Breytingar á skipulagi Icelandair Group Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2018 17:34 Við breytingarnar fækkar um einn í framkvæmdarstjórn Icelandair. Fréttablaðið/Anton Brink Icelandair Group tilkynnti í dag breytingar á skipulagi innan fyrirtækisins. Í yfirlýsingu frá Björgólfi Jóhannessyni segir að breytingarnar séu afrakstur víðamikillar greiningarvinnu. „Undanfarið hefur verið unnin viðamikil greining á starfsemi félagsins, stefnu og áherslum til framtíðar. Að þeirri vinnu hafa fjölmargir komið, meðal annars um 600 starfsmenn víðs vegar úr starfseminni á sérstökum vinnustofum. Sú breyting sem við gerum nú á skipulaginu er afrakstur þessarar greiningarvinnu. Markmiðið er að skerpa enn frekar á áherslum okkar í sölu- og markaðsmálum annars vegar og þjónustu við viðskiptavini hins vegar og styrkja þannig félagið til framtíðar.“ Þá kynnir Icelandair Group nýtt svið sem mun snúa að þjónustuupplifun viðskiptavina og verður Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdarstjóri sviðsins, en hún gekk til liðs við fyrirtækið í ársbyrjun sem framkvæmdarstjóri stefnumótunar- og viðskiptaþróunarsviðs. Sviðið mun bera ábyrgð á þjónustu um borð, framlínu, vildarklúbbi, viðbótartekjum og vöruþróun. Birna Ósk var áður framkvæmdarstjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar áður en hún gekk til liðs við Icelandair. Áður starfaði hún sem framkvæmdarstjóri hjá Símanum. Við breytingarnar fækkar um einn í framkvæmdarstjórn Icelandair og mun Guðmundur Óskarsson láta af störfum sem framkvæmdarstjóri sölu- og markaðssviðs. Hann mun áfram starfa innan félagsins. Viðskipti Tengdar fréttir Spá því að EBITDA Icelandair Group lækki um helming á öðrum fjórðungi Greiningarfyrirtækið IFS telur að EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verði 21,9 milljónir dala á öðrum fjórðungi ársins og lækki þannig um 48 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýrri afkomuspá IFS sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 12. júlí 2018 06:00 Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Hlutur í Icelandair fallið um 40 prósent Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017. 11. júlí 2018 06:00 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Icelandair Group tilkynnti í dag breytingar á skipulagi innan fyrirtækisins. Í yfirlýsingu frá Björgólfi Jóhannessyni segir að breytingarnar séu afrakstur víðamikillar greiningarvinnu. „Undanfarið hefur verið unnin viðamikil greining á starfsemi félagsins, stefnu og áherslum til framtíðar. Að þeirri vinnu hafa fjölmargir komið, meðal annars um 600 starfsmenn víðs vegar úr starfseminni á sérstökum vinnustofum. Sú breyting sem við gerum nú á skipulaginu er afrakstur þessarar greiningarvinnu. Markmiðið er að skerpa enn frekar á áherslum okkar í sölu- og markaðsmálum annars vegar og þjónustu við viðskiptavini hins vegar og styrkja þannig félagið til framtíðar.“ Þá kynnir Icelandair Group nýtt svið sem mun snúa að þjónustuupplifun viðskiptavina og verður Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdarstjóri sviðsins, en hún gekk til liðs við fyrirtækið í ársbyrjun sem framkvæmdarstjóri stefnumótunar- og viðskiptaþróunarsviðs. Sviðið mun bera ábyrgð á þjónustu um borð, framlínu, vildarklúbbi, viðbótartekjum og vöruþróun. Birna Ósk var áður framkvæmdarstjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar áður en hún gekk til liðs við Icelandair. Áður starfaði hún sem framkvæmdarstjóri hjá Símanum. Við breytingarnar fækkar um einn í framkvæmdarstjórn Icelandair og mun Guðmundur Óskarsson láta af störfum sem framkvæmdarstjóri sölu- og markaðssviðs. Hann mun áfram starfa innan félagsins.
Viðskipti Tengdar fréttir Spá því að EBITDA Icelandair Group lækki um helming á öðrum fjórðungi Greiningarfyrirtækið IFS telur að EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verði 21,9 milljónir dala á öðrum fjórðungi ársins og lækki þannig um 48 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýrri afkomuspá IFS sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 12. júlí 2018 06:00 Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Hlutur í Icelandair fallið um 40 prósent Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017. 11. júlí 2018 06:00 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Spá því að EBITDA Icelandair Group lækki um helming á öðrum fjórðungi Greiningarfyrirtækið IFS telur að EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verði 21,9 milljónir dala á öðrum fjórðungi ársins og lækki þannig um 48 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýrri afkomuspá IFS sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 12. júlí 2018 06:00
Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59
Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43
Hlutur í Icelandair fallið um 40 prósent Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017. 11. júlí 2018 06:00