Segja rafrettu-æði unglinga áhyggjuefni Sighvatur skrifar 3. júlí 2018 06:00 Notkun á rafrettum hefur aukist mikið að undanförnu. Vísir/Getty „Það er tilfinning okkar í félagsmiðstöðvum borgarinnar að notkun unglinga á rafrettum hafi aukist mikið undanfarið skólaár og nú í sumar. Sumir unglinganna tala nú um að toppnum sé náð en það fer kannski eftir vinahópum,“ segir Andrea Marel, deildarstjóri unglingastarfs hjá frístundamiðstöðinni Tjörninni. Samkvæmt rannsókn um lýðheilsu ungs fólks sem unnin var af rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknum og greiningu höfðu rúm 45 prósent 10. bekkinga á landinu einhvern tímann prófað rafrettur. Ellefu prósent 10. bekkinga notuðu rafrettur daglega. Andrea segir að þótt notkun rafretta sé bönnuð í félagsmiðstöðvum verði starfsmenn mikið varir við þær. „Þetta þykir spennandi og þetta er mikið rætt meðal unglinganna. Okkur finnst þessi þróun töluvert áhyggjuefni. Þetta eru oft einstaklingar sem hafa aldrei reykt sígarettur, þannig að rafretturnar eru ekki að virka sem forvörn eða lyf til að hætta reykingum hjá þessum hópi.“ Aðspurð segir Andrea að starfsmenn félagsmiðstöðva sjái notkun á rafrettum alveg niður í 7. bekk en notkunin sé mest í 8. til 10. bekk.Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarnaVísirViðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis, tekur undir með Andreu að það sé áhyggjuefni hversu margt ungt fólk sem ekki hafi reykt noti rafrettur. „Ég held að það þurfi að taka þessa umræðu um rafrettur í tvennu lagi. Annars vegar sem tæki til að hjálpa fólki að hætta að reykja en hins vegar þarf að fylgjast vel með þessari miklu aukningu á notkun ungs fólks á rafrettum,“ segir Viðar. Fjallað var um Tóbakskönnun 2018 í nýjasta tölublaði Talnabrunns, fréttabréfs Landlæknis. Þar kemur fram að um 5 prósent landsmanna 18 ára og eldri nota rafrettur daglega. Notkunin er mest í yngsta aldurshópnum en 8 prósent 18 til 24 ára nota rafrettur daglega og 9 prósent í aldurshópnum 25 til 34 ára. Í könnuninni 2015 mældist engin dagleg notkun í umræddum aldurshópum. Samhliða aukinni notkun rafretta hjá yngstu aldurshópunum hefur dregið úr daglegum reykingum. Álfgeir Logi Kristjánsson, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir það vægast sagt sérstakt að á Íslandi hafi stór hluti þeirra krakka sem noti rafrettur aldrei notað tóbak. Rannsóknir erlendis dragi fram ólíka mynd. Þar sé afar fágætt að krakkar sem noti rafrettur hafi ekki reykt áður. „Tóbaksreykingar meðal nemenda efstu bekkja grunnskóla hafa nánast staðið í stað frá 2012 og minnkað mikið síðastliðin 20 ár. Tíðni rafrettunotkunar hefur hins vegar stóraukist frá 2015. Þessi hugmynd, að rafrettur komi í stað reykinga, gengur ekki upp í þessum hópi. Hvort þetta muni leiða til aukinna reykinga síðar er samt útilokað að segja til um á þessu stigi,“ segir Álfgeir. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að banna rafrettureykingar á veitinga- og skemmtistöðum Stjórn Læknafélags Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að leggja fram lagabreytingartillögu við nýjum lögum um rafrettur. 21. júní 2018 10:31 Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. 23. apríl 2018 19:30 Segir 40 prósent tíundu bekkinga hafa veipað Fjögur af hverjum tíu ungmennum í tíundabekk hafa prófað að veipa og tóbaksreykingar hafa aukist lítillega samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningu. 24. apríl 2018 21:56 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
