. Jafnvel þó að allt fari á besta veg í samningaviðræðunum við Evrópusambandið og samið verði um tollalaus viðskipti með mjólkurvörur (sem er ólíklegt á þessari stundu) mun verðið samt hækka og framboðið minnka. Ástæðan er að þegar tekið verður upp landamæraeftirlit mun það tefja flutning á ferskvöru á borð við mjólk sem verður að flytja til hafnar í Dover. Vegna mikils starfsmannakostnaðar er áætlað að fyrir hverjar sjö mínútur sem mjólkin tefst á leiðinni hækki verðið um meira en fimmtán þúsund krónur á gám. Þá bætist við aukinn kostnaður vegna upprunavottunar og vottorða sem þarf að fá frá dýralæknum. Samkvæmt skýrslu LSE getur aukin innlend framleiðsla á endanum vegið upp á móti þessum skorti en það mun taka mörg ár. Þangað til muni valið standa á milli þess að líða skort eða snarhækka verð.
Brexit Tengdar fréttir Stjórnvöld reiðubúin að kalla út herinn til að bregðast við rafmagnsleysi eftir Brexit Samkvæmt neyðaráætlun bresku ríkisstjórnarinnar vegna úrgöngu úr Evrópusambandinu gætu stjórnvöld þurft að leggja hald á þúsundir rafaflstöðva og láta þær fljóta á prömmum á Írlandshafi til að koma í veg fyrir rafmagnsleysi á Norður-Írlandi. 11. júlí 2018 20:02 Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10 Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Stjórnvöld reiðubúin að kalla út herinn til að bregðast við rafmagnsleysi eftir Brexit Samkvæmt neyðaráætlun bresku ríkisstjórnarinnar vegna úrgöngu úr Evrópusambandinu gætu stjórnvöld þurft að leggja hald á þúsundir rafaflstöðva og láta þær fljóta á prömmum á Írlandshafi til að koma í veg fyrir rafmagnsleysi á Norður-Írlandi. 11. júlí 2018 20:02
Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10
Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06