Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2018 23:10 Eiríkur Finnur Greipsson er í Alicante. Fréttablaðið/Hörður Sveinsson Flugfarþeginn Eiríkur Finnur Greipsson segir vinnubrögð Primera Air vera „ógurlega döpur“, en hann er einn þeirra sem fastur er á flugvellinum í Alicante þar sem hann bíður eftir að komast heim til Íslands. Mikil seinkun er á vélinni og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á vélin að fara í loftið klukkan 9 í fyrramálið. „Þeir voru að tilkynna um enn eina seinkunina. Nú eigum við að fara í loftið klukkan 9 ef það stenst þá. Allt er að loka hérna í flugstöðinni og rafmagnið er að klárast í símanum.“ Eiríkur segir stöðuna afar bagalega. Vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 1:05 í nótt en klukkan 14 í dag hafi verið tilkynnt að brottför seinkaði til klukkan 4. „Við innritun í kvöld var svo tilkynnt um seinkun brottfarar til klukkan 7 og svo aftur til klukkan 9. Það þýðir samt ekkert að hengja haus. Við komumst heim að lokum. Það er minna mál með okkur fullorðna en, ég hef meiri áhyggjur af fólkinu sem er með börn hérna.“ Hann segir að farþegar hafi fengið miða sem þeir áttu að geta notað sem 20 evru greiðslu á nokkrum veitingastöðum í flugstöðinni. Vandinn hafi hins vegar verið að „flestir staðirnir séu lokaðir eða að loka. Einn þeirra var svo útlítandi eins og Heljarslóðarorrusta hafi verið háð þar núna síðdegis,“ segir Eiríkur.Föst í vél Primera á Mallorca Einnig hafa verið sagðar fréttir af því í kvöld að farþegar sama flugfélags hafi setið fastir í vélinni á flugvellinum á Mallorca þar sem þeir biðu þess að hún taki á loft. Þeirri vél var frestað um rúma tíu tíma hið minnsta í dag. Hún tók loks á loft skömmu fyrir klukkan 23 að staðartíma. Mikil seinkun var einnig á flugi flugfélagsins frá Tenerife til Keflavíkur í gær. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sitja föst í vél Primera Air Flugi Primera Air frá Mallorca til Keflavíkur hefur verið frestað um að minnsta kosti níu klukkutíma í dag. 1. júlí 2018 22:09 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Flugfarþeginn Eiríkur Finnur Greipsson segir vinnubrögð Primera Air vera „ógurlega döpur“, en hann er einn þeirra sem fastur er á flugvellinum í Alicante þar sem hann bíður eftir að komast heim til Íslands. Mikil seinkun er á vélinni og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á vélin að fara í loftið klukkan 9 í fyrramálið. „Þeir voru að tilkynna um enn eina seinkunina. Nú eigum við að fara í loftið klukkan 9 ef það stenst þá. Allt er að loka hérna í flugstöðinni og rafmagnið er að klárast í símanum.“ Eiríkur segir stöðuna afar bagalega. Vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 1:05 í nótt en klukkan 14 í dag hafi verið tilkynnt að brottför seinkaði til klukkan 4. „Við innritun í kvöld var svo tilkynnt um seinkun brottfarar til klukkan 7 og svo aftur til klukkan 9. Það þýðir samt ekkert að hengja haus. Við komumst heim að lokum. Það er minna mál með okkur fullorðna en, ég hef meiri áhyggjur af fólkinu sem er með börn hérna.“ Hann segir að farþegar hafi fengið miða sem þeir áttu að geta notað sem 20 evru greiðslu á nokkrum veitingastöðum í flugstöðinni. Vandinn hafi hins vegar verið að „flestir staðirnir séu lokaðir eða að loka. Einn þeirra var svo útlítandi eins og Heljarslóðarorrusta hafi verið háð þar núna síðdegis,“ segir Eiríkur.Föst í vél Primera á Mallorca Einnig hafa verið sagðar fréttir af því í kvöld að farþegar sama flugfélags hafi setið fastir í vélinni á flugvellinum á Mallorca þar sem þeir biðu þess að hún taki á loft. Þeirri vél var frestað um rúma tíu tíma hið minnsta í dag. Hún tók loks á loft skömmu fyrir klukkan 23 að staðartíma. Mikil seinkun var einnig á flugi flugfélagsins frá Tenerife til Keflavíkur í gær.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sitja föst í vél Primera Air Flugi Primera Air frá Mallorca til Keflavíkur hefur verið frestað um að minnsta kosti níu klukkutíma í dag. 1. júlí 2018 22:09 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Sitja föst í vél Primera Air Flugi Primera Air frá Mallorca til Keflavíkur hefur verið frestað um að minnsta kosti níu klukkutíma í dag. 1. júlí 2018 22:09