„Það er tilfinning okkar í félagsmiðstöðvum borgarinnar að notkun unglinga á rafrettum hafi aukist mikið undanfarið skólaár og nú í sumar. Sumir unglinganna tala nú um að toppnum sé náð en það fer kannski eftir vinahópum,“ segir Andrea Marel, deildarstjóri unglingastarfs hjá frístundamiðstöðinni Tjörninni. Samkvæmt rannsókn um lýðheilsu ungs fólks sem unnin var af rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknum og greiningu höfðu rúm 45 prósent 10. bekkinga á landinu einhvern tímann prófað rafrettur. Ellefu prósent 10. bekkinga notuðu rafrettur daglega. Andrea segir að þótt notkun rafretta sé bönnuð í félagsmiðstöðvum verði starfsmenn mikið varir við þær. „Þetta þykir spennandi og þetta er mikið rætt meðal unglinganna. Okkur finnst þessi þróun töluvert áhyggjuefni. Þetta eru oft einstaklingar sem hafa aldrei reykt sígarettur, þannig að rafretturnar eru ekki að virka sem forvörn eða lyf til að hætta reykingum hjá þessum hópi.“ Aðspurð segir Andrea að starfsmenn félagsmiðstöðva sjái notkun á rafrettum alveg niður í 7. bekk en notkunin sé mest í 8. til 10. bekk.Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarnaVísirViðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis, tekur undir með Andreu að það sé áhyggjuefni hversu margt ungt fólk sem ekki hafi reykt noti rafrettur. „Ég held að það þurfi að taka þessa umræðu um rafrettur í tvennu lagi. Annars vegar sem tæki til að hjálpa fólki að hætta að reykja en hins vegar þarf að fylgjast vel með þessari miklu aukningu á notkun ungs fólks á rafrettum,“ segir Viðar. Fjallað var um Tóbakskönnun 2018 í nýjasta tölublaði Talnabrunns, fréttabréfs Landlæknis. Þar kemur fram að um 5 prósent landsmanna 18 ára og eldri nota rafrettur daglega. Notkunin er mest í yngsta aldurshópnum en 8 prósent 18 til 24 ára nota rafrettur daglega og 9 prósent í aldurshópnum 25 til 34 ára. Í könnuninni 2015 mældist engin dagleg notkun í umræddum aldurshópum. Samhliða aukinni notkun rafretta hjá yngstu aldurshópunum hefur dregið úr daglegum reykingum. Álfgeir Logi Kristjánsson, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir það vægast sagt sérstakt að á Íslandi hafi stór hluti þeirra krakka sem noti rafrettur aldrei notað tóbak. Rannsóknir erlendis dragi fram ólíka mynd. Þar sé afar fágætt að krakkar sem noti rafrettur hafi ekki reykt áður. „Tóbaksreykingar meðal nemenda efstu bekkja grunnskóla hafa nánast staðið í stað frá 2012 og minnkað mikið síðastliðin 20 ár. Tíðni rafrettunotkunar hefur hins vegar stóraukist frá 2015. Þessi hugmynd, að rafrettur komi í stað reykinga, gengur ekki upp í þessum hópi. Hvort þetta muni leiða til aukinna reykinga síðar er samt útilokað að segja til um á þessu stigi,“ segir Álfgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að banna rafrettureykingar á veitinga- og skemmtistöðum Stjórn Læknafélags Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að leggja fram lagabreytingartillögu við nýjum lögum um rafrettur. 21. júní 2018 10:31 Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. 23. apríl 2018 19:30 Segir 40 prósent tíundu bekkinga hafa veipað Fjögur af hverjum tíu ungmennum í tíundabekk hafa prófað að veipa og tóbaksreykingar hafa aukist lítillega samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningu. 24. apríl 2018 21:56 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Skora á stjórnvöld að banna rafrettureykingar á veitinga- og skemmtistöðum Stjórn Læknafélags Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að leggja fram lagabreytingartillögu við nýjum lögum um rafrettur. 21. júní 2018 10:31
Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. 23. apríl 2018 19:30
Segir 40 prósent tíundu bekkinga hafa veipað Fjögur af hverjum tíu ungmennum í tíundabekk hafa prófað að veipa og tóbaksreykingar hafa aukist lítillega samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningu. 24. apríl 2018 21:56