Hrafnhildur missti 30 kíló og sankar nú að sér milljónum áhorfa á YouTube Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2018 14:45 Myndbönd Hrafnhildar fjalla flest um lífsstíl og förðun. Vísir/Samsett Hrafnhildur Rafnsdóttir, tvítugur í bókmenntafræðinemi, heldur úti YouTube-rásinni Cassidy‘s DIYs og hefur sankað að sér áskrifendum í tugþúsundatali. Samtals hefur verið horft á myndbönd Hrafnhildar, sem flest fjalla um lífsstíl og förðun, yfir sex milljón sinnum.Hrafnhildur Rafnsdóttir.Mynd/Aðsend„Þetta byrjaði allt á myndböndum sem ég gerði í kringum uppáhalds hljómsveitina mína, One Direction, á sínum tíma. Ég var ekkert að pæla í því sem ég var að gera, setti þetta bara á netið og hugsaði ekki um neinar tölur eða neitt,“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi en hún hóf YouTube-ferilinn fimmtán ára gömul. Fyrst um sinn talaði Hrafnhildur ekkert í myndböndunum og sýndi heldur ekki á sér andlitið. Þegar vinsældirnar jukust hófu áskrifendur í auknum mæli að biðja hana að koma fram í mynd. Hrafnhildur varð á endanum við því og hóf auk þess að fjalla um annað en bara One Direction.Þyngdartapið vinsælt áhorfsefni Hrafnhildur missti 30 kíló fyrir nokkrum árum og fjallar eitt vinsælasta myndband hennar, sem hefur nú verið horft á tæplega 840 þúsund sinnum, um þyngdartapið. „Þá hugsaði ég alveg, ókei, vá, og gerði fleiri myndbönd í þeim dúr. Og það gekk vel en núna geri ég alls konar myndbönd, um förðun og lífsstíl og svoleiðis,“ segir Hrafnhildur. Fleiri myndbönd úr smiðju Hrafnhildar hafa náð viðlíka vinsældum en tvö þeirra hafa sankað að sér yfir milljón áhorfum hvort.Þá deildi Hrafnhildur nafni sínu nýlega með áskrifendum sínum en hún hafði gengið undir dulnefninu Cassidy, og er rásin enn kennd við hana. „Ég faldi þetta alltaf frá Íslandi. Það var ekki fyrr en ég byrjaði hjá Áttunni að þau hjálpuðu mér að íslenska þetta og færa út fyrir rammann,“ segir Hrafnhildur en myndbönd hennar hingað til hafa öll verið á ensku. Um næstu skref segir Hrafnhildur að hún hafi mörg járn í eldinum. Hún hóf nýverið störf hjá samfélagsmiðlahópnum Áttunni og skrifar á vef hópsins, attan.is, auk þess sem hún skrifaði undir samning hjá umboðsskrifstofunni Creative Artists Iceland fyrir skömmu. Þá séu spennandi hlutir í bígerð á YouTube-rásinni, Cassidy‘s DIYs.Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið úr smiðju Hrafnhildar. Þá má nálgast YouTube-rás hennar hér. Samfélagsmiðlar Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Hrafnhildur Rafnsdóttir, tvítugur í bókmenntafræðinemi, heldur úti YouTube-rásinni Cassidy‘s DIYs og hefur sankað að sér áskrifendum í tugþúsundatali. Samtals hefur verið horft á myndbönd Hrafnhildar, sem flest fjalla um lífsstíl og förðun, yfir sex milljón sinnum.Hrafnhildur Rafnsdóttir.Mynd/Aðsend„Þetta byrjaði allt á myndböndum sem ég gerði í kringum uppáhalds hljómsveitina mína, One Direction, á sínum tíma. Ég var ekkert að pæla í því sem ég var að gera, setti þetta bara á netið og hugsaði ekki um neinar tölur eða neitt,“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi en hún hóf YouTube-ferilinn fimmtán ára gömul. Fyrst um sinn talaði Hrafnhildur ekkert í myndböndunum og sýndi heldur ekki á sér andlitið. Þegar vinsældirnar jukust hófu áskrifendur í auknum mæli að biðja hana að koma fram í mynd. Hrafnhildur varð á endanum við því og hóf auk þess að fjalla um annað en bara One Direction.Þyngdartapið vinsælt áhorfsefni Hrafnhildur missti 30 kíló fyrir nokkrum árum og fjallar eitt vinsælasta myndband hennar, sem hefur nú verið horft á tæplega 840 þúsund sinnum, um þyngdartapið. „Þá hugsaði ég alveg, ókei, vá, og gerði fleiri myndbönd í þeim dúr. Og það gekk vel en núna geri ég alls konar myndbönd, um förðun og lífsstíl og svoleiðis,“ segir Hrafnhildur. Fleiri myndbönd úr smiðju Hrafnhildar hafa náð viðlíka vinsældum en tvö þeirra hafa sankað að sér yfir milljón áhorfum hvort.Þá deildi Hrafnhildur nafni sínu nýlega með áskrifendum sínum en hún hafði gengið undir dulnefninu Cassidy, og er rásin enn kennd við hana. „Ég faldi þetta alltaf frá Íslandi. Það var ekki fyrr en ég byrjaði hjá Áttunni að þau hjálpuðu mér að íslenska þetta og færa út fyrir rammann,“ segir Hrafnhildur en myndbönd hennar hingað til hafa öll verið á ensku. Um næstu skref segir Hrafnhildur að hún hafi mörg járn í eldinum. Hún hóf nýverið störf hjá samfélagsmiðlahópnum Áttunni og skrifar á vef hópsins, attan.is, auk þess sem hún skrifaði undir samning hjá umboðsskrifstofunni Creative Artists Iceland fyrir skömmu. Þá séu spennandi hlutir í bígerð á YouTube-rásinni, Cassidy‘s DIYs.Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið úr smiðju Hrafnhildar. Þá má nálgast YouTube-rás hennar hér.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira