Jóhannes Haukur verður vondi kallinn í Bloodshot Benedikt Bóas skrifar 3. júlí 2018 06:00 Jóhannes Haukur hefur verið að gera það gott í Hollywood að undanförnu. Vísir/vilhelm „Þetta lítur vel út. Þetta er Sony-mynd og það á að tjalda öllu til,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson en um helgina var tilkynnt að hann muni leika í ofurhetjumyndinni Bloodshot. Það eru engar smá kanónur sem verða með Jóhannesi á settinu, fremstan meðal jafningja skal þar nefna Vin Diesel auk hinnar mexíkósku Eizu González, sem margir muna eftir sem Baby úr kvikmyndinni Baby driver. Myndin er byggð á samnefndri teiknimyndasögu og verður bönnuð börnum að sögn Jóhannesar, ekki ólíkt Deadpool. „Þetta verður risastór Hollywood-mynd og verður svokallað R-rated eins og Logan og Deadpool. Þá verður ofbeldið grófara og talsmátinn frjálslegri.“ Samkvæmt fréttum mun Jóhannes fara með hlutverk Nicks Barris í myndinni en hann er sagður vera annað illmenni myndarinnar. Dave Wilson heldur um leikstjórn en þetta er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. „Ég fer í lok júlí í þessar upptökur og verð að öllum líkindum í mánuð. Eftir þetta verkefni er ég að fara í aðra seríu á The Innocent, verði hún framleidd.“Game of Thrones opnaði margar dyr fyrir Jóhannes.Jóhannes er í Suður-Afríku þessa stundina þar sem hann leikur í sjónvarpsseríunni Origin. Hann hefur verið að gera það gott að undanförnu og verður í myndinni The Good Liar með Ian McKellen og Helen Mirren í aðalhlutverkum. Síðar dregur hann upp byssu í vestranum The Sisters Brothers þar sem Jake Gyllenhaal og fleiri góðir setja á sig kúrekahattinn. Í flestum erlendum fréttum um hlutverkið er talað um Game of Thrones stjörnuna Jóhannesson. Sjálfur vill hann nú gera sem minnst úr því hlutverki. „Ég var nú bara í tveimur þáttum en það vegur greinilega þungt að vera í Game of Thrones,“ segir hann hress. „Ég er búinn að vera í erlendum verkefnum undanfarin ár og er kominn á þann stað að geta aðeins valið úr. Ekki mikið en smá. Fyrst sagði ég já við öllu en ef verkefni lenda á sama tíma, hvort sem það er sjónvarpssería eða kvikmynd, þá get ég valið. Auðvitað er það mikið lúxusvandamál,“ segir hann. Jóhannes var í fríi frá tökum í gær og slakaði á þó það væri hálf íslenskt veður í Suður-Afríku. „Það er rigning og 14 gráður sem er ekkert svo slæmt. Ég er þó alveg í stuttbuxum. Ætli ég fari ekki í stuttan göngutúr. Maður býr í frekar vernduðu umhverfi með girðingu í kring og ef maður fer út fyrir hliðið þá á maður á hættu að vera rændur og ég er lítið fyrir það.“ Bloodshot Tilkynnt var 2015 að Sony og Valiant, sem gaf út Bloodshotsögurnar, hefðu gert með sér fimm mynda samning. Fyrsta myndin yrði um Bloodshot, næstu tvær um aðra hetju sem kallast Harbinger og síðasta yrði samkrull um þá tvo. Jared Leto átti að leika vonda kallinn í myndinni en hætti við. Jóhannes Haukur fékk kallið í staðinn. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Jóhannes Haukur GOT-ar yfir sig í Steypustöðinni Lokaþátturinn af Steypustöðinni var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið. Þar vakti einn skets töluverða athygli en stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson kom þar við sögu. 5. mars 2018 15:45 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Þetta lítur vel út. Þetta er Sony-mynd og það á að tjalda öllu til,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson en um helgina var tilkynnt að hann muni leika í ofurhetjumyndinni Bloodshot. Það eru engar smá kanónur sem verða með Jóhannesi á settinu, fremstan meðal jafningja skal þar nefna Vin Diesel auk hinnar mexíkósku Eizu González, sem margir muna eftir sem Baby úr kvikmyndinni Baby driver. Myndin er byggð á samnefndri teiknimyndasögu og verður bönnuð börnum að sögn Jóhannesar, ekki ólíkt Deadpool. „Þetta verður risastór Hollywood-mynd og verður svokallað R-rated eins og Logan og Deadpool. Þá verður ofbeldið grófara og talsmátinn frjálslegri.“ Samkvæmt fréttum mun Jóhannes fara með hlutverk Nicks Barris í myndinni en hann er sagður vera annað illmenni myndarinnar. Dave Wilson heldur um leikstjórn en þetta er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. „Ég fer í lok júlí í þessar upptökur og verð að öllum líkindum í mánuð. Eftir þetta verkefni er ég að fara í aðra seríu á The Innocent, verði hún framleidd.“Game of Thrones opnaði margar dyr fyrir Jóhannes.Jóhannes er í Suður-Afríku þessa stundina þar sem hann leikur í sjónvarpsseríunni Origin. Hann hefur verið að gera það gott að undanförnu og verður í myndinni The Good Liar með Ian McKellen og Helen Mirren í aðalhlutverkum. Síðar dregur hann upp byssu í vestranum The Sisters Brothers þar sem Jake Gyllenhaal og fleiri góðir setja á sig kúrekahattinn. Í flestum erlendum fréttum um hlutverkið er talað um Game of Thrones stjörnuna Jóhannesson. Sjálfur vill hann nú gera sem minnst úr því hlutverki. „Ég var nú bara í tveimur þáttum en það vegur greinilega þungt að vera í Game of Thrones,“ segir hann hress. „Ég er búinn að vera í erlendum verkefnum undanfarin ár og er kominn á þann stað að geta aðeins valið úr. Ekki mikið en smá. Fyrst sagði ég já við öllu en ef verkefni lenda á sama tíma, hvort sem það er sjónvarpssería eða kvikmynd, þá get ég valið. Auðvitað er það mikið lúxusvandamál,“ segir hann. Jóhannes var í fríi frá tökum í gær og slakaði á þó það væri hálf íslenskt veður í Suður-Afríku. „Það er rigning og 14 gráður sem er ekkert svo slæmt. Ég er þó alveg í stuttbuxum. Ætli ég fari ekki í stuttan göngutúr. Maður býr í frekar vernduðu umhverfi með girðingu í kring og ef maður fer út fyrir hliðið þá á maður á hættu að vera rændur og ég er lítið fyrir það.“ Bloodshot Tilkynnt var 2015 að Sony og Valiant, sem gaf út Bloodshotsögurnar, hefðu gert með sér fimm mynda samning. Fyrsta myndin yrði um Bloodshot, næstu tvær um aðra hetju sem kallast Harbinger og síðasta yrði samkrull um þá tvo. Jared Leto átti að leika vonda kallinn í myndinni en hætti við. Jóhannes Haukur fékk kallið í staðinn.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Jóhannes Haukur GOT-ar yfir sig í Steypustöðinni Lokaþátturinn af Steypustöðinni var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið. Þar vakti einn skets töluverða athygli en stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson kom þar við sögu. 5. mars 2018 15:45 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Jóhannes Haukur GOT-ar yfir sig í Steypustöðinni Lokaþátturinn af Steypustöðinni var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið. Þar vakti einn skets töluverða athygli en stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson kom þar við sögu. 5. mars 2018 15:45