Nýtt flugvallarhótel hefur ekki áhrif á stækkun flugvallarsvæðisins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2018 19:30 Fyrsta skóflustungan að nýju flugvallarhóteli var tekin í Keflavík í dag. Að sögn eiganda hótelsins mun byggingin ekki hafa áhrif á áform Isavia um stækkun flugvallarsvæðisins. Hann segir þörf á öðru flugvallarhóteli og gefur lítið fyrir fækkun ferðamanna. Um er að ræða 150 herbergja flugvallarhótel sem staðsett verður um tveimur mínútum frá flugvellinum. Isavia hefur umfangsmikil áform um uppbyggingu flugvallarsvæðisins og er stefnt að stækkun þess. Hótelbyggingin mun engin áhrif hafa ááform Isavia þar sem hótelið verður staðsett utan flugvallarsvæðisins. „Við eru rétt fyrir utan þeirra áhrifasvæði en vissulega fylgjumst við með þeirra áformum um skipulag framtíðarinnar,“ segir Árni Valur Sólonsson, eigandi og framkvæmdastjóri Capital Hotel.Isavia stefnir að stækkun flugvallarsvæðisins.Þá segist hann ekki óttast fækkun ferðamanna og er handviss um að þörf sé á öðru flugvallarhóteli. „Nei það er engin fækkun í spilunum. Það er fjölgun framundan,“ segir Árni.Er þörf á öðru hóteli þar sem nú er flugvallarhótel hjá Keflavíkurflugvelli?„Já það er alveg örugglega, sérstaklega hóteli sem er af erlendri keðju. Þar sem það er töluverður hluti fólks sem vill bara gista hjá vörumerki sem það þekkir,“ segir Árni. Stundvíslega klukkan 16.00 í dag var fyrsta skóflustungan tekin. Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri Aðaltorgs sagðist spenntur fyrir byggingunni en hann segir staðsetninguna sérstaklega góða. „Þessi staður er stórkostlegur að því leyti að hérna erum við að taka stórt skref fyrir Reykjanesbæ og landið allt,“ segir Ingvar. Hótelið mun opna í lok næsta árs og er vinnan þegar hafin. „Við byrjuðum í dag. Það fá allir sólarfrí í einn klukkutíma og svo hefst vinnan,“ segir Ingvar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 150 herbergja hótel rís við Keflavíkurflugvöll Nýtt 150 herbergja Courtyard by Marriott flugvallarhótel verður opnað við Keflavíkurflugvöll á næsta ári. 19. júlí 2018 09:18 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að nýju flugvallarhóteli var tekin í Keflavík í dag. Að sögn eiganda hótelsins mun byggingin ekki hafa áhrif á áform Isavia um stækkun flugvallarsvæðisins. Hann segir þörf á öðru flugvallarhóteli og gefur lítið fyrir fækkun ferðamanna. Um er að ræða 150 herbergja flugvallarhótel sem staðsett verður um tveimur mínútum frá flugvellinum. Isavia hefur umfangsmikil áform um uppbyggingu flugvallarsvæðisins og er stefnt að stækkun þess. Hótelbyggingin mun engin áhrif hafa ááform Isavia þar sem hótelið verður staðsett utan flugvallarsvæðisins. „Við eru rétt fyrir utan þeirra áhrifasvæði en vissulega fylgjumst við með þeirra áformum um skipulag framtíðarinnar,“ segir Árni Valur Sólonsson, eigandi og framkvæmdastjóri Capital Hotel.Isavia stefnir að stækkun flugvallarsvæðisins.Þá segist hann ekki óttast fækkun ferðamanna og er handviss um að þörf sé á öðru flugvallarhóteli. „Nei það er engin fækkun í spilunum. Það er fjölgun framundan,“ segir Árni.Er þörf á öðru hóteli þar sem nú er flugvallarhótel hjá Keflavíkurflugvelli?„Já það er alveg örugglega, sérstaklega hóteli sem er af erlendri keðju. Þar sem það er töluverður hluti fólks sem vill bara gista hjá vörumerki sem það þekkir,“ segir Árni. Stundvíslega klukkan 16.00 í dag var fyrsta skóflustungan tekin. Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri Aðaltorgs sagðist spenntur fyrir byggingunni en hann segir staðsetninguna sérstaklega góða. „Þessi staður er stórkostlegur að því leyti að hérna erum við að taka stórt skref fyrir Reykjanesbæ og landið allt,“ segir Ingvar. Hótelið mun opna í lok næsta árs og er vinnan þegar hafin. „Við byrjuðum í dag. Það fá allir sólarfrí í einn klukkutíma og svo hefst vinnan,“ segir Ingvar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 150 herbergja hótel rís við Keflavíkurflugvöll Nýtt 150 herbergja Courtyard by Marriott flugvallarhótel verður opnað við Keflavíkurflugvöll á næsta ári. 19. júlí 2018 09:18 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
150 herbergja hótel rís við Keflavíkurflugvöll Nýtt 150 herbergja Courtyard by Marriott flugvallarhótel verður opnað við Keflavíkurflugvöll á næsta ári. 19. júlí 2018 09:18