Trump býður Pútín til Washington í haust Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2018 21:00 Donald Trump og Vladimir Putin í Helsinki. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað John Bolton, þjóðaröryggisráðjafa sínum, að bjóða Vladimir Pútín, forseta Rússlands, til Washington í haust. Forsetarnir ræddu áframhaldandi viðræður á fundi þeirra í Helsinki í byrjun vikunnar og er heimboðið liður í því. Sarah Sanders, talskona Trump, tilkynnti þetta á Twitter nú í kvöld, þrátt fyrir að Trump hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir fund þeirra í Helsinki. Fyrr í dag skrifaði Trump á Twitter að fundur þeirra í Helsinki hefði heppnast einstaklega vel og hann hlakkaði til þess að hitta Pútín á nýjan leik. Þá gætu þeir haldið áfram viðræðum sínum og nefndi hann dæmi um að þeir hefðu meðal annars rætt málefni Ísrael, hryðjuverk, fækkun kjarnorkuvopna, tölvuárásir, milliríkjaviðskipti, Úkraínu, frið í Mið-Austurlöndum og Norður-Kóreu.The Summit with Russia was a great success, except with the real enemy of the people, the Fake News Media. I look forward to our second meeting so that we can start implementing some of the many things discussed, including stopping terrorism, security for Israel, nuclear........ — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 19, 2018....proliferation, cyber attacks, trade, Ukraine, Middle East peace, North Korea and more. There are many answers, some easy and some hard, to these problems...but they can ALL be solved! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 19, 2018 Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. Hann heimsótti síðast Hvíta húsið í byrjun síðasta áratugar þegar George W. Bush var forseti. Dan Coats, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, komst að því að Pútín væri boðið til Washington þar sem hann var staddur á sviði á öryggisráðstefnu í Aspen. Hans fyrstu viðbrögð voru: „Segðu þetta aftur“. Því næst sagði hann: „Okei....Það verður sérstakt.“ Coats hafði áður verið að ræða afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og áframhaldandi tölvuárásir þeirra á Bandaríkin. Hann sagði meðal annars að ekkert annað ríki kæmi nærri því að beita jafn mörgum árásum gegn Bandaríkjunum og Rússland. Hann sagði sömuleiðis að hann vissi ekki hvað Trump og Pútín hefðu rætt sín á milli í Helsinki þar sem enginn var með þeim í herberginu nema tveir túlkar. Þá bætti hann við að hann hefði ráðlagt Trump að funda ekki einn með Pútín en það væri ekki starf hans.Director of National Intelligence Dan Coats informed on stage at Aspen Security Forum that the Trump administration has invited Vladimir Putin to the White House. "Say that again," he responds. https://t.co/RBdhdILVaspic.twitter.com/TZal1Xb4Yi — ABC News (@ABC) July 19, 2018 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað John Bolton, þjóðaröryggisráðjafa sínum, að bjóða Vladimir Pútín, forseta Rússlands, til Washington í haust. Forsetarnir ræddu áframhaldandi viðræður á fundi þeirra í Helsinki í byrjun vikunnar og er heimboðið liður í því. Sarah Sanders, talskona Trump, tilkynnti þetta á Twitter nú í kvöld, þrátt fyrir að Trump hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir fund þeirra í Helsinki. Fyrr í dag skrifaði Trump á Twitter að fundur þeirra í Helsinki hefði heppnast einstaklega vel og hann hlakkaði til þess að hitta Pútín á nýjan leik. Þá gætu þeir haldið áfram viðræðum sínum og nefndi hann dæmi um að þeir hefðu meðal annars rætt málefni Ísrael, hryðjuverk, fækkun kjarnorkuvopna, tölvuárásir, milliríkjaviðskipti, Úkraínu, frið í Mið-Austurlöndum og Norður-Kóreu.The Summit with Russia was a great success, except with the real enemy of the people, the Fake News Media. I look forward to our second meeting so that we can start implementing some of the many things discussed, including stopping terrorism, security for Israel, nuclear........ — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 19, 2018....proliferation, cyber attacks, trade, Ukraine, Middle East peace, North Korea and more. There are many answers, some easy and some hard, to these problems...but they can ALL be solved! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 19, 2018 Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. Hann heimsótti síðast Hvíta húsið í byrjun síðasta áratugar þegar George W. Bush var forseti. Dan Coats, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, komst að því að Pútín væri boðið til Washington þar sem hann var staddur á sviði á öryggisráðstefnu í Aspen. Hans fyrstu viðbrögð voru: „Segðu þetta aftur“. Því næst sagði hann: „Okei....Það verður sérstakt.“ Coats hafði áður verið að ræða afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og áframhaldandi tölvuárásir þeirra á Bandaríkin. Hann sagði meðal annars að ekkert annað ríki kæmi nærri því að beita jafn mörgum árásum gegn Bandaríkjunum og Rússland. Hann sagði sömuleiðis að hann vissi ekki hvað Trump og Pútín hefðu rætt sín á milli í Helsinki þar sem enginn var með þeim í herberginu nema tveir túlkar. Þá bætti hann við að hann hefði ráðlagt Trump að funda ekki einn með Pútín en það væri ekki starf hans.Director of National Intelligence Dan Coats informed on stage at Aspen Security Forum that the Trump administration has invited Vladimir Putin to the White House. "Say that again," he responds. https://t.co/RBdhdILVaspic.twitter.com/TZal1Xb4Yi — ABC News (@ABC) July 19, 2018
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira