Segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2018 17:54 Paul Ryan. Vísir/AP Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum eins hinu-hægrinu svokallaða og rasistum. Hann sagði meðlimi Repúblikanaflokksins þurfa að standa sig betur í að ná aftur stjórn á gömlum hugtökum. „Við þurfum að fara aftur á vígvöllinn, berjast fyrir okkar málstað, vinna aftur þessar hugmyndir og koma þessum aðilum sem best við getum út í horn. Gerið allt sem þið getið til að sigra,“ sagði Ryan á ráðstefnu íhaldsmanna í dag.Samkvæmt umfjöllun Politico fór hinn 48 ára gamli Ryan, sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur og mun hætta á þingi í byrjun næsta árs, hörðum orðum um hitt hægrið (alt-right). Hugtak sem nær yfir ýmsa hópa hægri öfgamanna sem aðhyllast oft rasisma og þjóðernishyggju.„Þetta er ekki íhaldssemi. Þetta er rasismi. þetta er þjóðernishyggja,“ sagði Ryan. „Þetta er ekki það sem við trúm á. Þetta fylgir ekki sýn okkar og sjónarmiðum landsfeðranna.“ Þá sakaði Ryan þessa hópa um að hafa rænt íhaldssömum hugtökum og að nútímatækni, sem gerði aðilum auðvelt með að græða peninga á því að dreifa boðskap sundrungar, gerði það einnig erfitt að bola þeim á brott. „Hvernig náum við kjarnanum aftur?“ var meðal þeirra spurninga sem Ryan velti upp á ráðstefnunni. Ryan var gagnrýndur nýlega eftir að hann neitaði að fordæma þingmanninn Steve King, sem er þekktur fyrir andúð á innflytjendum í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði tísti hann rasískum skilaboðum frá Nasista og talsmaður Ryan sagði í kjölfarið að Nasistar ættu ekki sæti í Repúblikanaflokknum og þingmenn ættu ekki að eiga í samskiptum við slíka aðila, sem dreifi hatri. King montaði sig í kjölfarið af því að talsmaðurinn hefði ekki nefnt hann á nafn. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum eins hinu-hægrinu svokallaða og rasistum. Hann sagði meðlimi Repúblikanaflokksins þurfa að standa sig betur í að ná aftur stjórn á gömlum hugtökum. „Við þurfum að fara aftur á vígvöllinn, berjast fyrir okkar málstað, vinna aftur þessar hugmyndir og koma þessum aðilum sem best við getum út í horn. Gerið allt sem þið getið til að sigra,“ sagði Ryan á ráðstefnu íhaldsmanna í dag.Samkvæmt umfjöllun Politico fór hinn 48 ára gamli Ryan, sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur og mun hætta á þingi í byrjun næsta árs, hörðum orðum um hitt hægrið (alt-right). Hugtak sem nær yfir ýmsa hópa hægri öfgamanna sem aðhyllast oft rasisma og þjóðernishyggju.„Þetta er ekki íhaldssemi. Þetta er rasismi. þetta er þjóðernishyggja,“ sagði Ryan. „Þetta er ekki það sem við trúm á. Þetta fylgir ekki sýn okkar og sjónarmiðum landsfeðranna.“ Þá sakaði Ryan þessa hópa um að hafa rænt íhaldssömum hugtökum og að nútímatækni, sem gerði aðilum auðvelt með að græða peninga á því að dreifa boðskap sundrungar, gerði það einnig erfitt að bola þeim á brott. „Hvernig náum við kjarnanum aftur?“ var meðal þeirra spurninga sem Ryan velti upp á ráðstefnunni. Ryan var gagnrýndur nýlega eftir að hann neitaði að fordæma þingmanninn Steve King, sem er þekktur fyrir andúð á innflytjendum í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði tísti hann rasískum skilaboðum frá Nasista og talsmaður Ryan sagði í kjölfarið að Nasistar ættu ekki sæti í Repúblikanaflokknum og þingmenn ættu ekki að eiga í samskiptum við slíka aðila, sem dreifi hatri. King montaði sig í kjölfarið af því að talsmaðurinn hefði ekki nefnt hann á nafn.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira