Baksviðskröfur Guns N' Roses á Laugardalsvelli endurspegla nýjan lífsstíl Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2018 15:41 Gítargoðsögnin Slash og leðurbarkinn Axl Rose á tónleikum í Madison Square Garden í fyrra. Þeir koma fram á Laugardalsvelli á þriðjudag í úrhellisrigningu, samkvæmt veðurspám. Vísir/getty Undirbúningur fyrir risastónleika rokkhljómsveitarinnar Guns N‘ Roses er nú í fullum gangi í Laugardalnum. 22 þúsund miðar hafa verið seldir á tónleikana að sögn upplýsingafulltrúa. Tónleikarnir verða haldnir á Laugardalsvelli þriðjudaginn 24. júlí næstkomandi og er eflaust beðið með mikilli eftirvæntingu.Hóflegar kröfur komu á óvart Allur búnaður til tónleikahaldsins, um 56 gámar af varningi auk 100 vörubíla, er kominn til landsins en sveitin sjálf er ekki væntanleg fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag, að sögn Björns Teitssonar, upplýsingafulltrúa.Sjá einnig: Guns N' Roses liðar verða eftir og njóta Íslands Aðspurður segir Björn að tónleikahöldurum hafi helst komið á óvart hvað svokallaður „rider“, eða óskalisti, rokkstjarnanna er hóflegur. Á meðal þess sem hljómsveitin vill hafa aðgengilegt baksviðs á tónleikunum á þriðjudag eru jógadýnur og grænt te – töluverð breyting frá því sem beðið var um á sokkabandsárum sveitarinnar. „Þeir eru hættir að reykja og drekka og eru að reyna að halda sér í formi út túrinn,“ segir Björn.Tölvuteikning Tómasar Péturssonar af tónleikasvæðinu.Mynd/Tómas PéturssonRigning en blankalogn á tónleikadag Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er von á töluverðri rigningu í Reykjavík á þriðjudag en Björn segir engar sérstakar ráðstafanir verða gerðar til að halda áhorfendum þurrum. Eins og spáin er núna verður enn fremur blankalogn á tónleikasvæðinu og því ætti hljómburður að vera með besta móti. Þá er gert ráð fyrir að sviðið sem nú er verið að setja upp á Laugardalsvelli verði 65 metra breitt og 22 metrar það sem það rís hæst. Áhorfendur geta auk þess fylgst með meðlimum Guns N‘ Roses á þremur risaskjám við sviðið. Eins og áður segir er búið að selja 22 þúsund miða á tónleikana og segir Björn að vonir séu bundnar við að selja tvö til þrjú þúsund miða í viðbót. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum kemur fram að hliðin inn á tónleikasvæðið á þriðjudaginn opni klukkan 16:30. Vegna mikils fólksfjölda hefur verið ákveðið að bæta við inngöngum við suðurhlið leikvangsins. Þá mun hljómsveitin Tyler Bryant & The Shakedowns hefja upphitun um klukkan 18 og því næst tekur íslenska rokksveitin Brain Police við. Axl Rose, Slash og félagar stíga svo á stokk um klukkan 20, að því er segir í tilkynningu.Frá undirbúningi á Laugardalsvelli í dag.Mynd/Aðsend Tónlist Tengdar fréttir Greiddu Guns N'Roses tónleikana fyrirfram KSÍ vildi ekki leigja tónleikahöldurum Guns N'Roses Laugardalsvöll nema með fyrirframgreiðslu. Gangi verkefnið vel gæti það opnað risastórar dyr. Grasið verður verndað og skilað í fullkomnu ástandi. 5. júlí 2018 06:00 Guns N' Roses liðar verða eftir og njóta Íslands Tónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli er beðið með eftirvæntingu samkvæmt samfélagsmiðlum. Tónleikahaldari segir að allar líkur séu á að Slash, Axl Rose, Duff McKagan og föruneyti þeirra muni njóta landsins enda séu þetta síðustu tónleikar hljómsveitarinnar 25. apríl 2018 06:00 Brain Police hita upp fyrir GNR og 2000 miðum bætt við Skipuleggjendur tónleika bandarísku rokksveitarinnar Guns n Roses hafa bætt við 2000 miðum aukalega í sölu og tilkynnt að íslenska sveitin Brain Police hiti upp fyrir tónleikana. 12. júlí 2018 21:45 Ódýrustu miðarnir á 19 þúsund og þeir dýrustu á 50 þúsund Miðasala á Guns N' Roses hefst þann 1. maí 2018 klukkan tíu fyrir hádegi en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnun tónleikanna. 27. apríl 2018 12:15 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Sjá meira
Undirbúningur fyrir risastónleika rokkhljómsveitarinnar Guns N‘ Roses er nú í fullum gangi í Laugardalnum. 22 þúsund miðar hafa verið seldir á tónleikana að sögn upplýsingafulltrúa. Tónleikarnir verða haldnir á Laugardalsvelli þriðjudaginn 24. júlí næstkomandi og er eflaust beðið með mikilli eftirvæntingu.Hóflegar kröfur komu á óvart Allur búnaður til tónleikahaldsins, um 56 gámar af varningi auk 100 vörubíla, er kominn til landsins en sveitin sjálf er ekki væntanleg fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag, að sögn Björns Teitssonar, upplýsingafulltrúa.Sjá einnig: Guns N' Roses liðar verða eftir og njóta Íslands Aðspurður segir Björn að tónleikahöldurum hafi helst komið á óvart hvað svokallaður „rider“, eða óskalisti, rokkstjarnanna er hóflegur. Á meðal þess sem hljómsveitin vill hafa aðgengilegt baksviðs á tónleikunum á þriðjudag eru jógadýnur og grænt te – töluverð breyting frá því sem beðið var um á sokkabandsárum sveitarinnar. „Þeir eru hættir að reykja og drekka og eru að reyna að halda sér í formi út túrinn,“ segir Björn.Tölvuteikning Tómasar Péturssonar af tónleikasvæðinu.Mynd/Tómas PéturssonRigning en blankalogn á tónleikadag Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er von á töluverðri rigningu í Reykjavík á þriðjudag en Björn segir engar sérstakar ráðstafanir verða gerðar til að halda áhorfendum þurrum. Eins og spáin er núna verður enn fremur blankalogn á tónleikasvæðinu og því ætti hljómburður að vera með besta móti. Þá er gert ráð fyrir að sviðið sem nú er verið að setja upp á Laugardalsvelli verði 65 metra breitt og 22 metrar það sem það rís hæst. Áhorfendur geta auk þess fylgst með meðlimum Guns N‘ Roses á þremur risaskjám við sviðið. Eins og áður segir er búið að selja 22 þúsund miða á tónleikana og segir Björn að vonir séu bundnar við að selja tvö til þrjú þúsund miða í viðbót. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum kemur fram að hliðin inn á tónleikasvæðið á þriðjudaginn opni klukkan 16:30. Vegna mikils fólksfjölda hefur verið ákveðið að bæta við inngöngum við suðurhlið leikvangsins. Þá mun hljómsveitin Tyler Bryant & The Shakedowns hefja upphitun um klukkan 18 og því næst tekur íslenska rokksveitin Brain Police við. Axl Rose, Slash og félagar stíga svo á stokk um klukkan 20, að því er segir í tilkynningu.Frá undirbúningi á Laugardalsvelli í dag.Mynd/Aðsend
Tónlist Tengdar fréttir Greiddu Guns N'Roses tónleikana fyrirfram KSÍ vildi ekki leigja tónleikahöldurum Guns N'Roses Laugardalsvöll nema með fyrirframgreiðslu. Gangi verkefnið vel gæti það opnað risastórar dyr. Grasið verður verndað og skilað í fullkomnu ástandi. 5. júlí 2018 06:00 Guns N' Roses liðar verða eftir og njóta Íslands Tónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli er beðið með eftirvæntingu samkvæmt samfélagsmiðlum. Tónleikahaldari segir að allar líkur séu á að Slash, Axl Rose, Duff McKagan og föruneyti þeirra muni njóta landsins enda séu þetta síðustu tónleikar hljómsveitarinnar 25. apríl 2018 06:00 Brain Police hita upp fyrir GNR og 2000 miðum bætt við Skipuleggjendur tónleika bandarísku rokksveitarinnar Guns n Roses hafa bætt við 2000 miðum aukalega í sölu og tilkynnt að íslenska sveitin Brain Police hiti upp fyrir tónleikana. 12. júlí 2018 21:45 Ódýrustu miðarnir á 19 þúsund og þeir dýrustu á 50 þúsund Miðasala á Guns N' Roses hefst þann 1. maí 2018 klukkan tíu fyrir hádegi en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnun tónleikanna. 27. apríl 2018 12:15 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Sjá meira
Greiddu Guns N'Roses tónleikana fyrirfram KSÍ vildi ekki leigja tónleikahöldurum Guns N'Roses Laugardalsvöll nema með fyrirframgreiðslu. Gangi verkefnið vel gæti það opnað risastórar dyr. Grasið verður verndað og skilað í fullkomnu ástandi. 5. júlí 2018 06:00
Guns N' Roses liðar verða eftir og njóta Íslands Tónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli er beðið með eftirvæntingu samkvæmt samfélagsmiðlum. Tónleikahaldari segir að allar líkur séu á að Slash, Axl Rose, Duff McKagan og föruneyti þeirra muni njóta landsins enda séu þetta síðustu tónleikar hljómsveitarinnar 25. apríl 2018 06:00
Brain Police hita upp fyrir GNR og 2000 miðum bætt við Skipuleggjendur tónleika bandarísku rokksveitarinnar Guns n Roses hafa bætt við 2000 miðum aukalega í sölu og tilkynnt að íslenska sveitin Brain Police hiti upp fyrir tónleikana. 12. júlí 2018 21:45
Ódýrustu miðarnir á 19 þúsund og þeir dýrustu á 50 þúsund Miðasala á Guns N' Roses hefst þann 1. maí 2018 klukkan tíu fyrir hádegi en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnun tónleikanna. 27. apríl 2018 12:15