Brexit-herferðin talin hafa brotið kosningalög Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2018 10:05 Vote Leave var opinber herferð fyrir útgöngu Breta úr ESB og fékk framlög frá breska ríkinu. Vísir/EPA Búist er við því að kjörstjórn Bretlands komist að þeirri niðurstöðu að Vote Leave, opinber herferð til stuðnings útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, hafi brotið kosningalög fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. Herferðin hafi meðal annars eytt meira fé í baráttuna en heimilt er. Niðurstaða rannsóknar kjörstjórnarinnar hefur ekki verið birt opinberlega ennþá. Þær hafa hins vegar verið sendar Vote Leave til umsagnar. Herferðin birti andsvör sín við ásökunum í skýrslu kjörstjórnarinnar.Breska ríkisútvarpið BBC segir að samkvæmt þeim svörum hafi kjörstjórnin komist að þeirri niðurstöðu að Vote Leave hafi skilað ónákvæmu yfirliti um fjárútlát herferðarinnar, reikninga og kvittanir hafi vantað, herferðin hafi eytt fé umfram lagaheimild og hafi ekki virt lögbundin tímamörk. Þá er fullyrt í skýrslunni að herferðin hafi unnið með minni herferð fyrir Brexit, BeLeave. Dominic Cummings, framkvæmdastjóri Vote Leave, hafi mælt með 600.000 punda framlagi til þeirrar herferðar á síðustu vikum kosningabaráttunnar. Samkvæmt breskum kosningalögum mega herferðir af þessu tagi aðeins vinna lauslega saman en ekki vinna eftir sameiginlegri áætlun. Vote Leave hefur hafnað ásökununum og sakar Matthew Elliot, fyrrverandi framkvæmdastjóra herferðarinnar, kjörstjórnina um að virða ekki réttláta málsmeðferð. Hann hefur skilað 500 blaðsíðna skýrslu til nefndarinnar þar sem hann ber ásakanirnar til baka. Kjörstjórnin segist munu fara yfir athugasemdir Vote Leave og taka þær til greina eftir atvikum. Brexit Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. 3. júlí 2018 06:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Búist er við því að kjörstjórn Bretlands komist að þeirri niðurstöðu að Vote Leave, opinber herferð til stuðnings útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, hafi brotið kosningalög fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. Herferðin hafi meðal annars eytt meira fé í baráttuna en heimilt er. Niðurstaða rannsóknar kjörstjórnarinnar hefur ekki verið birt opinberlega ennþá. Þær hafa hins vegar verið sendar Vote Leave til umsagnar. Herferðin birti andsvör sín við ásökunum í skýrslu kjörstjórnarinnar.Breska ríkisútvarpið BBC segir að samkvæmt þeim svörum hafi kjörstjórnin komist að þeirri niðurstöðu að Vote Leave hafi skilað ónákvæmu yfirliti um fjárútlát herferðarinnar, reikninga og kvittanir hafi vantað, herferðin hafi eytt fé umfram lagaheimild og hafi ekki virt lögbundin tímamörk. Þá er fullyrt í skýrslunni að herferðin hafi unnið með minni herferð fyrir Brexit, BeLeave. Dominic Cummings, framkvæmdastjóri Vote Leave, hafi mælt með 600.000 punda framlagi til þeirrar herferðar á síðustu vikum kosningabaráttunnar. Samkvæmt breskum kosningalögum mega herferðir af þessu tagi aðeins vinna lauslega saman en ekki vinna eftir sameiginlegri áætlun. Vote Leave hefur hafnað ásökununum og sakar Matthew Elliot, fyrrverandi framkvæmdastjóra herferðarinnar, kjörstjórnina um að virða ekki réttláta málsmeðferð. Hann hefur skilað 500 blaðsíðna skýrslu til nefndarinnar þar sem hann ber ásakanirnar til baka. Kjörstjórnin segist munu fara yfir athugasemdir Vote Leave og taka þær til greina eftir atvikum.
Brexit Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. 3. júlí 2018 06:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15
Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00
Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. 3. júlí 2018 06:00