Nýtt flugvallarhótel hefur ekki áhrif á stækkun flugvallarsvæðisins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2018 19:30 Fyrsta skóflustungan að nýju flugvallarhóteli var tekin í Keflavík í dag. Að sögn eiganda hótelsins mun byggingin ekki hafa áhrif á áform Isavia um stækkun flugvallarsvæðisins. Hann segir þörf á öðru flugvallarhóteli og gefur lítið fyrir fækkun ferðamanna. Um er að ræða 150 herbergja flugvallarhótel sem staðsett verður um tveimur mínútum frá flugvellinum. Isavia hefur umfangsmikil áform um uppbyggingu flugvallarsvæðisins og er stefnt að stækkun þess. Hótelbyggingin mun engin áhrif hafa ááform Isavia þar sem hótelið verður staðsett utan flugvallarsvæðisins. „Við eru rétt fyrir utan þeirra áhrifasvæði en vissulega fylgjumst við með þeirra áformum um skipulag framtíðarinnar,“ segir Árni Valur Sólonsson, eigandi og framkvæmdastjóri Capital Hotel.Isavia stefnir að stækkun flugvallarsvæðisins.Þá segist hann ekki óttast fækkun ferðamanna og er handviss um að þörf sé á öðru flugvallarhóteli. „Nei það er engin fækkun í spilunum. Það er fjölgun framundan,“ segir Árni.Er þörf á öðru hóteli þar sem nú er flugvallarhótel hjá Keflavíkurflugvelli?„Já það er alveg örugglega, sérstaklega hóteli sem er af erlendri keðju. Þar sem það er töluverður hluti fólks sem vill bara gista hjá vörumerki sem það þekkir,“ segir Árni. Stundvíslega klukkan 16.00 í dag var fyrsta skóflustungan tekin. Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri Aðaltorgs sagðist spenntur fyrir byggingunni en hann segir staðsetninguna sérstaklega góða. „Þessi staður er stórkostlegur að því leyti að hérna erum við að taka stórt skref fyrir Reykjanesbæ og landið allt,“ segir Ingvar. Hótelið mun opna í lok næsta árs og er vinnan þegar hafin. „Við byrjuðum í dag. Það fá allir sólarfrí í einn klukkutíma og svo hefst vinnan,“ segir Ingvar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 150 herbergja hótel rís við Keflavíkurflugvöll Nýtt 150 herbergja Courtyard by Marriott flugvallarhótel verður opnað við Keflavíkurflugvöll á næsta ári. 19. júlí 2018 09:18 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að nýju flugvallarhóteli var tekin í Keflavík í dag. Að sögn eiganda hótelsins mun byggingin ekki hafa áhrif á áform Isavia um stækkun flugvallarsvæðisins. Hann segir þörf á öðru flugvallarhóteli og gefur lítið fyrir fækkun ferðamanna. Um er að ræða 150 herbergja flugvallarhótel sem staðsett verður um tveimur mínútum frá flugvellinum. Isavia hefur umfangsmikil áform um uppbyggingu flugvallarsvæðisins og er stefnt að stækkun þess. Hótelbyggingin mun engin áhrif hafa ááform Isavia þar sem hótelið verður staðsett utan flugvallarsvæðisins. „Við eru rétt fyrir utan þeirra áhrifasvæði en vissulega fylgjumst við með þeirra áformum um skipulag framtíðarinnar,“ segir Árni Valur Sólonsson, eigandi og framkvæmdastjóri Capital Hotel.Isavia stefnir að stækkun flugvallarsvæðisins.Þá segist hann ekki óttast fækkun ferðamanna og er handviss um að þörf sé á öðru flugvallarhóteli. „Nei það er engin fækkun í spilunum. Það er fjölgun framundan,“ segir Árni.Er þörf á öðru hóteli þar sem nú er flugvallarhótel hjá Keflavíkurflugvelli?„Já það er alveg örugglega, sérstaklega hóteli sem er af erlendri keðju. Þar sem það er töluverður hluti fólks sem vill bara gista hjá vörumerki sem það þekkir,“ segir Árni. Stundvíslega klukkan 16.00 í dag var fyrsta skóflustungan tekin. Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri Aðaltorgs sagðist spenntur fyrir byggingunni en hann segir staðsetninguna sérstaklega góða. „Þessi staður er stórkostlegur að því leyti að hérna erum við að taka stórt skref fyrir Reykjanesbæ og landið allt,“ segir Ingvar. Hótelið mun opna í lok næsta árs og er vinnan þegar hafin. „Við byrjuðum í dag. Það fá allir sólarfrí í einn klukkutíma og svo hefst vinnan,“ segir Ingvar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 150 herbergja hótel rís við Keflavíkurflugvöll Nýtt 150 herbergja Courtyard by Marriott flugvallarhótel verður opnað við Keflavíkurflugvöll á næsta ári. 19. júlí 2018 09:18 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
150 herbergja hótel rís við Keflavíkurflugvöll Nýtt 150 herbergja Courtyard by Marriott flugvallarhótel verður opnað við Keflavíkurflugvöll á næsta ári. 19. júlí 2018 09:18